Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.02.2014, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 27.02.2014, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. febrúar 2014 23 Grindvíkingar lönduðu lang-þráðum bikarmeistaratitli í körfubolta um helgina með nokkuð þægilegum sigri gegn ÍR-ingum í Laugardalshöll. Loka- tölur urðu 89-77 fyrir þá gul- klæddu úr Grindavík. Íslands- meistarar síðustu tveggja ára voru hungraðir í bikartitilinn sem hafði runnið þeim úr greipum í síðustu þremur heimsóknum þeirra í Höllina. Grindvíkingar mættu einbeittir og vel undirbúnir til leiks og voru þeir ávallt skrefinu á undan Breið- hyltingum. Grindvíkingar höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn þó svo að ÍR-ingar hafi oft og tíðum verið líklegir. Vörn Íslandsmeistar- anna var gríðarsterk og þvinguðu þeir ÍR-inga oft til þess að taka erfið skot. Allir leikmenn skiluðu góðu framlagi í leiknum en frammistaða Sigurðar Gunnars og hins unga Jóns Axels vakti hvað mesta athygli. Munurinn á liðunum var fimm stig í hálfleik en Grindvíkingar sýndu styrk sinn í þriðja leikhluta og lögðu grunninn að góðum sigri. Stemningin var skiljanlega góð hjá Grindvíkingum og sjá mátti að fólki var létt yfir þessum bikarsigri, en liðið varð síðast bikarmeistari árið 2006. „Ég var í liðinu í síðustu þremur tapleikjum. Þetta er miklu betri tilfinning. Við héldum okkur við leikskipulagið og börðumst vel, allir sem einn,“ sagði Þorleifur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga. Miðherjinn Sigurður Gunnar Þor- steinsson var valinn maður leiksins og fór hamförum í seinni hálfleik þegar Grindvíkingar voru að stinga ÍR-inga af í lokaleikhlutanum. „Við náðum að hrista þá af okkur í lokin. Þetta var sætur sigur og þessu munum við fagna,“ sagði risinn sem hefur aldrei leikið betur en í vetur. Hann skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Lewis Clinch Jr. gerði líka 20 stig, þar af 16 í fyrri hálfleik. Loksins fór „hinn“ bikarinn á loft - Grindvíkingar bikarmeistarar eftir hremmingar undanfarin ár í Laugardalshöll Til hamingju Grindvíkingar! REYKJANESBÆ Jóhann Árni keyrir að körfu ÍR-inga. Sigurður Gunnar var valinn maður leiksins. VF/myndir Páll Orri

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.