Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.02.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 27.02.2014, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 27. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 Herþotugnýr sem íbúar í Reykjanesbæ og ná- grenni fundu fyrir í þessum febrúarmánuði minnti okkur á gamla tíma, þegar Varnarliðið var og hét. Þá var svona herþotuhljóð algengt og hvernig svo sem það hljómar við lestur, þá voru fáir sem tuðuðu yfir óhljóðunum og sama virtist uppi á teningnum nú. Óhljóðin voru sjaldan og ekki mikil en skildu eftir, nú sem fyrr, veruleg viðskipti í ýmsu formi og meiri atvinnu fyrir Suðurnesjamenn. Nú í febrúar gistu hér í Reykjanesbæ nokkur hundruð útlendingar sem sinntu störfum Norðurlandaþjóðanna Svíð- þjóðar, Finnlands og Noregs í loftrýmisgæslu NATO sem og samnorræna þjálfunarverkefninu Iceland Air Meet 2014. Samtals voru þessir þrír herir með á fjórða hundrað manns í Reykjanesbæ í febrúar en auk þeirra starfaði fjöldi heimamanna við loftrýmisverkefnið en það hefur verið hér reglulega frá því Varnarliðið fór frá Keflavík 2006, með manni og mús. Svona verkefni skilur eftir sig viðskipti við aðila á Suðurnesjum upp á hundruð milljóna króna. Verkefninu er nú lokið en á meðan það stóð yfir var öll hótelgisting nýtt en um helmingur hópsins gisti á hótelum en hinn hlutinn á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þá voru tugir bílaleigubíla leigðir, þúsundir lítra af eldsneyti keyptir og marg- vísleg önnur þjónusta keypt á svæðinu. Samtals fyrir mikla peninga. Víkurfréttir tóku hús á Menu Veitingum sem er með eldhús og að- stöðu í húsnæði gamla Yfirmannaklúbbsins á Ásbrú og munum sýna innslag í Sjónvarpi Víkurfrétta frá þeirri heimsókn. Ás- björn Pálsson og hans fólk í Menu afgreiddi um 1200 máltíðir á dag og hann segir þessar reglulegu loftrýmisæfingar á Kefla- víkurflugvelli skipta orðið verulega í rekstri Menu en á meðan á heimsókninni stendur þarf Menu að fjölga starfsfólki. Sama má segja um aðra aðila sem njóta þessarar heimsóknar í rekstri. Í grein Böðvars Jónssonar á vf.is í vikunni bendir hann á mikla fjölgun starfa sem hafa orðið á undanförnum árum og fleira er í pípunum og er þá ekki verið að ræða um álver í Helguvík. Þessar staðreyndir blasa við í tölum um fjölda atvinnulausra sem hefur ekki verið lægri frá hruni. Við erum á uppleið, hægt og bítandi. Ein ný ráðning var í vikunni sem vakti athygli og var ánægjuleg fyrir Suðurnesjamenn þegar heimamaður var ráðinn framkvæmdastjóri Keflavíkurflug- vallar hjá Isavia. Það hefur oft verið talað um að heimamenn fengju ekki feitu bitana í stóru störfunum. Hér kom einn stórlax á krókinn. Hvað skilur herþotugnýr eftir sig á Suðurnesjum? -ritstjórnarbréf vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Páll Ketilsson skrifar SÍMI 421 0000 Mynd/Texti: Olga Björt Þórðardóttir // eythor@vf.is n Nýr framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar: ÞEKKIR ALLA FLUG- VELLI Á LANDINU „Ég var með afbragðsgóðan yfirmann, Ómar Sveinsson, sem ég lærði vel af. Hann hélt í höndina á mér á meðan ég steig mín fyrstu skref, frá maí og þar til hann lést í desember. Ég er því með gott veganesti, segir Þröstur Valmundsson Söring, nýráðinn framkvæmdastjóri Kef lavíkurf lug val lar. Hann hefur starfað sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri sviðsins síðan í maí í fyrra. Fram að því starfaði Þröstur hjá Flugmálastjórn Ís- lands. Traust og gott samstarfsfólk Starf Þrastar felst í að reka flugvalla- þjónustu, slökkvi- lið, snjóruðning og allt viðhald, fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Tæp- l e g a 8 0 m a n n s starfa undir hans stjórn, fyrir utan verktaka. Skrifstofa Þrastar er í hús- næði slökkviliðsins á Keflavíkur- flugvelli. „Sem drengur ætlaði ég fyrst að verða slökkviliðsmaður, síðan smiður og er núna lærður smiður og tæknifræðingur,“ segir Þröstur og bætir við að öll svona grunnþekking nýtist mjög vel, sérstaklega iðnmenntun. „Margir iðnaðarmenn starfa hérna og það er gott að hafa smá innsýn inn í þeirra störf. Tala sama mál og þeir.“ Hann segir einnig margt gott fólk vinna með sér í flugstöðinni, bæði fólkið í yfirstjórninni og á gólfinu. „Það gerir manni lífið miklu auð- veldara og það munar öllu þegar maður er í stjórnandastöðu að hafa fólk í vinnu sem maður treystir. Maður drepur niður allan starfs- anda og sköpunargleði ef maður er horfandi yfir öxlina á fólki,“ segir Þröstur með áherslu. Allir flugvellir hafi sín sérkenni Þröstur hefur heimsótt alla flug- velli á landinu mörgum sinnum og þekkir þá mjög vel, sem og fólkið sem vinnur þar líka. Uppá- haldsflugvöllur er Keflavíkurflug- völlur, enda sá langstærsti á Íslandi og saga hans er löng og merk. „Ef maður hefur löngun til að vinna á flugvelli þá er þetta aðalvöllur- inn. Langmest samskipti við er- lenda aðila sem gera miklar kröfur. Stundum er sagt á meðal þeirra sem eru í þessum flugvallabransa að ef þú þekkir einn flugvöll, þá þekkirðu einn flug- völl.“ Allir flugvellir hafi sín sérkenni. Flugvöllurinn á Gjögri þjóni t.d. 50 manna byggð en hafi ákveðinn sjarma og hlut- ve r k . „ Þ ar e r áætlunarflug og í augum íbúanna er flugvöllurinn gríðarlega stór og mikilvægur af því hann er þeirra líflína vegna slæmra samgangna á veturna,“ segir Þröstur. Kominn aftur heim Þröstur flutti með fjölskyldu sinni til Reykjanesbæjar í september og er Keflvíkingur sjálfur. Hann segir tímasetninguna hafa hentað mjög vel. „Yngsti sonurinn var akkurat að hefja grunnskólanám og næst- yngsti að hefja nám í framhalds- skóla svo að það hitti vel á. Ég sagði bara við konuna mína: Annað hvort flytjum við núna eða bara ekki. Og við sjáum ekki eftir því.“ Sjálfur futti Þröstur til Reykjavíkur fyrir 25 árum og er því kominn aftur heim. „Bærinn er allur miklu skemmti- legri og áferðarbetri en hann var á sínum tíma,“ segir Þröstur, sem hlakkar til að takast á við nýtt starf. Bærinn er allur miklu skemmtilegri og áferðarbetri Bannað að leggja vegna ófremdar- ástands u Lögreglan á Suðurnesjum hefur lagt til við umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar að bannað verði að leggja á Sunnu- braut milli Þjóðbrautar og Vallarbrautar, sem er vegur sem liggur á milli Reykjaneshallar og Íþróttaakademíunnar. Lögreglan leggur eindregið til að bannað verði að leggja bifreiðum á þessum götukafla vegna ófremdar- ástands sem skapast þegar haldin eru mót í íþróttahúsum við þessa götu. Ráðið samþykkir tillögu lögreglu að bannað verði að leggja við Sunnubraut á milli Þjóðbrautar og Vallarbrautar. Bannað að leggja vegna ófremdar- ástands u Lögreglan á Suðurnesjum hefur lagt til við umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar að bannað verði að leggja á Sunnu- braut milli Þjóðbrautar og Vallarbrautar, sem er vegur sem liggur á milli Reykjaneshallar og Íþróttaakademíunnar. Lögreglan leggur eindregið til að bannað verði að leggja bifreiðum á þessum götukafla vegna ófremdar- ástands sem skapast þegar haldin eru mót í íþróttahúsum við þessa götu. Ráðið samþykkir tillögu lögreglu að bannað verði að leggja við Sunnubraut á milli Þjóðbrautar og Vallarbrautar. Framlengja samningi við Hollvini Unu uHollvinir Unu í Sjólyst í Garði hafa óskað eftir að samningur við Sveitarfélagið Garð um að Holl- vinir hafi Sjólyst til umráða verði framlengdur til ársins 2017, en gildandi samningur rennur út í júní 2014. Samþykkt var samhljóða í bæjar- ráði Garðs að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Hollvini Unu í Sjólyst til ársins 2017. Samningurinn verði lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar Vilja lögheimili í Hvassahrauni uBréf Hannesar Eðvarðs Ívars- sonar o.fl., dags. 26.11.2013 var lagt fyrir bæjarráð Voga á dög- unum. Í bréfinu er þess farið á leit við sveitarfélagið að það heimili skráningu lögheimils í frístunda- byggðinni við Hvassahraun. Samkvæmt lögum um lögheimili nr. 21/1990 er óheimilt að skrá lög- heimili í frístundabyggð. Ekki eru uppi áform um að breyta gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins hvað Hvassahraun varðar. Bæjarráð getur því ekki orðið við erindinu, segir í fundargerð bæjarráðs Voga. Lúðrasveit Þorlákshafnar Vestmannaeyja& kynna & FjallabræðurJónasSig í Grindavík22. mars DúnDurtónleikar í íþróttahúsinu í GrinDavík lauGarDaGinn 22. mars kl. 20:30 í tilefni 40 ára kaupstaðarafmælis GrinDavíkur. fjallabræður oG jónas siG flytja sín helstu löG ásamt hljómsveit oG sameinuðum 80 manna lúðrasveitum vestmannaeyja oG þorlákshafnar. húsið opnar kl. 19:30. aðGanGseyrir 3.900 kr. miðasala í sj0ppunni aðal-braut, víkurbraut 31, GrinDavík. Innri-Njarðvíkurkirkja alfa námskeið Mánudaginn 3. mars kl. 19:00 verður kynningafundur vegna alfa námskeiðs sem verður haldið í safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju. Það eru allir velkomnir. Hvað eru Alfa námskeið? Alfa er lifandi og skemmtilegt 10 vikna námskeið um kristna trú. Námskeiðið hefur notið gríðarlegra vinsælda og náð útbreiðslu um heim allan. Alfa er haldið í flestum kristnum kirkjudeildum í yfir 130 þjóðlöndum. Hægt er að fara inn á heimasíðu www.alfa.is og finna þar ýmsan fróðleik um þessi skemmtilegu og fræðandi námskeið. Einnig er hægt að senda tölvupóst á petur@solmani.is eða hringja í síma 823-7772 (Pétur) til að fá meiri upplýsingar um námskeiðið.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.