Ljósið - 15.07.1923, Qupperneq 2

Ljósið - 15.07.1923, Qupperneq 2
2 LJÓSIÐ Vor Guð hefir aldrei dáið. Lýgin fer í saltan sjó, svíkur gamalt fóður, í heiminum ekki dó, okkar hirðir góður. Svertuna ég ber á blað, bróðir mín orðin sjáið, klerkar hættið kenna það, að Kristur hafi dáið. Það minn andi sannur sér, sannleik á að bjóða, heilagur vor herra er, hirðir allra þjóða. Ljót í burtu Lýgin víki, Lýgin óþörf villir menn, ei þið komist í Guðsríki, ef ei þekkið Drottinn enn. Faðir lífsins frelsið laugar, friðar Drottinn heim allan, í Veröldinni deya draugar, og djöflar sem að hræða mann. Guðssynir það góðir sjá, guðs af anda merkum, enn guð gerir enda á, öllum myrkra verkum. Ranglætið er þjóð að þjá, það sér margur fróður, hirðir lífsins himnum á, hann er öllum góður. I herrans kirkju er heiðinn þræll, hneikslið villir sér- hvern mann, maður enginn mun því sæll, er mokar hatri í náungann. Af breiðum vegi burt víki, bið ég orðin hörðu, svo að geti guðsríki, gott verið á jörðu. ■Það má vita þjóðin svinn, þó um flest hún suði, aldrei gamli andskotinn, engill var hjá guði. Guðsson frelsið gæðum jók, gagnar það lítt álfum, trúi ég ekki blindri bók, betur Drotni sjálfum.

x

Ljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.