Land & synir - 01.02.1996, Side 3

Land & synir - 01.02.1996, Side 3
Það er vonandi leyfilegt að nefna fyrst til sögunnar stærsta rithöfund íslendinga frá þjóðveldisöld, en hann náði til alls heimsins nteð efni, sein var íslenskara en Grýla og Leppalúði. ffalldór Laxness mun hafa verið að vinna með einhvern Þórð í Kálfakoti árurn saman áður en Þórður tók á sig endanlega mynd í Sjálfstæðu fólki. Leiðin lá til Dan- rnerkur um Berlinske Tidende 1920, Austur- land 1927 (Raflýsing sveitanna), Kaliforníu 1929 (Heiðin) og Sovétríkin 1932 (í Austur- vegi). Þróunarferillinn gefúr vísbendingu um það, hvernig þessi frum-íslendingur, Bjartur í Sumarhúsum, varð til með hliðsjón af sögu bóndans í Ameriku og Sovétrikj- unum. Enda er Bjartur jafn skiljanlegur lesendum í Colorado, Kasakstan og Kaup- mannahöfn. Staðsetningin af- skekktur heiðadalur upp á ís- landi skiptir þar engu máh. Ef sagan á erindi við lesendur, er sama hvort hún gerist í und- irheimum New York eða sláturhúsinu á Kópaskeri. Að vera með minnimáttarkennd sem kvikmyndahöfundur á fslandi, þar sem sjaldnast gerist neitt fréttnæmt á alþjóðavísu, er alger óþarfi. Það sem máli skiptir er, að sagan sé sönn. Þetta hljómar eins og mótsögn. Að segja við hirðina sögur úr kotinu. Eða á markaðs- ntáh að vinna úr sén'slenskum efniviði afúrð fyrir heimsmarkað. Það gengur ekki vel að selja íslenska fjallalambið á erlendum mörk- uðum, þó allir viti að það sé eitthvert besta kjöt sem völ er á. Kannski það sé vegna þess, hversu erfitt er að útskýra, hvað íslenskt fjallalamb er. Lamb í bragðlaukum útiendinga er skepna, sent veltist um í drullunni af sjálfri sér í þröngum rafmagnsgirðingum. Til þess að láta eitthvað sem heitir lamb inn fýrir sínar varir, þjTÍti útlendur neytandi að sjá fyrir sér lainb frjálst í rilltri náttúru hálendisins. Löng- un hans í ákveðna tegund af kjöti stýrist af hans eigin reynslu. í sögum eru ákveðnir þættir, sem allir kannast við, til dæmis fjöl- skyldan. Ef við værum að selja sögur í staðinn fyrir kjöt, myndum við lenda í sama lögmáh. Söguefnin geta verið ófik, en ákveðnir grunn- þættir eru sameiginleg reynsla alis mannkyns. Sainband foreldra og barna er nokkurnvegin eins hvar sem er í heiminum. Hvar þessir for- eldrar hafa áhyggjur af börnunum, skiptir minna máli. Staðurinn er aðeins rainnú. Þetta hjálpar íslenskum framleiðanda sem vill flytja út sögur. Hann þarf að taka hliðsjón af vanda samsvarandi sögupersónu í öðruin löndum að hætti Halldórs Laxness og hann þarf að nýta sér sameiginlega reynslu mannkyns, t.d. við að geta börn. Minnkandi nuu-kaður og minnkandi áliugi á góðum kvikmyndum hefur leitt til nýrra að- ferða í fjármögnun. Fyrir tuttugu árum var al- gengt að einn stöndugur kvikmyndaframleið- andi í stærri löndum Evrópu og allt niður í h'til lönd eins og Svíþjóð, stóð einn að fram- leiðslu mynda sinna. Hann borgaði stórt sem smátt og notaði hagnaðinn til að framleiða næstu rnynd. Þetta er hðin tíð. Nú eru fram- leiðendur útsmognir sjóðasukkarar, sem pússla saman þrern fjórum svokölluðum framleiðendum í nokkrum löndum og leggj- ast á garða hjá sjóðum í heimalandinu sem og erlendis. Og það er ekkert frekar reiknað með því, að myndin skili tekjum; fæstar skila einu sinni kostnaði. Til að réttlæta fjárfestingu „kvikmynda“sjóðanna fara myndirnar í bíó, oft aðeins til málamynda. En markaðurinn er sjónvarp og myndbönd. Niðurstaðan er oftast niðurgreitt sjónvarpsefni. En það er önnur saga. Hvað sem um þetta fýrirkomufag má segja að öðru leyti, hefur það í för með sér að framleiðendur jafnt sem höfúndar (þar með taldir leikstjórar) þurfa að bjóða vöru, sem er Ikifjanleg í öllum heimalöndum framleið- endanna. Sögurnar þurfa að ferðast vel. Vín ferðast ekki allt jafnvel. Og það fer ekki bara Ég hafði lofaðþví í spaugi að taka mér matreiðsluþátt. Og ég var ekki viss nema ritstjórinn hefði tekið tillöguna gilda, og var því hálft í hvoru viðbúinn með grein um framreiðslu á reglulega hráum fiski með spriklandi sporði og á- sakandi augum (flsksins) á diskinum ogfleira, Ritnefndin var að rœða vítt og breitt um ástandið í kvikmyndaheiminum á íslandi, matreiðsluþátturinn var gleymdur, og einhver minntist á ógn í vœndutn, að íslenskar kvikmyndir hœttu að vera íslenskar. Ég sá hana ekki, kannski vegna þess að ég var nýstaðinn upp frá einni samstarfsmynd, Skýjahöllinni. Éggat ekki séð, að erlenda samstarfið gerði hana minna íslenska. Þvert á móti, Erlenda fjármagnið hjálpaði til að gera hana betur íslenska. OKþú skrifar. Þeir bentu á mig. Daginn, sem ég œtlaði að skrifa um hvað vœri erfltt að losna við Islendinginn í sjálfmn sér, rakst ég áAl- þýðublaðið íganginum. Þar var Ijóð eftir Einar Má Guðmundsson sem sagðiþað sama í31 orði, Ttmabundnir lesendurgeta slepptgreininni ogflett upp á Ijóðinu í tölublaði 21024. Naflann á alheiminum EFTIR ÞORSTEINJÓNSSON eftir gæðum vínsins, hvort það ferðast vel eða illa. iin þessi staðreynd, að myndirnar þurfa að komast yfir pollinn, neyðir höfunda til að sjá til þess að eitthvað verði eftir af bragðinu eftir ferðalagið. Jafnvel áður en að því kemur að setjast niður yfir drögum eða handriti er ávinningur af samstarfi við erlenda framleið- endur. Einu sinni var skilgreiningin á heimilda- myndum ntyndir sem sýna ein- um hluta heims, hvernig hinn hlutinn lifir. Með sama hætti má segja að leiknu myndirnar séu myndir, sem sýna okkur hvernig við sjáff hfum. En ekki bara eins og spegill. Fæstir una sér lengi við að horfa á sjálfan sig í spegli. Þær sýna okkur í einhverju fjósi. Og þær eru ekki bara bein rannsókn held- ur er oftast eitthvað sérstakt, sem við viljunr leggja áherslu á eða segja. Þessi tilgangur, hvað við ætlum að segja ineð sögunni, verður aug- ljósari, ef myndirnar eiga að sigla. Þá er eins gott að meiningin sé tær. Unt leið og við erum að segja, svona eruin við (svona viljum við sjá okkur) ætlað til heimabrúks bætist við gamla hlutverk heimildamyndarinnar, svona hfum við. Og í þriðja lagi, svona gerum við myndir. Ólíkt öðrum. Einhverskonar keppni. Þó sainstarfsmyndirnar hafi leitt til mikill- ar skriffinsku, er ekki hægt að neita því, að þessar kröfur sigta úr verkefni og bæta þau verkefiú, sem hafa verið valin. Sjónarmiðið, hvað er líklegt til að vekja áhuga í öllum sam- framleiðslulöndunum, blundar undir. Hvort sem okkur líkar betur eða ver, erurn við í kvikmyndaframleiðslu, sein stend- ur ekki undir sér. Án ríkisstyrkja væri hún ekki til. Þar af leiðandi korna við sögu úthlut- unarnefndir og ráðsmenn. Úthlutunarnefndir ineð naflasmekk leita með logandi ljósi að „elementinu" sem gerir myndirnar danskar, þýskar, franskar, ís- lenskar eða hvað það nú er. Nefndirnar líta á sig sem verndara þjóernisins og eru því sjaldnast tiibúnir að veðja á rnyndir, sem ekki hafa þessi „element." Þá skiptir engu máli, hvað handritið er gott SÖGUR FERÐAST: „Söguefnin geta verið ólík, en en ákveðnir grunnþœttir eru sam- eiginleg reynsla alls mannkyns.“ Úr mynd Þorsteins, Skýjahöllinni. Þorsteinn Jónsson eða hversu verðugir höfundarnir eru. Þessi afdalaháttur er að sumu leyti skiljanlegur. Og hann er síst meira áberandi á íslandi en í öðrum Evrópulöndum. Út af honum hefur mörg framandi persónan komist inn í hand- rit og mörg aðalpersónan hleypt heiman- draganum til lítils gagns fyrir verkið. Að blanda saman mismunandi þjóðernum í sögu er auðvitað allt í lagi og á vissan hátt í takt við tímann, þegar það á við, en ann- "5U ars heimskulegt. Þegar ég var fulltrúi hjá Eurima- ges (1990-91) var skortur á góðum umsóknum til heimilda- mynda. Flestar umsóknirnar voru Jazz í sex heimsborgum Evrópu eða því um fikt. Efni, sem greinilega var lagað að þörfum sjónvarps og rnátti framleiða í einhverskonar fjöldaframleiðslu. Þ.e.a.s. höfundurinn þurfti að- eins að skrifa drög að þætti númer eitt. Hinir voru eins. Að mati aðstandenda ábyggilega mjög alþjóðlegt og nútímalegt efni. En enginn vildi styrkja þetta. Þegar kom umsókn um barátlu Lappa- drengs við kuldann og náttúruna á norður- slóðum tekin einhverstaðar í nyrsta hunds- rassi Noregs, var sú umsókn samþykkt eins og skot. Hendur allra Evrópulanda á lofti. Áður en hugmyndin að Eurimages kom upp hélt ég að sjóður af þessu tagi myndi gera myndirnar keimlíkar. Að lil yrði ein- hvers konar almenn Euro-kvikmynd án þjóð- ernissérkenna. Reynslan er önnur. Ef litið er yfir myndirnar sem Eurimages hefur styrkt, kernur í ljós að flestar hafa sterk þjóðernis- einkenni. Að suinra dómi of sterk. Sjóðir Media-áætlunarinnar hafa eflaust haft jákvæð áhrif líka, þó margt megi finna að framkvæmdinni. En það undarlega er, að Evrópusamstarfið í kvikmyndum hefur ekki leitt til stöðlunar á kvikmyndum, heldur hið gagnstæða. f öðrum greinum, t.d. hönnun, er Evrópusambandið að gera alla vitlausa á stjórn- lausri stöðlun. Stólar skulu vera með fjóra fætur o.s.frv. En krafan um samstarf yfir landa- rnæri í kvikmynd- um hefur ekki leitt til stöðl- unar. Nema ef vera skyldi, að h e i ð u r s - m a n n a - samkomu- lagið um svolítið af „Ustrænum leiða“ sé óformlegur staðall. En árangurinn af Evrópusamstarfinu er sá, að enn er til eitthvað sern gengur undir nafn- inu „Evrópskar kvikmyndir" og er verslunar- vara í takmörkuðu magni. Þessar myndir eru öðruvísi og sóttar af menntafólki sern vill neyta fjölbreyttrar fæðu á þessu sviði. Það er mótsagnakennt, að Evrópussambandið, sern er að troða Evrópuþjóðum í sama mót, skuli hafa ýtt undir gerð kvikmynda, sem eru svo fjölbreyttar og ólíkar. Þegar tókst að koma á fót Kvikntyndasjóði á íslandi, 1979, varð til eitthvað, sem hægt var að kalla fslensk kvikmyndagerð. Mynd- irnar voru ntjög sundurleitar þrátt fyrir tungumálið. Land og synir. Hrafninn flýgur, Punktur punkt- ur kornma strik, Á hjara verald- ar. Nýtt líf, svo einhverjar séu nefndar. f þessum íslensku myndum mátti greina mjög sterk áhrif frá löndunum, þar sem leikstjórarnír stunduðu nám, eða myndum, sent voru í tísku í viðkomandi skólum. En erfiðara er að koma auga á eitthvað sem var séríslenskt. (Landslagið ekki tekið gilt). Nú er íslensk kvikmyndagerð lent í Evrópusamstarfinu á líkan hátt og við urðum hluti af Scandinavian Films. Við vilduin það eiginlega ekki. Þ.e.a.s. við vildum ekki teljast til Skandinavíu, en við vildum þiggja ódýra aðstöðu og ókeypis hjálp. f Evrópu viljum við þiggja peninga úr sjóðum, en ég er ekki alveg viss um að við viljum teljast til evrópskrar kvikmyndagerð- ar. Við viljum gera íslenskar myndir og telj- um þær sérstakar. Þær eiga að vera á ís- lensku, unnar af íslendlngum, en mega vera kostaðar af útlendingum. Enn stendur á skil- yrðablaði Kvikmyndasjóðs, „einvörðungu er heimilt að veita styrki og lán til kvikntynda, sern eru með íslensku ta!i.“ Við erurn ekki enn farnir að h'ta samstarf við útlendinga rétt- um augum; sættast við það, ef það er það sem við viljunt. Það er kominn tími til að gleyina dögum Einokunarverslunarinnar. Ef aðrar þjóðir bjóða okkur samstarf, eigum við ekki að slá hendinni á móti því. Auðvitað gætuni við haldið áfrarn að gera ódýrar heimóttarlegar íslenskar myndir án þáttöku útlendra sjóða. En ef við tökum þátt í sam- starfi, eigum við að gera það af öllu hjarta. En án þess að gefa sáhna. Ekki fita á erlent fjármagn sem ölmusu. Hún er það ekki. Hjá erlendu sjóðunum erum við að keppa við verkefni hinna landanna á jafnréttisgrund- velli. Við verðuin líka að sjá um, að erlendu fjárfestarnir (kvikmyndastofnanir og alþjóð- legir sjóðir) fái eitthvað fýrir sinn snúð. í gæðum kvikmynda og einnig í öflugri ís- lenskri kvikmyndagerð. íslendingar borguðu um tíma rúinlega hálfan franka á íbúa til Eur- images. Það var helmingi meira en aðrir. Þá staðreynd var hægt að nota til að sannfæra hinar þjóðirnar að hækka sitt framlag. Þetta var ekki mikli fórn fýrir fslendinga, því við fengum tífalda þessa upphæð til baka í fram- lögum. Samt var erfnt að fá stjórnvöld hér til að greiða þessa upphæð, hvað þá að liækka hana. Þessi hugsunarháttur spillir fyrir okk- ur. Við erum dekraðir af Norðurlandasam- starfinu, þar sem við höfum lengst af borgað smánarlegt framlag en þiggjum til hálfs á við hinar þjóðirnar. Við erum tilbúnir að taka þátt í öllu samstarfi á meðan það kostar okk- ur ekkert, en við fáum ávinning á við aðra. Það er þesssi ölmusuhugsunarháttur, sein er hættuiegur í erlenda samstarfinu, ekki það að taka þátt í skapandi verkefnum. Ekki tala utn stórarþjóðir og litlarþjóðir útkjáika, heimshom ogjaðra. Þetta er hnöttur, miðjan hvílir undir iljum þínum ogfœrist úr stað og eltir þig hvert sem þú ferð (EinarMár Guðmundsson, Ur „íauga óreiðunnar") Land&symr 3

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.