Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 18

Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 18
Ben Kingsley sem Gandhi og Martin Sheen sem bandariski blaðamaðurinn Walker, sem varð einn af bestu vinurn Gandhi. sem kynferðislegan öfugugga. Ein kona kvaddi sér hljóðs á fundi og sagði: „Það er til ein leið til að sýna Gandhi sem ég er samþykk: sem ljós á hreyfingu“. Ég hreytti í hana: Frú, ég ætla mér ekki að eyða tíma mínum í að búa til kvikmynd um einhverjar fjandans ljósaperur.“ Einhver hafði spurt hvort Ben Kingsley, sem er þekktur sviðsleikari í Bretlandi og indverskur í aðra ættina, hefði hafið feril sinn í klámmyndum. Attenborough taldi spurninguna væg- ast sagt ósmekklega og vísaði henni á bug sem kjaftæði. Þungur róður Það komu þær stundir að Atten- borough taldi öll sund lokuð, myndin myndi aldrei verða til. Hann tók að sér leikhlutverk sem honum stóð á sama um, til að geta greitt fyrir áframhald- andi handritsvinnu. Hann vann að tveim fyrstu útgáfum handritsins með viður- kenndum írskum rithöfundi, Gerald Hanley, sem dvalið hafði á Indlandi. Þá gerði Robert Bolt handrit og það leit út fyrir að Attenborough yrði að eftir- láta þetta uppáhaldsverkefni sitt í hend- ur Fred Zinneman eða David Lean. Á meðan hóf Attenborough leikstjórnar- feril sinn og stjórnaði Oh, what a lovely war, Young Winston, A bridge Too Far og Magic. Enn gekk hvorki né rak varðandi fjármögnun eða að finna þekkta stjörnu í aðalhlutverkið. Hann tók öllum hlutverkum sem honum bauðst á þessu tímabili og lék þá m.a. í Séance on a Wet Afternoon, Guns at Batasi, The Flight of the Phoenix og The Sand Pebbles. Það eina sem hélt honum við Gandhi á þessum tíma var öflug hvatning konu hans Sheilu. Eins og baráttan við gerð Gandhi hefði ekki verið nægilega erfið fyrir einn mann að ganga í gegnum á lífsleiðinni, þá stefnir hann nú að því að gera kvik- mynd um hinn ofsafengna stjórnmála- rithöfund Tom Paine, sem uppi var á dögum amerísku byltingarinnar. „Hann var hámark hugrekkisins“ sagði Atten- borough, „ég dái hugrekki“. Sjálfur þurfti hann á stórum skömmtum af hugrekki að halda gegnum erfiðleikana við fjármögnun Gandhi. Hann var ákveðinn í því að fá breskt fjármagn til að bera kostnaðinn af verkefninu, sem reyndist samtals 22 miljónir dollara. „Auðvitað er þetta þjóðernishyggja, en ég lagði gífurlega mikið uppúr því að þetta yrði bresk framleiðsla, vegna þess að við vorum að gagnrýna framferði okkar,“ sagði Attenborough um þessa afstöðu. „Ég vildi að við gætum með fágun og hlut- lægni sagt hreinskilnislega: Já þetta var svívirðilegt. Þetta var ófyrirgefan- legt en við erum menn til aðsegjaþað“. Ég taldi Barry Spikings, yfirmann kvik- myndadeildar EMI, á að tala við mig í síma þar sem ég var á Lundúnaflugvelli og á leið til Ameríku. Ég sagði honum að ég vildi aðeins fá lágmarks upphæð og lámarks tryggingu fyrir dreifingu svo að ég gæti farið til Twentieth Cen- tury Fox og sagt við þá: Þetta verður bresk mynd, þar sem við sem stönd- um fyrir þessar gagnrýni á Englandi. Barry svaraði: „Það er engin möguleiki á að við getum gert þetta. Minu fólki líkar ekki við handritið". Ég spurði: Þinu fólki? Hvað líkar þeim ekki við handritið? Þegar hann sagði mér að það hefði aldrei verið lesið trúði ég honum ekki. „Þú hlýtur að vera að grínast“. „Nei“, svaraði hann, „við fórum eftir eðlisávísun“. Ég sagði hon- um' að ég myndi aldrei fyrirgefa þessu fyrirtæki og lofaði honum að gera orð hans opinber“. Um það bil tveir/þriðju hlutar fjár- ins komu frá Goldcrest Films Inter- national í London (Það fyrirtæki sam- anstendur af svo ólíkum aðilum sem Pearson-Longman útgáfunni, The Financial Times, eftirlaunasjóði námu- verkamanna og styrktarsjóði póst- manna) og International Film Investors í New York. Frá breska kvikmynda- iðnaðinum fékkst ekki einn einasti eyr- ir. Öll þau bandarísku kvikmyndaver sem neitað höfðu að fjarmagna mynd- ina, kepptust um að fá dreifingarrétt- inn. Columbia Pictures bar sigur af hólmi. Með góðri hjálp Indiru Gandhi greiddi Indverska Kvikmyndastofnunin einn/þriðja hluta kostnaðarins. 18 MYNDMÁL

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.