Ljósið - 01.06.1923, Blaðsíða 4

Ljósið - 01.06.1923, Blaðsíða 4
4 LJÓSIÐ Eilíf vera guð er góð, guð eg lasta banna, aldrei kristnar þessa þjóð, þras og hatur manna. Bræður herrans semji sætt, sakir gröf í falli. vor herra getur brotin bætt, bezt frá Síóns fjalli. Enginn hrekur mín orð merk, minn veit sannur andi, mold að verða myrkraverk, mínu í fræga landi. Drottinn birtist manns í mynd, mannviti þjóð safnar, duglegur eg dæmi synd, draugatrúin kafnar! Eg hata drauga og heiðindóm, hrein mín trú er sprottin, elska börnin ungu fróm, og vorn sanna drottinn. Kristindómur kennast á í kristnu landi undan ljósi flýr burt fjandi frelsar heiminn drottins andi. Spíritista-spilagosar spili frægir ei draugatrúnni drengur vægir drepst hún út sem Grímur Ægir. Vér ef rekum óvin guðs úr andans virkjum, degi á björtum drottinn styrkjum draugatrúna heimsku kyrkjum. Djöflatrúin deyja má hjá drengjum fróðum, allir trúi guði góðum, gaf hann sannleik öllum þjóðum. Einar Kvaran og Haraldur illu neiti drottinn manna vit þeim veiti, vonda ei þeir heimsku skreyti. Prentsmiðja Acta — 1923,

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.