Land & synir - 01.11.2006, Blaðsíða 17

Land & synir - 01.11.2006, Blaðsíða 17
UOSM.: BERGSTEINN BJORGULFSSON YFIRLIT 2005-2006 Mýrin eftir Baltasar Kormák stefnir í frábæra aösókn. Þegar þetta er skrifaö er hún komin í um 65.000 manns og enn á fullri siglingu eftir fjögurra vikna stím. Á myndinni er Theódór Júlíusson í hlutverki illmennisins Elliöa. Ný kynslóð komin fram á sjónarsviðið Stiklað á stóru yfir helstu mál síðasta árs og þessa í íslenska kvikmyndaheiminum egar litið er til íslenskra kvikmynda undanfarinna ára er áberandi að ný kynslóð leik- stjóra er komin fram á sjónarsviðið og farin að láta til sín taka. Líkt og sést af aðsóknarlistunum hér til hliðar eru flestar myndirnar 1-3 mynd viðkom- andi leikstjóra og svo er einnig ef litið er yfir myndir þessa fyrsta áratugar nýrrar aldar. Þessi þróun heldur áfram ef skoðaðar eru væntanlegar myndir (sjá bls 6 og 7). Ýmsir hinna reyndari eru þó að sjálfsögðu enn í fullu fjöri. 2005 2005 er sérstakt ár að því leyti að af fjórum frumsýndum bíómyndum er aðeins ein (Strákarnir okkar) á ísl- enskri tungu og tvær þeirra, Voksne mennesker og One point O fram- leiddar erlendis, með íslensk fram- leiðslufyrirtæki sem meðframleið- endur. Þekktir bandarískir leikarar, Forest Whittaker og Julia Stiles, fara með helstu hlutverkin í þeirri fjórðu, A Little Trip to Heaven og einnig er þekkta leikara að fmna í One Point O, Udo Kier, Lance Henriksen, Deborah Unger og Jeremy Sisto. Allar mynd- irnar hafa ferðast á kvikmyndahátíðir víða og Strákarnir okkar hefur selst til margra landa. Tvær vandaðar heimildamyndir voru sýndar í bíó á árinu, Africa United og Gargandi snilld. Báðar fengu fína dóma en dræma aðsókn. Þær hafa einnig gert víðreist á hátíðum. Þá sópaði stuttmynd Gríms Hákon- arsonar, Slavek the Shit, að sér verð- launum víða um heim. Af öðrum helstu atburðum ársins má nefna BAFTA verðlaun Valdísar Óskarsdóttur fyrir klippingu kvik- myndarinnar The Eternal Sunshine of the Spotless Mind; tvær ágætar kvik- myndahátíðir; heimsóknir leikstjór- anna Quentin Tarantino (hann kom tvisvar), Abbas Kiarostami og Pawel Pawlikovski; framleiðandans Nik Powell og handritshöfundarins Mog- ens Rukov; upptökur á kvikmynd Clint Eastwood, Flags of Our Fathers; og sameiningu Sagafilm og Storm. Tvær leiknar sjónvarpsþáttaraðir litu dagsins ljós á árinu; Reykjavíkur- ncetur og Kallakaffi. Árinu lauk svo ágætlega með tilkynningu um 18% hækkun á framlagi til Kvikmynda- miðstöðvar. Aðsókn á íslenskar myndir 2005 *Þrátt fyrir að vera frumsýnd jólin 2004 var 1 takt við timann mest sótta íslenska myndin 2005 (heildaraðsókn 31.459). *Tölur fyrir A Little Trip to Heaven lýsa heildaraðsókn mynd- arinnar 2005-2006, en hún var ffumsýnd jólin 2005. HEIMILD: SMÁÍS (www.smais.is) AÐSÓKN 1 takt við tímann (Bjarmaland) * • ' ALittleTriptoHeaven (Sögn) * 20.329 15461 Strákarnirokkar (Kisi) 11.586 Voksnemennesker (ZikZak) 2.448 AfricaUnited (Poppoli) (heimildamynd) 1.958 Gargandisnilld (ZikZak)(heimildamynd) 1.659 Heildaraðsókn 2005 Meðalaðsókn2005 Aðsókn á íslenskar myndir 2006* Sennilega er hægt að slá því föstu að Mýrin verði mest sótta íslenska mynd þessa árs og sennilega mest sótta mynd ársins. *merkir að myndin er enn í sýningu. *Aðsókn til 13.11.06. HEIMILD: SMÁÍS (www.smais.is) MYND (Framleiðandi) AÐSÓKN Mýrin (Sögn) * 64.372 Börn (Vesturport) * 13.870 Þetta er ekkert mál (Goðsögn) (heimildam.) * 11.450 Blóðbönd (Pegasus) Bjólfskviða (fsl. kvikmyndakompaníið) 8.959 2.886 Heildaraðsókntil 13.11.2006 ■ 101537 Meðalaðsókntil 13.11.2006 20307 10 mest sóttu myndirnar 2005 Framhaldsmyndir og endurgerðir voru frekar til fiörsins 2005. Sjö af tíu mest sóttu myndunum falla í þann flokk. Það segir sína sögu að aðeins eina mynd vantar á þennan lista til að hann innihaldi sömu myndir og sá bandaríski fyrir sama tímabil; Chronicles ofNarnia, sem frumsýnd var í desember og nær þvi ekki inná topp tíu listann.. HEIMiLD: SMÁIS (www.smais.is) *Hóf sýningu árið 2004 og heildartekjur eru þvl hærri. **Var t sýningu fram yfir áramót og heildartekjur því hærri. Aðsóknar- hæsta íslenska myndin, I takt við ttmann, var 114. sæti (frum- sýnd 2004). Madagaskar Harry Potter and the Goblet of Fire ** Star Wars: Episode III - Revenge of the Sith Batman Begins Mr. and Mrs. Smith War of the Worlds Meet the Fockers Wedding Crashers Charlie and the Chocolate Factory KingKong * 47.454 47.119 39.695 35.967 35.136 32.483 30.791 30.106 28.965 28.706 ■ ■ Heildaraðsókn 2005 hhmmHI 1.308.637 Meðalaðsókn2005 6.261 Fjöldi sýndra mynda 2005 209 LAND&SYNIR 17

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.