Land & synir - 01.12.1995, Síða 6
6 Land&synir
Afhverju þessi “sleazy
underworld” heimur?
JÓN: Myndin er um fólk sem
Ekki hugsa of lengi
Jón Tryggvason og “Nei er ekkert svar”.
Jón Tryggvason nam leiklist og kvikmyndaleikstjóm við New York
University. Auk fiess að hafa stjómaðfjölda auglýsinga og
músikmyndbanda leikstýrði hann kvikmyndinni “Foxtrot”(1988)
og sjónvarpsmyndinni “Laggó” (1994). 5. október s.l. fmmsýndi
hann aðra bíómynd sína “Nei er ekkert svar”.
EFTIR ÁSGRÍM SVERRISSON.
-|7"vikmyndm Nei er ekkert svar
lVmun vera fyrsta íslenska
bíómyndin sem er bönnuð innan
16 ára. Aðalpersónumar Sigga og
sérflagi Dídí, lifa í hörðum heimi
dópsölu og ofbeldis auk þess
sem þær eru oft snöggar að drífa
sig úr spjörunum. Eftirlits-
mönnum Kvikmyndaeftirlitsins
hefur ekki þótt það góðri lukku
að stýra en fara því miður offari.
Draga verður í efa skaðsemi
hinna krassandi atriða mynd-
arinnar fyrir óharðnaðar ung-
lingssálir, mest er þetta
alvörulaust sprell. Bíógestir í dag (og
stór hluti þeirra er undir 16 ára aldri)
kunna afskaplega vel að lesa myndmál
á borð við það sem gefur að líta í
þessari mynd. Nei er ekkert svar er
bíómynd um bíó, frásögn sem byggir á
tilteknum frösum úr kvikmyndasögunni
en er ekki tilraun til félagslegs
raunsæis. í undirheimum Reykjavíkur
er sjálfsagt misfagurt um að litast en
það kemur þessari mynd ekkert
við.
Myndin er líka tilbrigði við
nokkuð gamalkunnugt stef úr
íslenskri bókmennta- og kvik-
myndasögu, úr sveitasælunni í
borgarsolhnn. Sælan í sveitinni
er að vísu blandin en sollurinn
í borginni þess meiri. Land &
synir spjallaði við Jón Tryggva-
son leikstjóra um myndina.
gerir ákveðnar vitleysur sem er mjög
auðvelt að skrifa um. Maður sem lifir
venjulegu fjölskylduh'fi gerir ekki sömu
hluti og þetta fólk. Það var því
tiltölulega einfalt val, fyrst okkur
langaði að gera mynd
um gott og illt, að fara í
þessa tegund af illu, sem
samt sem áður er ekki
svo ill.
Já, inni við beinið er
þetta fólk kannski
svolítið góðgfarnir vit-
leysingar?
JÓN: Neinei, þetta eru
bara módern bisness-
menn, þetta er bara
annarskonar kvótasvindl.
Ég hafði verið með
hugmynd í gangi í mörg
ár þar sem útgangs-
punkturinn var að gera
mynd með fáum leik-
urum og fáum töku-
stöðum þar sem hver
sena væri eitt skot.
Upphaflega hugmyndin
kemur frá mér en ég
fékk síðan Martein
Þórisson til liðs við mig.
Mig langaði að gera
mynd um konu í sveit
sem er að fara að gifta sig
og horfir frammá nokkuð
fyrirsjáanlegt h'f, þetta átti
að vera saga með nokkuð kómísku
yfirbragði. Síðan breyttust áherslur
nokkuð þegar við Marteinn hófum að
vinna saman, eins og gengur. Marteinn
er afar þægilegur í samstarfi, hann
hlustar mjög vel og það er gott að
rökræða hlutina við hann.
Segðu mér frá gerð myndarinnar?
JÓN: Já, þegar lagt er af stað í myndir
sem ekki er mikill peningur í, er mikið
atriði að skjóta þær á sem stystum tíma.
Low-budget kvikmyndagerð fylgja
yflrleitt afar erflðar vinnuaðstæður en ef
maður er ekki of lengi að hlutunum þá
eru meiri hkur á að leikarar og starfshð
haidi þetta út. Við skutum Nei er ekkert
svar á þremur vikum og unnum þar af
leiðandi geysilega hratt, en vegna hins
stutta tökutíma var mannskapurinn ekki
orðinn alveg úttaugaður undir lokin.
Myndin er 75 skot og var í raun klippt í
handritinu, þ.e. þar var nákvæmlega
kveðið á um hvernig senumar byrjuðu
og enduðu. Við ákváðum að vinna
þannig að hvert skot yrði þrælæft í bak
og fyrir og aðeins yrði ein til tvær tökur
af hverju skoti. Við reyndum auðvitað
að fylgja þessu eins vel og hægt var en
þar sem ég var einnig að framleiða
myndina þá var undirbúningstíminn
með leikurunum ekki eins langur og ég
hefði óskað. Samt sem áður klóruðum
við okkur fram úr þessu, aðstæður
“low-budget” kvikmyndagerðar eru
einfaldlega þannig að maður verður að
moða úr því sem maður hefur en hugsa
ekki um það sem ekki fæst.
Tökuhlutfallið var 1:2 og þegar ég fór
síðan að klippa, þá uppgötvaði ég
hversu oft við höfðum aðeins tekið eina
töku af hverju skoti og rann kalt vatn
milli skinns og hörunds, vegna þess að
ef eitthvað var að þá hafði maður ekkert
hl að skýla sér á bakvið.
Ingibjörg Stefánsdóttir finnst
mér vera skemmtilega
hömlulaus í þessari mynd og
kannski í fyrsta sinn sem hún
nœr að sýna verulega hvað í
henni býr.
JÓN: Já Ingibjörg er frábær
leikkona og mikil fagmanneskja.
Hún kann t.d. textann sinn þegar
hún kemur á settið. Yfirleitt
koma íslenskir leikarar frekar
illa undirbúnir til verks og
rembast við að læra textann sinn
rétt fyrir tökur en það kom
aldrei fyrir í þessari mynd að við
þurftum að stoppa tökur vegna þess að
leikararnir kunnu ekki textann. En
þessi vinnubrögð íslenskra leikara eru
auðvitað ekkert annað en dónaskapur
gagnvart kvikmyndagerðarmönnum.
Hvar fannstu Heiðrúnu Önnu?
JÓN: Ég prófaði fullt af leikkonum,
þar á meðal hana. Heiðrún Anna er
algjört náttúrutalent, það er ekkert
eðhlegra fyrir hana en að segja það sem
maður lætur henni í munn. Ég held að
það sé einhverskonar blanda af sam-
viskuleysi, kæruleysi og metnaði sem
drífur svona manneskju áfram.
Hvernig unnuð þið Úlfur saman?
JÓN: Við þekktumst áður og Úlfur
kveikti strax á þeim hugmyndum sem
ég var að velta fyrir mér. Hann var einn
af fáum sem þorðu að kýla á þetta með
mér. Þetta er spurning um að þora,
kýla á hlutina, því það gerir það enginn
fyrir þig. Ég held að ungir kvikmynda-
gerðarmenn eiga töluverða möguleika á
að útvega sér “díla” erlendis frá ef þeir
eru að vinna á svipuðum nótum og við.
Fyrir ýmsa erlenda framleiðendur eru
þessar tölur sem við erum að vinna
með, afskaplega h'til áhætta. Líkurnar á
að þeir fái peningana sína aftur eru
nokkuð góðar og ef dæmið gengur upp
þá höldum við samstarflnu áfram, það
er engin spurning. Málið er að passa
sig á að halda sig innan þessa
fjárhagslega ramma, vera fljótur að
hlutunum og halda boltanum rúhandi.
Einhverfl'eyg lokaorð?
Ekki hugsa of lengi. Það hefur
drepið marga skapandi taugina.
KREISTUMIG OG KÆTTU: Sktíli Gautason í„Nei er ekkert svar“.
LOWBUDGET: Hafa skalþað sem hendi er
nœst en hugsa ekki utn það setn ekki fcest.
1