Ljósið - 01.06.1923, Síða 1

Ljósið - 01.06.1923, Síða 1
LJOSIÐ RITSTJÓRI: EINÁE JOCHUÁISSON 11. ár. ReykjaviK, júni 1923. 7. blað Jesús Kristur er Guð lcristinna manna. Fundurinn í Bárubúð. í Bárubúð kom saman margt fólk í síðustu viku, er hlustaði á dulspeki og draugasögur herra Einars Kvar- ans, sem var forseti fundarins. Hann setti fundinn og sleit honum með nokkrum orðum. Prófessor Haraldur Níelsson var framsögumaður hinna miklu viðburða er gerðust í Þingholtsstræti, í sál- arrannsóknarhúsi spíritistanna. Kennimaður drottins, Haraldur Níelsson, las upp mjög stórkostlega afturgöngusögu um magnaðan draug, er kallaðist Jón, og hafði drekt sér í Vestmannaeyjum. Þessi helvítis draugur, Jón, spilti samkomunni með djöfuls krafti sínum. Þessir mentuðu menn voru að leita að vissu fyrir að guð góður væri til og hvort framhald væri á full- komnara lxfi eftir dauðann, en þá kemur þessi sterki draugur til sögunnar. Þetta kallast stór fyrirbrigði, því þó að eg, maður kominn á níræðis aldur, hafi aldrei haft trú á afturgöng- um eða draugum, þá rengi eg ekki slíkan guðfræðing sem Harald vin minn Níelsson, hann er mjög trúhneigð- ur kristilegur prédikari og frú hans, Aðalbjörg, ekki síður. — Ur því að það er margsannað á mörgum fundum rannsóknarmanna, að þessi draugur, Jón, gerði fjártjón og skaða á innanhúsmunum, léttum og þungum, þá er það víst að ekki er við lamb að leika sér.

x

Ljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.