Ljósið - 15.03.1923, Blaðsíða 3

Ljósið - 15.03.1923, Blaðsíða 3
LJÓSIÐ 3 Frá Alþingi. i Þeir stanga óþyrmilega hver annan í þingsalnum, þingmaður alþýðuflokksins, Jón Baldvinsson, og þing- maður Dalamanna, Bjarni frá Vogi. Varð Jón Baldvins- son undir í þeirri orðasennu, því hann vildi ryðja verkalýð að með ofbeldi og hnefarétti. Bjarni áleit slíkt villimannaæði vítavert og þinginu vanvirða að líða slíkt. Siðmenningarblær var í orðum Bjarna, en hitt er rússnesk heimska. Að lokum benti hann Jóni á að baka brauð sin betur, svo menn fengju síður af þeim iðraveiki. Báðir höfðu snætt hin sömu brauð um dag- inn, enda gustaði talsvert af þeim í þingsalnum. Hrafn og prestur. í blaðinu Vísir hefir fyrv. prestur Fríkirkjunnar, Ólafur Ólafsson, ritað grein um verndun dýra, og er mælska hans mikil. Greinin endar á þeirri trúarjátning að guð borgi fyrir hrafninn. Eg minnist þess að í hörðum árum lagðist hrafn á ær mínar, þegar þær vóru að fæða lömb. Þótti mér það ófögur sjón, er hræfugl þessi át augun úr lambinu og ánni líka, gerði gat á huppinn og dró út garnirnar, boraði gogg sínum inn í endaþarminn. Svona kvaldi krummi alidýr mín. Ekki datt mér sú prestslega heimska í hug að guð borgaði fyrir hrafn sem þjónaði eðlishvöt sinni. Drottinn haíBi ei gefið hræfuglum og villidýrum siðgæðislögmál. Guðfræðingar vorir eiga að bera ábyrgð á orðum sínum og verkum, muna staðfestingareið sinn, stríða móti óvini guðs og manna, kenna ekki smælingj- um ljóta- lærdóma. Þeir eru ónýtir þjónar drottins, frí- kirkjuprestarnir, eins og prestar í dómkirkjunni.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.