Ljósið - 15.07.1923, Blaðsíða 4

Ljósið - 15.07.1923, Blaðsíða 4
4 LJÓSIÐ Stökur. Drottinn hefir dýrð af því, að draga fjanda úr spili, hann er vondur heimi í, hræfugl Trölla í gili. Sannleikann æ segja þarf, sé hann aldrei falinn, eilífan vér elskum arf, einn er hann út valinn. Gyðingarnir Guð ei þektu, góðum herra hryntu því, ungu smáu börnin blektu, breytni þarf að koma ný. Drottins rétt lög biskup brýtur, börnum hrynda vill í gröf, hann að svona litlu lýtur, lýgin vond er hefndargjöf. Eg elska manninn, en ei þrælinn, er ógna gerir hverri sál, biskupinn hann beit í hælinn, brautin hans varð æði hál. Menn ei deyða minn fögnuð, mín : jstrú út bréiðist, eg trúi á einn þann guð, sem aldrei heimi reiðist. Hneikslum gef ég háð og spott, hjálp guðs allir fagni, eg trúi á alt það gott, sem oss kemur að gagni. Sjatna hlýtur syndaflóð, sannleikur menn fræði, vor guð einn er vera góð, veitir öll heims gæði. Mér var send skammarvísa af kunningja mínum, og átti að botna í sama tón: Andans snauða ómennið, engum sönsum tekur — en ég hvað heldur svo: Kristi einum þjónið þið, því hann alla vekur. Einar Joehumsson. Prentsmiðja Acta — 1923.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.