Ljósið - 01.08.1923, Blaðsíða 3

Ljósið - 01.08.1923, Blaðsíða 3
LJÓSIÐ Ei Kristur starfar öllu í, ekki guð vor býr í.stemum, einum drotni þjónum því, þörfum, trúum anda hreinum. Vetur, sumar, vor og haust, vor guð sannleik metur. Alt á Kristi er mitt traust, oss hann varðveitt getun. Virtu sannleik vinur kær, varast heiðna tálið, ei vér þurfum tungur tvær, til að skýra málið. Guðssonur ei dæmdur dp, dauðlegur ei var ’ann, lýgi bjóða lærðir þó, lýgur Einar Kvaran.!!!! Kristur ei á krossi dó. Klerka blindar lýgin. Herrann bærðu’ í holdi bjó, hann flaug gegnum skýin. Hirðir vor í himininn, heim fór góður aftur. Þrá er gamla þjóðtrúin, þverrar lyga-kraftur. Biblían er saga sú, sem eg ekki vægi, menn ei hafa trúa trú, ef trúa guð að dæi. Mikla sanna meistarann, menn ei deyddu forðum. Eg segi bræðrum sannleikann, sönnum meður orðum. Biblían hún blindar víst, biskup Jón og presta, þó eg hafi lýðum lýst, Ljós mitt er hið besta. Skírt mál talar munnur minn, máli heiðnu vörnum. Oþarfi á andskotinn, ei að kennast börnum. Eg hef ekki málið mist. Meistarann eg þekki. öllum á að kenna Ivrist. Karl óþarfann ekki. Segja á fólki sannleikann, svarta lýgi banna, enginn kenni andskotann, óvin guðs og manna. Andleg vera guð er góð, guðs anda á trúa. Engin frjáls á upplýst þjóð: okra, svíkja, Ijúga.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.