Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.02.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 27.02.2014, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 27. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 Fjölskylduvænustu fyrirtækin í Reyjanesbæ uMyllubakkaskóli, Garðasel og lögreglan eru fjölskylduvænustu fyrirtækin í Reykjanesbæ árið 2014. Þetta var tilkynnt á degi fjölskyldunnar haldinn var á Nes- völlum um nýliðna helgi. Óskað var eftir tilnefningum frá bæjarbúum og urðu þessu þrjú fyrirtæki hlutskörpust. Vilja tilraunaverkefni um rafræna íbúakosningu uN-listinn í Garði lagði á dög- unum fram tillögu í bæjarráði Garðs um að Sveitarfélagið Garður verði tilraunasveitarfélag þegar kemur að rafrænum íbú- akosningum. Eftirfarandi tillaga frá N-lista var lögð fram: Umsókn til Þjóðskrár að Sveitar- félagið Garður verði tilrauna- sveitarfélag að rafrænum íbú- akosningum. N-listinn leggur til að Sveitar- félagið Garður sæki um til Þjóð- skrár að verða tilraunasveitarfélag vegna rafrænna íbúakosninga og er umsóknarfrestur til 25. febrúar 2014. N-listinn leggur jafnframt til að íbúar sveitarfélagsins fái þar með að kjósa um hvort vilji sé fyrir per- sónukjöri í næstu sveitarstjórnar- kosningum sem verða árið 2018. Tillaga N-listans var felld með at- kvæðum D- og L-lista í bæjarráði. Þrír teknir úr umferð uLögreglan á Suðurnesjum tók þrjá ökumenn úr umferð um helgina. Einn þeirra var grun- aður um ölvun við akstur. Annar var staðinn að akstri sviptur ökuréttindum og þá er hann grun- aður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þriðji ökumaðurinn var einn- ig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. -fréttir pósturu vf@vf.is BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR Í móðurmálsviku 21. - 28. febrúar vekjum við athygli á safnkosti á erlendum tungumálum og bókum sem eru skrifaðar á tveimur eða fleiri tungumálum. BARNAHÁTÍÐ Í REYKJANESBÆ 10. OG 11. MAÍ Vertu með! Við leitum að atriðum, viðburðum, hugmyndum? Barnahátíð í Reykjanesbæ verður haldin í 9. sinn helgina 10. og 11. maí. Um er að ræða hátíð þar sem börn og fullorðnir geta saman tekið þᇠí ýmsum dagskrárviðburðum þeim að kostnaðarlausu. Ef þú lumar á góðri hugmynd, vilt standa fyrir viðburði eða bjóða upp á atriði, hafðu þá endilega samband og við skoðum málið. Vel verður tekið á móti öllum hugmyndum. Hér er einnig einstakt tilefni fyrir alls kyns hópa og einstaklinga til að koma þjónustu eða tilboðum sem snúa að börnum á framfæri. Þeir eru hva‡ir til að nýta tækifærið og kynna sig á Barnahátíð. Veitingahúsa- og verslunareigendur, félagasamtök, íþró‡a-, tómstunda- og menningarhópar, grípið gæsina og sendið inn upplýsingar um sérstakar uppákomur eða dagskrá í tilefni hátíðarinnar. Sendið okkur línu á barnahatid@reykjanesbaer.is með hugmyndir eða spurningar varðandi Barnahátíð 2014. BANN VIÐ BIFREIÐASTÖÐUM Bannað verður að leggja bílum við Sunnubraut á milli Þjóðbrautar og Vallarbrautar. Breytingin tekur gildi föstudaginn 28. mars 2014. Framkvæmdarstjóri umhverfis- og skipulagssviðs 80% barna í skólahóp á leik- skólanum Heiðarseli geta lesið Á leikskólanum Heiðarseli í Reykjanesbæ hefur verið lögð sérstök áhersla á læsi og lestur. Það hefur skilað eftir- tektarverðum árangri, þar sem almenna reglan er að við útskrift úr leikskólanum geti meirihluti nemenda í skólahóp lesið ein- faldan texta. Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar þakkar þennan árangur markvissri vinnu kenn- ara sem unnin er í góðri samvinnu við fjölskyldur barnanna. Gylfi Jón segir að leikskólar í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði starfi eftir sam- eiginlegri framtíðarsýn þar sem lögð sé sérstök áhersla á læsi og stærðfræði frá fyrsta degi skóla- göngu. Það skili sér í því að nem- endur komi nú betur undirbúnir undir grunnskólagöngu en áður, og árangur nemenda á Heiðarseli sé gott dæmi um það. Bæjarráð Grindavíkurbæjar hefur skipað fimm manna nefnd til að fara yfir búsetumál eldri borgara í Grindavík. Skal nefndin afla gagna til að meta þörf fyrir íbúðir og þjónustu fyrir eldri borgara í bænum til næstu 10 ára, með hliðsjón af íbúaþróun. Nefndin skal framkvæma könnun meðal eldri borgara um búsetu- óskir þeirra. Nefndin skal skila bæjarstjórn þarfagreiningu og tillögum eigi síðar en 15. apríl 2014. Starfsmaður nefndarinnar er sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs. Nefndina skipa: f.h. félagsmálanefndar: Anna Sigríður Jónsdóttir f.h. félags eldri borgara í Grindavík: Sverrir Vilbergsson f.h. Miðgarðs: Stefanía Sigríður Jónsdóttir f.h. minnihluta bæjarstjórnar: Hjálmar Hallgrímsson f.h. meirihluta bæjarstjórnar: Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm Nefnd skipuð um búsetumál eldri borgara 390 nemendur og 60 starfs-menn Akurskóla gengu fylktu liði frá skólanum að Narfakots- seylu í blíðskaparveðri þegar Grænfáninn var afhentur í morgun. Þetta er í annað sinn sem Akurskóli fær Grænfánann. Nem- endur efri deilda leiddu yngri nem- endur; 10. bekkur leiddi 1. bekk, 9. bekkur leiddi 2. bekk o.s.frv. Þegar hópurinn kom á áfangastað hrósaði Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri, nemendum fyrir hversu vel þeir stóðu sig í að halda hópinn á leiðinni og hversu góður hópur þau væru. Einn kennari hafði það á orði við blaðamann að árgangur 10. bekkjar þetta árið væri einstak- lega góður. Kennarinn hafði kennt mörgum nemendum í þeim ár- gangi og héldi hvert ár að hún væri búin að ná toppnum hvað varðar góða nemendur. Við afhendinguna fengu svo allir hressingu, sungu saman lagið Enga fordóma og gengu að því loknu saman til baka að Akurskóla þar sem fáninn var dreginn að húni. n Akurskóli hlýtur alþjóðlega viðurkenningu í annað sinn: 450 tóku á móti Grænfánanum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.