Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.02.2014, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 27.02.2014, Blaðsíða 18
fimmtudagurinn 27. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR18 Þjónusta við fatlaða og hreyfihamlaða (PRM) í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, almenn störf 20 ára aldurstakmark 100% störf og hlutastörf Sjá nánar í starfslýsingu STL-RE03-02 á www.securitas.is Vaktstjórar Þjónustu við fatlaða og hreyfihamlaða (PRM) í Flugstöð Leifs Eiríkssonar 25 ára aldurstakmark 100% störf Viðbótar hæfniskröfur: Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi s.s. sjúkraliðamenntun Sjá nánar í starfslýsingu STL-RE03-03 á www.securitas.is Öryggisverðir í farandgæslu og staðbundna gæslu 25 ára aldurstakmark Sumarstörf, áframhaldandi ráðning möguleg Viðbótar hæfniskröfur: Gilt ökuskírteini Tölvukunnátta Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi s.s. iðnmenntun Sjá nánar í starfslýsingu STL-RE03-01 á www.securitas.is Þjónustufulltrúi í afgreiðslu 25 ára aldurstakmark Viðbótar hæfniskröfur: Mjög góð tölvukunnátta Sjá nánar í starfslýsingu STL-RE02-01á www.securitas.is Tæknimaður Viðbótar hæfniskröfur: Gilt ökuskírteini Þekking á tölvu- og netkerfum Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi s.s. rafvirkjun, rafeindavirkjun Sjá nánar í starfslýsingu STL-RE04-02 á www.securitas.is ATVINNA Viltu slást í hópinn? Securitas er stærsta öryggisþjónustufyrirtæki landsins með um 400 starfsmenn. Securitas rekur útibú og starfsstöðvar víða um land, m.a. á Reykjanesi, en höfustöðvar fyrirtækisins eru í Reykjavík. Hjá Securitas starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur áherslu á að veita frábæra þjónustu. Mikil áhersla er lögð á þjálfun og starfsþróun. Störfin henta bæði körlum og konum. OKKAR VAKT LÝKUR ALDREI INNBROTA- VIÐVÖRUN BRUNAVARNIR GASSKYNJARI VATNSKYNJARI AÐGANGS- STYRIKERFI MYNDAEFTIRLIT FARANDGÆSLA Almennar hæfniskröfur fyrir öll störf hjá Securitas: Hreint sakavottorð Mjög góð íslensku og enskukunnátta Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum Sjálfstæð vinnubrögð Vegna aukinna verkefna vill Securitas Reykjanesi ráða í eftirtalin störf: Umsækjendur þurfa að geta framvísað málaskrá lögreglu og sækja undirbúningsnámskeið. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Securitas Reykjanesi, Hafnargötu 60, Reykjanesbæ, sími 5807200, netfang reykjanes@securitas.is. Umsóknir berist fyrir 7. mars í gegnum heimasíðu fyrirtækisins; www.securitas.is Mi k i l s or g o g reiði ríkir hjá íbúum Garðs vegna þeirrar stöðu nú að G a r ð v a n g i v e r ð i lokað um næstu mán- aðamót. Íbúar Garðs sem komnir eru á efri ár, og jafnvel íbúar annarra bæjar- félaga á Suðurnesjum er höfðu hugsað sér að eyða ævikvöldinu á Garðvangi, sjá nú fram á að sú von hefur verið að engu gerð. Ástæðan er yfirgangur og valdníðsla tveggja bæjarfélaga af fjórum í samstarfi um öldrunarmál hér á svæðinu. Ekki er fyrirsjáanlegt að ný hjúkr- unarrými komi til úthlutunar fyrir Suðurnesin næstu árin eins og kom fram á fundi í Velferðarráðuneytinu. Það sama á við um lán úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra þar sem búið er að úthluta fjármunum langt fram í tímann. Aldrei á þessum mánuðum sem breyting þessi hefur staðið yfir hafa bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar óskað eftir fundi með okkur bæjarfull- trúum Garðs. Einn fundur hefur verið haldinn og það var að okkar ósk. Þar kom skýrt fram af okkar hálfu að við óskuðum eftir að halda 15 hjúkrunarrýmum á Garðvangi og myndum síðan sjálf standa að fjár- mögnun endurbóta á Garðvangi þar til fjármagn til þess fengist. Þessi beiðni var ekki virt viðlits eins og ljóst er nú og sýnir okkur að sam- starf eða samvinna er ekki að skila okkur því sem hún ætti að gera. Fyrir bæjarfélagið Garð er það sorg- leg staðreynd að með lokun Garðv- angs munu um 60 heil eða hlutastörf flytjast úr bæjarfélaginu sem er það sama og ef 600 störf væru flutt úr Reykjanesbæ. Er ekki líklegt að þing- menn og ráðherra á Suðurnesjum létu í sér heyra ef svo yrði? Fáir hafa haft samband eða lagt okkur lið, sama í hvaða flokki þeir standa. Sorglegast er það þó með samflokks- ráðherra og þingmenn á Suður- nesjum fyrir utan einn Ásmund Frið- riksson. Starfsfólk Garðvangs hefur verið í erfiðri stöðu í þeirri óvissu sem ríkt hefur undanfarna mánuði vegna þessa og ber að þakka þeim fyrir þann dugnað og þolinmæði sem þau hafa sýnt. Til okkar, íbúa Garðs, vil ég segja að við gefumst ekki upp þótt á móti blási. Framtíð okkar í öldrunar- málum verður skoðuð ítarlega og vonandi tekst að finna ásættanlega leið fyrir okkur öll til framtíðar. Brynja Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi í Garði St j ó r n F e r ð a m á l a s a m t a k a Reykjaness fagnar þeim aukna áhuga sem svæðinu hefur verið sýnt að undanförnu. Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes Jarð- vangur, ásamt ýmsum ferðaþjón- ustufyrirtækjum, hafa verið ötul við að kynna Reykjanesið sem áhuga- verðan áfangastað innlendra og er- lendra ferðamanna. Tækifærin eru ótal mörg enda hefur svæðið mikið upp á að bjóða. Stór- brotna náttúru með sín miklu há- hitasvæði með tilheyrandi hverum, gufustrókum, hraunbreiðum og heimsþekktum fuglabjörgum. Hér er einnig að finna miklar og fagrar strendur með ólgandi brimi, kirkjur hver með sína sögu og sinn sjarma að ógleymdum söfnum sem finna má víða á Reykjanesinu sem gegna veiga- miklu hlutverki í menningu íbúa á svæðinu. Brúin á milli heimsálfa er einstök, Gunnuhver og Reykjanes- viti hafa mikið aðdráttarafl, vitarnir, Bláa lónið og svona mætti lengi áfram telja. Reykjanesið er á margan hátt van- nýtt náttúruperla sem býður upp á mikla möguleika. Því ætti Reykja- neshringurinn ekki að geta orðið eins vinsæll og Gullni hringurinn? Hér liggja ýmis tækifæri til sóknar sem myndu skapa mikið af nýjum störfum, auka arðsemi fyrirtækja og ekki síst auka tekjur til sveitar- félaganna. En ef öflugur Reykjaneshringur á að verða að veruleika þurfa allir að taka höndum saman og vinna sam- eiginlega að þeim markmiðum og þeirri stefnu sem Ferðamálasam- tök Reykjaness hafa lagt fram til að gera Reykjanesið að áfangastað ferðamanna í fremstu röð. Stjórn samtakanna sér fyrir sér góða og veg- lega þjónustumiðstöð úti á Reykja- nesi sem myndi tengja svæðið og efla ferðaþjónustuna enn frekar. Að mati stjórnar Ferðamálasamtaka Reykja- ness er nauðsynlegt fyrir frekari vöxt og uppgang ferðaþjónustunnar á svæðinu að sveitarfélögin í samvinnu við aðra hagsmunaaðila fjárfesti í alvöru þjónustumiðstöð og skipu- leggi svæðið vel. Lykilatriðið felst í góðri samvinnu á milli fyrirtækja og sveitarfélaga. Því er nauðsynlegt að öll sveitarfélögin komi að skipulags- vinnu og uppbyggingu nýrrar þjón- ustumiðstöðvar á svæðinu og hvetur stjórn Ferðamálasamtaka Reykjaness þau öll til að stíga skrefið í samein- ingu fram á við, stilla saman strengi sína, vinna sameiginlega að því að styrkja innviðina til að koma Reykja- neshringnum á kortið og gera svæðið að vinsælasta áfangastað ferðamanna á Íslandi. Snúum vörn í sókn og nýtum öll þau tækifæri sem blasa við okkur. Stjórn Ferðamálasamtaka Reykjaness. n Brynja Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi skrifar: Sorg og reiði íbúa n Stjórn ferðamálasamtakana skrifar: Snúum vörn í sókn – Byggjum upp þjónustumiðstöð -aðsent pósturu vf@vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.