Ljósið - 01.08.1923, Blaðsíða 4

Ljósið - 01.08.1923, Blaðsíða 4
4 LJÓSIÐ Bræður meiga sjálflr sjá, sannleiknum má trúa. Menn geta lifað öðru á, en þeirri synd að ljúga. Þó menn vilji græða gull, gulli má ei ræna. Þeir hér meta sögusull, síst má telja væna. Tala þarf um trúarbót. Trúnni við hér bjargið. Allir stríði illu mót, illum djöfli fargið. Ritningin er rúnaskrá, rituð af dánum mönnum, hún kom ekki himnum frá, henni trúa bönnum. Þrætuepli er þjóðkerið, það er hægt að sanna, úr efni bókar graut gerið, gömlu á landi fanna. Fróðum þykir lygin list, leggjast því á náinn; Bók dauða þeir kalla Krist. Krist þeir skamta dáinn. Sjatna ldítur syndaflóð, sannleik þjóð ef metur, herrans Jesú hold og blóð, heim ei kristnað getur. Blessaðu drottinn braginn minn, bundinn hér í rími, ekki er gamli andskotinn, eins guðs náðar tími. Staka. Dýrka skal eg drottinn mínn, dó eí lífsins meistarinn, rotna lilýtur ritningin, röng er hún sem veröldín. Einar Jochmnsson. Prentsmiðja Acta — 1923.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.