Myndmál - 01.03.1984, Blaðsíða 13

Myndmál - 01.03.1984, Blaðsíða 13
enska leikara og starfslið eða að við tækjum upp hluta af myndinni í Englandi. Það þótti okkur óaðgengilegt og við hættum við þetta samstarf. Um svipað leyti greiddist úr fjármögnunarmálunum hjá okkur og við þóttumst geta átt við þetta einir, eins og orðið er að sið hjá kvikmyndagerðarmönnum hér á landi sem leggja allar sínur eigur að veði fyrir fyrirtækið. SP: Hve stór er hlutur Kvikmyndasjóðs? Ö: Hann virðist vera u.þ.b. fimm prósent. Afgangurinn er fjármagnaður með bankalánum og öðrum lánum auk þess sem flestir starfsmennirnir hafa lánað hluta af sínum launum. SP: Punkturmn hefur ekkert hjálpað uppá fjármögnun- ina? Ö: Ja, Punkturinn hefur nú alveg skilað inn sínum kostnaði og er enn að skila inn einhverjum peningum. Myndin hefur seist til sjónvarpsstöðva allvíða um heim og halar inn yfir árið upphæðir sem standa að einhverju leyti undir skrifstofukostnaði, en það þarf bíódreifingu erlendis til að inn komi peningar sem um munar og geta hjálpað manni að búa til fleiri myndir. SP: En bjartsýnin blívur? Ö: Ja, ef við værum ekki bjartsýnir þá hefðum við aldrei lagt útí þetta og við höfum alls enga ástæðutil að verða svartsýnni eftir því sem við sjáum myndina verða til... í skemmu „guðanna“. Sigurður Sigurjónsson (Jens) og Tinna Gunnlaugsdóttir (Ugla). Arnar Jónsson í hlutverki Gunnars, barnsföður Uglu, heimsækir heimaslóðir hennar. Gunnar Eyjólfsson leikur Búa Arland þingmann. Átök í húsi Búa Árlands. Hannes Ottósson (Þórður Árland), Tinna Gunniaugsdóttir (Ugla) og Helgi Björnsson (Arngrímur Árlandh Tinna Gunnlaugsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. MYNDMÁL13

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.