Ljósið - 01.05.1923, Blaðsíða 4

Ljósið - 01.05.1923, Blaðsíða 4
4 LJOSIÐ Skilnaðarkvöldmáltíð herra vors er stór-hneykslanleg, eftir skilningi lúterskra presta. Hold og blóð meistarans hafa þeir haft til syndalúkningar handa oss um margar aldir, altarissakramenti er það kallað. — Prestar kirkj- unnar kenna bókstafinn er deyðir, en gleyma andanum og orðinu eilífa, sem lyftir hug vorum yfir það veraldar villimanna æði er drottnar í heimi vorum. Guð heíir ei dáið. Guð ei hefir góður dáið, gott mitt sjáið ljósið, spánýja þið fræði fáið, fræði réttri hrósið. Segir bræðrum sannleikann, sæll og vel frjáls drengur, enginn tigna andskotann, óþarfann á lengur. Guðfróðum að Loki laug, Loka eg móti hamla, eg finn enga ærutaug, í djöflinum gamla. Haltu ekki í hneykslin Jón, hneykslum áttu fleygja, fáðu bjarta sálarsjón, síst má biskup þegja. Gránar mitt á höfði hár, heimsk er Garðars eyja, Andskotinn býr í þér þrár, Islendingar segja. Nýorkt stef. Andagiftin himni frá, hér er komin jörðu á; bræður fróðir sannleik sjá, syndin kafna, óþörf, má. Einar Joehumsson. Prentsmiðja Acta — 19‘2-H.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.