Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.02.2014, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 27.02.2014, Blaðsíða 10
fimmtudagurinn 27. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR10 Í ár fagnar Grindavík 40 ára kaupstaðarafmæli og verður haldið upp á það með ýmsum hætti allt árið. Liður í hátíðar- höldunum er Menningarvika Grindavíkur sem haldin verður í sjötta sinn dagana 15. - 22. mars nk. en hún verður einstaklega viðamikil að þessu sinni í til- efni stórafmælisins. Hápunktur Menningarvikunnar verða stór- tónleikar í Íþróttahúsinu laugar- daginn 22. mars kl. 20:30 þar sem hinir alkunnu Fjallabræður og hinn geðþekki Jónas Sig munu flytja verk sín ásamt 80 manna Lúðrasveit Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Þessir aðilar eru ekki með öllu ókunnugir hver öðrum, enda hefur samstarf þess- ara tónlistarhópa að undanförnu skilað mikilli gleði og ánægju jafnt til flytjenda sem og áhorf- enda. Lúðrasveit Vestmannaeyja og Fjallabræður eiga sameiginlega sögu frá því þeir hittust fyrst 2010 á Þjóðhátið. Þjóðhátíðarlagið 2012 „Þar sem hjartað slær“ þekkja flestir, en það er samið af Hall- dóri Gunnari Pálssyni stjórnanda Fjallabræðra og flutt af Kórnum og Lúðrasveitinni. Þá hafa þessir aðilar haldið sameiginlega tónleika í Reykjavík, Ísafirði og nú síðast á goslokahátíð í Vesmannaeyjum þar sem um 1700 manns skemmtu sér hið besta. Lúðrasveit Þorlákshafnar og Jónas Sig hafa átt í afar farsælu sambandi enda Jónas sjálfur frá Þorlákshöfn og hóf þar sinn tónlistarferil sem bassatrommuleikari hjá Róberti Darling stjórnanda Lúðrasveitar Þorlákshafnar. Saman gáfu Jónas Sig og Lúðrasveit Þorlákshafnar út diskinn „Þar sem himinn ber við haf “ og voru í framhaldi af því með tónleikaröð í Þorlákshöfn og á Borgarfirði Eystri. Skemmst er frá því að segja að upp- selt hefur verið á alla viðburði sem þessir hópar hafa haldið saman og lætur nærri að um 10.000 manns hafi sótt viðburði þessa. Auk þess hafa afurðir hópanna vermt efstu sæti vinældarlista útvarpsstöðva. Þessi viðburður er sérstaklega settur saman fyrir afmæli Grinda- víkurkaupstaðar. Þessir aðilar hafa ekki komið saman á þennan hátt áður og verður hér um einstakan viðburð að ræða þar sem blandað verður saman því besta sem þeir hafa fram að færa. Þarna munu saman koma hópar frá sjávar- plássunum Flateyri, Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum í sjávarpláss- inu Grindavík. Eins og öllum er kunnugt sem á annað borð þekkja til þessara sjávarplássa, þá eru nátt- úruöflin kröftug og það sama má segja um fólkið sem þar býr og því er óhætt að lofa kraftmiklum og stórskemmtilegum tónleikum sem enginn má láta framhjá sér fara! Miðasala er hafin í sjoppunni Aðal- braut, Víkurbraut 31, Grindavík. Miðaverð á tónleikana er 3.900 kr. Stefnan er að fylla íþróttahúsið í Grindavík. Stórtónleikar í íþrótta- húsinu í Grindavík - með Jónasi Sig, Fjallabræðrum og Lúðrasveitum Vestmannaeyja og Þorlákshafnar 4. MARS KL. 12:00 – 12:45 AÐ BYGGJA Á STYRKLEIKUM SVÆÐA – STEINGERÐUR HREINSDÓTTIR Rekstrarstjóri Kötlu jarðvangs fer yfir áhrif jarðvangsins á samfélag og atvinnulíf á starfssvæði hans, helstu verkefni og tækifæri til framtíðar. Staðsetning: Kaffi Duus í Reykjanesbæ. 5. MARS KL. 9:00-10:00 SAMSTARF Í HAFTENGDRI STARFSEMI - MENNTATEYMI SJÁVARKLASANS Á SUÐURNESJUM Íslenski sjávarklasinn, og mennta- og rannsóknarstofnanir á Suðurnesjum:  Kynna fyrir fyrirtækjum í haftengdri starfsemi og tengdum greinum í Reykjanesbæ þá aðstöðu og þekkingu sem þær búa yfir. Farið verður yfir þá möguleika sem eru fyrir hendi varðandi samstarf við kennara, nemendur og/eða önnur fyrirtæki. Léttar veitingar verða í boði Reykjanesbæjar. Staðsetning: Kaffi Duus í Reykjanesbæ. Skráning og nánari upplýsingar: Hafið samband við Kristinn Jón Ólafsson, verkefnastjóra Sjávarklasans, í síma 611 2301 eða netfangið  kristinn@sjavarklasinn.is, fyrir hádegi þann 4. mars. 11. MARS KL. 12:00 – 12:45 MÓTTAKA BLAÐAMANNA OG FERÐASKRIFSTOFUAÐILA – MAGNEA GUÐMUNDSDÓTTIR KYNNINGARSTJÓRI BLÁA LÓNSINS Árlega berst fjöldi fyrirspurna frá ferðasöluaðilum, blaðamönnum, ljósmyndurum og bloggurum sem ákafir vilja nýta þjónustu fyrirtækja í ferðaþjónustu endurgjaldslaust. Í staðinn bjóða þau þjónustu sína. Veljum við úr hópnum? Tökum við á móti öllum? Hvernig tökum við á móti þessum aðilum og tölum við þá til að nýta þennan þátt í markaðssetningu fyrirtækisins? Magnea Guðmunds- dóttir kynningarstjóri hjá Bláa lóninu fer yfir þessi mál en fyrirtækið hefur mikla reynslu af móttöku slíkra hópa. Staðsetning: Bláa lónið. 18. MARS KL. 12:00 – 12:45 FACEBOOK FYRIR BYRJENDUR – ÞÓRANNA JÓNSDÓTTIR Markaðssérfræðingur frá Markaðsmál á mannamáli segir frá því hvernig Facebook getur nýst fyrirtækjum í markaðsstarfi. Staðsetning: Eldey, frumkvöðlasetur Grænásbraut 506, 235 Ásbrú. 5. – 15. MARS HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ REYKJANESSKAGANN? Reykjanes jarðvangur og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum standa fyrir nám- skeiði í staðarleiðsögn á Reykjanesi 5. - 15. mars 2014 sem unnið er að erlendri fyrirmynd. Skráning fer fram á mss.is en verð er kr. 10.000. Nánari upplýsingar á jenny@mss.is. 25. MARS KL. 12:00 – 12:45 AF STAÐ – MATTI ÓSVALD STEFÁNSSON Farið verður í þau lykilskref sem gott er að hafa í huga áður en þú leggur af stað í átt að draumalífinu. Matti Ósvald er heildrænn heilsufræðingur og vottaður markþjálfi frá ICF. Staðsetning: Eldey frumkvöðlasetur, Grænásbraut 506, 235 Ásbrú. 21. MARS KL. 8:30 – 10:00 UPPBYGGING Á REYKJANESI Reykjanes jarðvangur boðar til málþings um uppbyggingu á Reykjanesi en á svæðinu eru fjölsóttir ferðamannastaðir s.s. Valahnúkur, Reykjanesviti og Gunnuhver. Á fundinum verða skoðaðir möguleikar og tækifæri sem felast í uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Staðsetning: Eldey frumkvöðlasetur, Grænásbraut 506, 235 Ásbrú. Heklan býður upp á námskeið, fyrirlestra og kynningarfundi í samstarfi við Eldey frumkvöðlasetur, Reykjanes jarðvang, íslenska sjávarklasann og Markaðsstofu Reykjaness. HVAÐ VILTU VITA? SUÐURNES GARÐUR GRINDAVÍK REYKJANESBÆR SANDGERÐI VOGAR Orlofshús VSFK Páskar 2014 Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út um páskana: 2 hús í Svignaskarði 3 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 2 hús í Hraunborgum 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h á Akureyri Útleigutímabil er frá miðvikudeginum 16. apríl til og með miðvikudeginum 23. apríl 2014. Umsóknir liggja frammi á skrifstofu félagsins og er umsóknarfrestur til kl. 15:00 föstudaginn 7. mars 2014. Úthlutað verður samkvæmt punktaker. Orlofsstjórn VSFK

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.