Ljósið - 01.06.1923, Blaðsíða 3

Ljósið - 01.06.1923, Blaðsíða 3
LJÓSIÐ 3 Arfi Friðriks Ólafur, andann hrygðu ekki sífelt, trúr er sannleikur, sannleik allir þekki. Ut í haf ei flutti fjöll, frægur Jesús góður, gömul fúna guðaspjöll, gamalt slæmt er fóður. Mjög óholl er saga sú, sem guðfróðir kenna, Gyðinga var galin trú, guðlast á að brenna. Himni frá var hirðír trúr, hans ei dvínar kraftur, hann fór særðu holdi úr, himinn sinn í aftur. Drottni frá er dómur minn, dóminn ei þú hrekur, heiðinn víst er hugur þinn, herra vorn við sekur. Attu andleg augu blindf að því spyr eg glaður, Jesús nam ei safna synd, syndlaus var hann maður. Heiðin þín er trúin tál, trúðu orðum sönnum, Jesús þína seðji sál, syndanetið bönnum. Lifðu vel í lengd og bráð, lifa rangt vér bönnum, þér drottinn gefi næga náð, náð þú fékst hjá mönnum. Kristur ekki kendi þjóð, kvelja menn og deyða, blessuð var hans breytni góð, börnin vildi leiða. Uppreisnar er andinn þinn, ekki kristilegur, það vel finnur þjóðin svinn, þinn er rangur vegur. Elskaðu drottinn Ólafur, og hans sannleik þektu vertu góður vandaður, vini þína’ ei blektu. Dugnaðinum legðu lið, ljósið kveiktu í sálum, ei fjanda vondum gefðu grið, göldum hrintu málum: Tengdu saman bræðrabönd, berserksgangi hættu, guðs náð verndar líð og lönd, lögmálsbrotin bættu.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.