Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.02.2014, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 27.02.2014, Blaðsíða 16
fimmtudagurinn 27. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR16 Heiðar Jónsson Förðunarfræðingur og Image designer kennari frá First Impressions í Bretlandi. Diplómagráða í litafræðum frá L’Oréal Paris. föstudaginn 28. febrúar kl. 13-18 HeIðar JónssOn verður á svæðInu Og veItIr góð ráð FyrIr OrOBLu sOkkaBuxur. 25% afsláttur aF OrOBLu, L’OréaL Og MayBeLLIne Meðan á kynnIngu stenDur. oroblu stemning LyFJu reykJanesBæ Menningarráð Suðurnesja auglýsir eftir styrkumsóknum vegna menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu með fyrirvara um staðfestingu mennta- og menningarmálaráðuneytis um nýjan samning. VERKEFNASTYRKIR Þeir aðilar hafa forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: · Verkefni milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað á Suðurnesjum · Verkefni sem efla nýsköpun á sviði lista- og menningarstarfs ·  Verkefni sem miða að fjölgun starfa ·  Verkefni sem styðja við samstarf í ferðaþjónustu og menningu STOFN OG REKSTRARSTYRKIR Umsækjendur geta verið félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurnesjum. Umsækjendur þurfa að skila ítarlegum upplýsingum um starfse- mina ásamt síðasta ársreikningi. Þeir hafa forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: · Stuðla að því að efla menningarstarfsemi á sviði lista, safna- og menningararfs · Stuðla að nýsköpun í menningarstarfsemi · Stuðla að og styðja við starfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á svæðinu Úthlutunarreglur, umsóknareyðublöð og aðrar upplýsingar er að finna á menning.sss.is. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 27. mars 2014. Frekari upplýsingar veitir Björk Guðjónsdóttir verkefnastjóri í síma 420 3288. Umsóknum skal skilað í 6 eintökum á skrifstofu Heklunnar Grænásbraut 506, 235 Reykjanesbæ eða á netfangið menning@heklan.is. MENNINGARSJÓÐUR SUÐURNESJA STYRKIR SUÐURNES GARÐUR GRINDAVÍK REYKJANESBÆR SANDGERÐI VOGAR Heimskonur/The Women of the World er hópur sem stofnaður var fyrir rúmu ári síðan á Bókasafni Reykjanes- bæjar. Í hópnum hittast konur af erlendum sem og íslenskum uppruna, skiptast á sögum og reynslu og njóta samveru saman. Allar fá færi á því að tjá sig og markmið okkar er að hópurinn sé stuðningsnet fyrir konur í Reykjanesbæ í vinalegu andrúms- lofti og umhverfi. Allar konur eru velkomnar. Tími og staður: Bóksafn Reykjanesbæjar (kaffihús) á Tjarnargötu 12, fyrsta laugardag í mánuði kl. 13. Næsti fundur er laugardaginn 1. mars 2014. Time and place: The Reykjanes Public Library (Coffee-shop) at Tjarnargata 12, first Saturday of the month at 1pm. Our next meeting is on March 1st 2014. Heimskonur/The Women of the World group began a little over a year ago at the Reykjanes Public Library. The group is intended for women who are interested in enjoying good company and exc- hanging stories and experience. Our aim is to include all women in Reykjanesbær, both immigrant and Icelandic, in a supportive group and friendly environ- ment. All women are welcome. We‘re on Facebook: Heims- konur/Women of the World Heimskonur/Women of the World á Bókasafni Reykjanesbæjar Sótt um Bláfána fyrir smábátahöfnina í Gróf Stofna félag um veitingarekstur í Hljómahöll Kveikti varðeld sem barst í sinu Framkvæmdastjóri Reykja-neshafnar hefur lagt fram umsókn um Bláfána í smábáta- höfnina í Gróf. Umbætur og skiltagerð í tengslum við það að uppfylla skilyrði sem Land- vernd setur til að fá að flagga Bláfánanum eru óverulegar og innan ramma fjárhagsáætlunar Reykjaneshafnar. Atvinnu- og hafnaráð Reykja- nesbæjar væntir þess að um- sóknin verði samþykkt og felur framkvæmdastjóra að fylgja um- sókninni eftir. Bæjarráð Reykjanesbæjar h e f u r s a m þ y k k t m e ð fjórum atkvæðum að stofna einkahlutafélagið Hljómahöll veitingar ehf. Um er að ræða tilraunaverkefni og ákveðið að taka málið upp aftur eftir eitt ár. Kristinn Jakobsson sat hjá við af- greiðslu málsins í bæjarráði. Lögreglunni á Suðurnesjum var t i l ky nnt um mi k- inn sinueld í umdæminu um helgina, í nágrenni við Hafnir. Þar hafði einstaklingur kveikt varðeld án heimildar. Eldur- inn komst í sinu og mátti litlu muna að hann næði að læsa sig í sumarbústað þarna nærri. Allt fór þó vel og tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en hann barst í sumarbústaðinn.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.