Fréttablaðið - 10.03.2018, Síða 28

Fréttablaðið - 10.03.2018, Síða 28
hefur þetta haldið,“ segir hann. Þegar Dagný var á förum út í háskólann í Flórída fyrir rúmum sex árum kveðst hún hafa verið spurð: „Bíddu, ætlið þið ekki að hætta saman áður en þú ferð?“ „Nei,“ svar- aði ég. „Ég hætti bara með honum á Skype ef þess þarf.““ En voru þau aldrei hrædd um að hitt héldi framhjá? Dagný er fyrri til svars. „Ég held við séum bæði svo opin að við myndum segja hinu upp áður. Ef ég hefði orðið skotin í strák úti hefði ég bara hringt og sagt: „Ómar, þetta er búið.“ Ég hef alveg verið spurð: „Varstu aldrei með ein- hverjum öðrum? En eitthvað smá?“ Nei, er svarið.“ Ómar kveðst ekki beint hafa óttast framhjáhald af hennar hálfu. „Auð- vitað poppaði stundum upp – hvað ef? Dagný á rosalega marga karlkyns vini því það eru aðallega karlmenn kringum fótboltann þarna úti. Eina kvenfólkið sem hún umgekkst var liðsfélagarnir.“ Hún tekur undir það. „En ég bara ólst mikið upp með strákum og í hópverkefnum í skólum enda ég einhvern veginn alltaf á að vera með strákum. Enda spurði Ómar stundum: „Eru engar stelpur í þessum áföngum með þér?“ Jú, þær voru þarna en mér fannst ég ekki eiga neina samleið með þeim.“ Ómar segir rökræður yfir hafið stundum hafa tekið á. „Það getur bara verið drulluerfitt ef það koma upp vandamál og við erum ekki sam- mála um eitthvað að geta ekki verið saman að rífast um það, heldur hvort í sinni heimsálfu.“ „Ég gat bara skellt á,“ skýtur Dagný inn í. „Já, þá gat ég ekki hlaupið á eftir henni og útskýrt hlutina heldur þurfti að hringja og hringja. Og mér fannst líka erfitt þegar vel gekk hjá henni að geta ekki verið á leiknum og faðmað hana á eftir og fagnað með henni,“ segir Ómar sem kveðst alltaf hafa reynt að fylgjast með þegar hún var að spila, þó hann þyrfti að vaka á nóttunni til þess. Þau segjast hafa gengið í gegnum samskiptabyltingu í tölvunum. „Fyrst var eitthvert forrit sem hét Viber, eftir það kom Skype, svo Imessage, síðan Facetime, við fylgdum bara þróuninni,“ lýsir Ómar og Dagný tekur við: „Stundum var þetta erfitt út af tímamismuninum. Ég var upp- tekin þegar Ómar var laus og hann þegar ég var laus. Það gátu alveg liðið þrír dagar þannig að við komumst ekki í símann en þá gátum við alltaf sent SMS. Við reyndum líka að láta ekki líða meira en þrjá mánuði milli þess sem við hittumst. Ef það dróst lengur varð tíminn alltof lengi að líða. Mér fannst það erfiðast.“ Urðu vinir fyrst Dagný kveðst alltaf hafa komið heim um jól og auðvitað líka til að spila með landsliðinu og þá hafi Ómar sótt hana á völlinn og verið með henni allan tímann nema leikdag og nóttina fyrir hann. „Ég gat samt ekki bara eytt tíma með honum, ég varð líka að rækta tengslin við fjölskyldu mína og hans, vera með landsliðinu og stundum hitta aðra vini mína. En við vorum eins mikið saman og hægt var. Ómar lenti samt oft í því að vera bara með – hálfgert úti í horni.“ „Það var kannski stundum pirr- andi meðan það leið en svo þegar maður hugsar aftur í tímann þá situr það ekkert í mér, enda er ég ekkert eini maðurinn í heiminum hennar Dagnýjar, hún á líka fjölskyldu og vini,“ segir Ómar skilningsríkur. Vilja þau kannski gefa öðrum pörum góð ráð sem eru í fjarbúð? „Ég held að ef fólk er nógu góðir vinir þá gangi þetta upp. Við urðum vinir áður en við urðum kærustupar og það er góð undirstaða,“ segir Dagný. Ómar er sama sinnis. „Okkur finnst alltaf gaman saman. Vissum að einn daginn kæmi að því að fótboltaferill- inn tæki enda og þá tæki við aðeins venjulegra líf.“ Hann viðurkennir að hafa beðið þeirrar stundar. „Ég vissi líka að mig langaði að klára skóla, finna mér vinnu og eignast heimili. Nú er það allt komið og við getum ekki verið lengur hvort í sinni heimsálfu eftir að barnið fæðist,“ segir hann en sver einlæglega af sér að hafa beitt ein- hverju trixi til að Dagný yrði ólétt. „Ég myndi segja frá því ef það væri þannig. Það var sko ekki.“ Dagný kveðst hafa verið að fresta barneignum en forlögin tóku í taum- ana. „Eftir EM, eftir HM, hugsaði ég og hélt svo að ég gæti lengt frestinn þar til ég legði skóna á hilluna en nú er barnið á leiðinni. Mér finnst ég samt eiga smá inni til að verða betri í boltanum og þykir enn ótrúlega gaman í atvinnumennsku erlendis svo ég stefni ótrauð út – með Ómar og barnið.“ Talið berst að tekjumöguleikum í boltanum og Dagný lýsir reynslu sinni af þeim. „Þegar ég fór frá Val hélt ég til Bandaríkjanna í háskóla, þar sem skólagjöldin voru felld niður vegna þátttöku minnar í fótboltaliði skólans. Önnin kostar svona fimm milljónir og ég fékk allt frítt, bækur, skóla, allt. Það er besti samningur sem ég hugsanlega gat fengið, miðað við kvennabolta. Svo fór ég til Bayern München, það var mjög lélegur samningur og mér líkaði illa bæði þar og í Þýskalandi almennt. Þá fór ég til Portland í Bandaríkjunum og fékk vel borgað.“ Bæði dálítið kappsöm Dagný stundar nám í Keili, tók einka- þjálfaranám í fjarnámi þegar hún var úti í atvinnumennsku og nú er það styrktarþjálfun sem hún leggur stund á. „Þetta er ein önn sem ég bæti við mig, bæði bóklegt og verklegt nám. Það bóklega tek ég í fjarnámi en þarf að mæta í Keflavík eða Reykja- vík tvær helgar í mánuði til að læra æfingarnar sjálf og hvernig ég á að koma þeim áfram. Ég kann svo sem flestar æfingarnar enda búin að vera lengi í íþróttum en það er verið að fínpússa þær. Ég þarf líka að fara yfir íþrótta- og næringarfræðina til að geta aðstoðað aðra. Svo er ég þjálfari yngri flokka hér á Selfossi. Var að hugsa um að fara að vinna eitthvað en hefði aldrei getað það, miðað við hvað ég er búin að vera lasin á með- göngunni.“ Spurningu um hvort litið sé á hana sem stjörnu á Selfossi svarar Dagný: „Ég held fólk sé ánægt að hafa mig hér. Þegar ég sagði yfirþjálfara yngri flokkanna af ástandi mínu, áður en við sögðum foreldrum okkar frá því, varð hann mjög glaður, (hlæjandi) lá við að hann fagnaði meira en Ómar!“ „Það fer ekki framhjá manni í búðinni að fólk veit hver hún er,“ segir Ómar. „En það eru allir rosa- lega almennilegir, bara Íslendingar almennt, þeir eru ekkert að trufla okkur.“ „Það var frekar þegar við vorum á Tene,“ segir Dagný. „Og svo langar yngri krakkana að fá selfí með mér, það er bara ekkert mál.“ Þeim Dagnýju og Ómari líður greinilega vel saman og innt eftir hvernig þau skemmti sér best svarar hann: „Ég held við skemmtum okkur best í Þykkvabænum í einhverju fjór- hjólaveseni. „Já, úti að leika okkur og líka í íþróttahúsinu þar,“ segir hún og bætir við brosandi: „En oft þegar við komum heim úr íþróttunum tölum við reyndar ekki saman, það er aðeins of mikil keppni milli okkar. Lilja, mamma hans Ómars, hefur sagt: „Jæja, á ég að búa um í hinu her- berginu?““ „Já, við erum bæði dálítið kappsöm,“ viðurkennir Ómar bros- andi. „Sérstaklega þegar við erum hvort gegnt öðru. Ef við horfum á íþróttir í sjónvarpinu reynum við að halda ekki með sama liði eða keppn- ismanneskju, til að hafa smá spennu.“ „Við erum bæði ljón, það er stál í stál að sögn stjörnufræðinga,“ botnar Dagný. „Við erum bæði ljón, það er stál í stál að sögn stjörnu- fræðinga,“ segir Dagný. FréttaBlaðið/ Eyþór ↣ En oft þEgar við komum hEim úr íþróttunum tölum við rEyndar Ekki saman, það Er aðEins of mikil kEppni milli okkar Dagný 1 0 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r28 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 0 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 9 -B 2 B 8 1 F 2 9 -B 1 7 C 1 F 2 9 -B 0 4 0 1 F 2 9 -A F 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 0 s _ 9 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.