Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 114

Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 114
Hljómsveitin Dr. Spock ásamt Une Misére keyra jaðar-sportshátíðina AK Extreme í gang á Græna hattinum þann fimmta apríl næstkomandi. Finni í Dr. Spock segir það ekki hafa verið mikið mál að taka þetta gigg að sér. „Við erum bara gíraðir fínt fyrir þetta. Við eigum eftir að koma til Akureyrar að kynna plötuna, Leður, þannig að þetta féll bara einhvern veginn eins og flís við rass þegar við vorum beðnir um hrista aðeins upp í Akureyringum.“ Nú eruð þið þarna að koma fram með miklum ungliðum eins og JóaPé og Króla og fleirum, á að sýna þeim hvernig þetta er gert? „Jú. Þetta snýst samt eiginlega meira um að boða rokkið sko, „representa“ rokkið þannig að bux- urnar detti hreinlega ekki niður um alla. Það þarf að sýna þeim að það er enn þá leður á Íslandi. Leðurbuxur eru betri en Stüssy í kuldanum fyrir norðan. Það voru engir engir vík- ingar í Stüssy, þeir voru í leðri.“ Opnunarhátíðin fer fram á Græna hattinum. Restin af tónlistardag- skránni verður svo haldin í Sjall- anum en þar munu stíga á svið Aron Can, Emmsjé Gauti, JóiPé X Króli, Birnir, Úlfur Úlfur, Flóni, GDRN, KÁ-AKÁ, Young Karin, DJ Sura, Yung Nigo Drippin og fleiri. Hátíðin fer fram 5.-7. apríl. – sþh Það voru engir víkingar í Stüssy, þeir voru í leðri Finni í Dr. Spock segir að leður sé betra en Stüssy í kuldanum fyrir norðan. F loraelis er lyfjafyrirtæki stofnað af öflugum hópi fólks úr lyfjageiranum sem notaði þekkingu sína á þróun og markaðs-setningu lyfja til að hefja framleiðslu á jurtalyfjum. „Við erum að þróa og markaðs- setja lyf og lækningavörur sem eru gerð úr virkum efnum úr náttúrunni sem eru fyrir fólk með væga sjúk- dóma og kvilla. Vangavelturnar byrj- uðu frá sjónarhorni okkar sem neyt- enda. Í Evrópu er úrval og aðgengi að viðurkenndum jurtalyfjum mun betra en á Íslandi. Þá fórum við að skoða það: Af hverju er þetta ekki til? Af hverju getum við ekki keypt þetta hérna? Og þá fórum við að kynna okkur þessa hluti betur og í fram- haldi fór boltinn að rúlla. Þangað til að við settum á markað tvö jurtalyf – okkar fyrsta lyf var sett á markað um miðjan desember – fram að því var ekki hægt að kaupa nein jurtalyf á Íslandi,“ segir Kolbrún Hrafnkels- dóttir, forstjóri og einn stofnenda Florealis. Þau sáu að þennan valmöguleika vantaði inn á markað á Íslandi og réðust þá í verkefnið. Hver er munurinn á jurtalyfjum og hefðbundnum lyfjum? „Þessi hefðbundnu lyf sem flestir þekkja, þar er virka efnið smíðað. Í jurtalyfjum er alltaf notuð planta og virku efnin eru einangruð úr jurtinni. Það er mikill munur á upprunanum. Um þriðjungur hefðbundinna lyfja á sér fyrirmynd í náttúrunni en þau eru yfirleitt smíðuð. Jurtalyf eru almennt flókin efnasambönd og virknin er yfirleitt byggð á samspili fleiri efna. Þetta gerir það að verkum að t.d. er sýklalyfjaónæmi fyrir jurta- lyfjum nánast óþekkt.“ Hvað með fæðubótarefni gerð úr jurtum? „Mikilvægur munur á okkar lyfjum og fæðubótarefnum sem eru gerð úr jurtum er að það eru stöðluð innihaldsefni, það er að segja það er rétt magn af þeim efnum sem eru ábyrg fyrir virkninni. Öll gæði og framleiðsla eru eftir aðferðum lyfja- fræðinnar, sem eru fastmótaðir ferl- ar. Líka allt eftirlit með aukaefnum eins og skordýraeitri, þungmálmum og öðru – það er á sama hátt og í lyfjaiðnaðinum og er mjög strangt. Hvað gæði snertir byggjast okkar lyf vísindalegum grunni, framleiðslu- og gæðaprófíllinn er annar og það sem er kannski mikilvægast er að það er viðurkennd notkun – lyfið er við þessum ákveðna sjúkdómi og það er viðurkennt af Evrópsku lyfja- stofnuninni.“ Florealis fór í gegnum Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn árið 2013 þegar verið var að ýta fyrir- tækinu úr vör. „Það var mjög mikilvægt skref fyrir okkur. Við vorum þá alveg á byrj- unarreit. Við komumst í tengsl við mjög öflugt fólk sem við erum enn í samskiptum við. Við fengum inn- legg varðandi hugmyndavinnuna og annað – þetta var líka tækifæri til að kynna hugmyndina. Við höfðum verið að vinna í þessu sjálf og þetta var í fyrsta skiptið sem við kynntum þetta fyrir öðrum. Þetta sló taktinn fyrir framhaldið hjá okkur.“ Hvernig hefur ykkur svo gengið hingað til? „Fyrir ung fyrirtæki tekur alltaf mjög mikla orku að leita fjár- magns, en það hefur gengið mjög vel. Við erum með mjög öflugan hóp einkafjárfesta og margir þeirra þekkja mjög vel til lyfjaiðnaðarins. Svo vorum við að gera samning við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins (NSA), sem var mjög mikilvægt skref fyrir okkur. Við erum komin með sterka stjórn, sterka fjárfesta og hlut- hafa, mjög sterkt teymi og útibú í Sví- þjóð sem við erum að fara að styrkja núna. Þannig að mjög margt af því sem við höfum verið að vinna að hefur gengið upp. Við erum komin með góðan grunn til að byggja á.“ Fram undan hjá Florealis segir Kolbrún vera að þau ætli sér að styrkja starfsemina á Norðurlönd- unum, en vörur Florealis eru komnar í sölu hjá tveimur stærstu apóteka- keðjunum í Svíþjóð og einnig stefna þau á að setja fleiri vörur á markað bráðlega. Startup Reykjavík viðskiptahrað- allinn hefst þann 11. júní en opnað hefur verið fyrir umsóknir. Vantaði alveg jurtalyf á Íslandi Florealis er lyfjafyrirtæki stofnað árið 2013 og sérhæfir sig í jurtalyfjum. Fyrirtækið fór í gegnum viðskiptahraðal­ inn Startup Reykjavík strax við stofnun og er í dag að byggja upp útibú í Svíþjóð þar sem lyf þess eru komin í sölu. Kolbrún fékk hugmyndina að Florealis eftir að hafa búið í Evrópu þar sem úrval jurtalyfja var töluvert betra en á Íslandi, en hér heima var ekkert jurtalyf í sölu. Fréttablaðið/anton brinK Þetta SnýSt Samt eiginlega meira um að boða rokkið Sko, „re­ preS enta“ rokkið Þannig að buxurnar detti hreinlega ekki niður um alla. Í eVrópu er úrVal og aðgengi að Viðurkenndum jurtalyfjum mun betra en á ÍSlandi. 1 0 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r66 L í f i ð ∙ f r É T T a B L a ð i ð 1 0 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 2 9 -B C 9 8 1 F 2 9 -B B 5 C 1 F 2 9 -B A 2 0 1 F 2 9 -B 8 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 9 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.