Ljósið - 15.05.1923, Blaðsíða 1

Ljósið - 15.05.1923, Blaðsíða 1
LJOSIÐ RITSTJÓRI: EINAR JOCHUMSSON 11. ár. ReykjaviK, tnai 1923. 6. blað Jesús Kristur er Guð kristinna manna. Bankaljóð. orkt hefur Einar Jochumssou (á níræðisaldri). Banki íslands bjargað mörgum bræðrum hefur, drengjum vitið drottinn gefur, degi' á björtum guð ei sefur. Völt eru bernsku verkin öll, vitið drottinn elur, þessi mammons háa höll, hneykslin ljót ei .felur. Menn er steyptu háa höll úr Hrugnis grjóti, ég held blessun alla hljóti, ef þeir stríða heiðni móti. Kreddur dæmdar kæfa á í kæru landi, undan sannleik flýr burt fjandi, fjandinn er ei drottins andi. Drottins andi, sterkur stór, stjórni bræðra þönkum, Oðinn, Loki, Ásaþór, útrekist úr bönkum. Ut í haf ei færast fjöll, fyrir guðstrú minni, gömul rotna guðaspjöll, gildru’ í þröngri sinni. Kristur trúr ei kæfði svín, klerkar hneyksli bjóða, hann þá breytti vatni’ í vín, vínið kom þá góða. Drottinn sannur dó ekki, það drengir vita, lærðir margir lygi rita, lygnir fá oft feitan bita.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.