Ljósið - 01.07.1923, Side 1

Ljósið - 01.07.1923, Side 1
LJOSIÐ RITSTJÓRI: EINAR JOCHUMSSON 11. ár. ReykjaviK, júli 1923. 8. blað Jeaús Kristur er Guð kristinna manna. Krístindómur. Þú kæri vinur minn, Þorsteinn Gíslason, gefur út það stærsta dagblað sem til er hér á landi, þó vilt þú ekki leyfa mér rúm í málgagni þínu, stingur flestu und- ir stól, er eg legg til trúmála. Er það af því að þú viljir heldur ala sundrung og flokkaríg í landi voru en að þú viljir sameina drottins hjörð undir vorn andlega góða hirðir er blessar öll sín börn? Finnur þú ekki að fjandinn gamli sem er óvinur guðs og góðra manna, er friðarspillir í kirkju drottins? Mennirnir verða aldrei rétt kristnir meðan morð- engillinn er kendur. • Trú á dverga er búa í steinum og álfa í hólum, drauga og djöfla, er heimskuleg hjátrú frá viltum þjóðum. Heiðingjar og Gyðingar þektu ekki náðugan góð- an drottinn, því hötuðu þeir Jesú Krist að hann kendi frið og blessun, vildi útrýma ljótri trú. Og þeir sögðu Krist djöfulóðan. Heiðinginn Þorgeir Ljósvetningagoði vildi að allir menn yrðu kristnir, en samt er sannur ktistindómur fót- troðinn og höfundur lýginnar dýrkaður. Einar skáldið Kvaran vekur upp dauða, álfa og dverga og ætlar sér að græða á sögum sínum. — Landssjóður veitir honum og fleirum laun fyrir lygaþvætting sinn svo að landið er að verða andlega og líkamlega gjaldþrota.

x

Ljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.