Land & synir - 01.11.2006, Blaðsíða 21

Land & synir - 01.11.2006, Blaðsíða 21
YFIRLIT 2005-2006 íslenskar kvikmyndir njóta fádæma vinsælda á heimamarkaði Fullyrðingin hér að ofan kann að þykja djörf, enda erum við af einhverjum ástæðum sjaldan sátt við aðsóknina á íslenskar myndir. Hún stendur þó undir sér ef ákveðnar lykiltölur eru skoðaðar út frá skýrum forsendum. Umræðan að undanförnu hefur nokkuð verið á þá leið að aðsókn fari minnkandi á íslenskar myndir, kannski vegna þess að innlendir “smellir” hafa verið fáir uppá síðkastið. Hin mikla aðsókn á Mýrina er því kær- komin fyrir bransann og vonir standa til að fleiri myndir fái góða aðsókn á næstunni. Tölurnar í töflunum sýna þó fýrst og fremst að aðsókn sveiflast mjög frá ári til árs. Vegna þessa og einnig vegna þess hve fáar myndir við gerum ár hvert, er mun eðlilegra að skoða aðsóknina yfir lengra tímabil. Að horfast í augu við smæðina Þegar litið er yfir síðustu tíu ár (1996-2005) kemur í ljós að gerðar hafa verið 43 myndir og eru þær að fá 17.696 manns að meðaltali, eða um 6% þjóðarinnar. Sambæri- legar tölur þekkjast varla annarsstaðar. Meðaltalsreikning- urinn felur vissulega hinar gríðarlegu sveiflur sem eru í aðsókn á einstakar myndir, en er hentugur til samanburðar í mörgum skilningi. Slík aðsókn þykir samt lítil, en það virðist hafa meira að gera með óraunhæf- ar væntingar en jarð- bundin viðhorf. Kannski vegna þess að við höfum kynnst aðsókn sem er uppí allt að 50% þjóðar- innar. í stærri lönd- um þar sem menn- ingarleg einsleitni er ekki eins ríkjandi, eru slíkar tölur afar sjaldséðar. Málið er að horfast í augu við smæðina, því þannig sjáum við skýrt hversu íslenskar kvikmyndir eru stór hluti af þjóðlífmu. Hvað er góð aðsókn? Hver eiga viðmiðin að vera? Hvað er “góð aðsókn”? Hvað þarf mynd að fá marga áhorfendur til að teljast smellur? Sala á bók telst góð fari hún í nokkur þúsund eintök. Meðaltalið er auðvitað miklu lægra enda gríðarlega mikið gefið út af bókum hér. Sama máli gegnir um plötur, en þær fá gullið við 5.000 eintaka sölu. Um leið þekkjast mun hærri sölutölur á hvoru tveggja, allt uppí tvo til þrjá tugi þúsunda. Meðaláhorf í leikhúsunum á sama tímabili er um a) Heildaraðsókn á íslenskar kvikmyndir 1996-2005 ÁR FJÖLDI HEILDARAÐSÓKN 1996 2 86.771 1997 4 'í 38.420 1998 2 45.783 1999 2 22.458 2000 6 170.590 2001 4 28.092 2002 9 133.672 2003 4 43.643 2004 4 50.816 2005 6 53.441 SAMTALS 43 673.686 HEIMILD: Hagstofan, SMÁÍS. 3.800 áhorfendur á verk. Sum leikrit fá tugþúsunda aðsókn. Þessar viðmiðanir eru vísbendingar um að aðsókn á íslenskar kvikmyndir sé í heildina með ágætum. í því sam- bandi má t.d. benda á að meðalaðsókn á Hollywood mynd- ir hér á landi er um 8.500 manns á þessu tímabili. Einnig þar er um að ræða gríðarlegar sveiflur. íslenska meðalaðsóknarmyndin væri stórsmellur í Ameríku! Sé horft til Evrópu og Bandaríkjanna er samanburðurinn líka hagstæður. Staðan er í raun svo skrýtin að meðalað- sóknarhlutfallið hér myndi víða flokkast sem “box offíce hit”! Meðalaðsókn í Danmörku á danskar myndir, sem þykja hafa notið mikillar velgengni á heimamarkaði undanfarin áratug, er rúmlega 100 þúsund manns, eða tæp 2% þjóð- arinnar. Myndir sem þeir telja “smelli” eru að fá frá 300- 500 þúsund manns eða 6-10% þjóðarinnar. Allra stærstu myndirnar þeirra fara upp að milljón manns eða um 20% landsmanna, en þær eru sárafáar. Hinar Norðurlanda- þjóðirnar eru með svipuð eða lægri meðaltöl. Þá er meðalaðsókn á franskar myndir á heimamarkaði um 300.000 manns eða 0.5% þjóðarinnar. Þarna er um að ræða þá þjóð sem hefur hvað sterkasta stöðu heimamynda í hópi vestrænna ríkja, að Banda- ríkjunum undan- skildum. Samanburður við mulningsvélina í Hollywood er auð- vitað með mildum fýrirvörum en samt er fróðlegt að benda á að skv. tölum MPAA* komu um 1.4 milljarðar gesta á 549 myndir 2005, eða rúm tvær og hálf milljón gesta á mynd að meðaltali (ca. 0.8% þjóð- arinnar). Miðasalan á þeim bæ hefur verið á svipuðu róli hin síðari ár en fer reyndar ögn minnkandi. Einnig má benda á að væri íslenska meðalaðsóknarmyndin bandarísk (þ.e. fengi sömu hlutfallsaðsókn), hefði hún lent í 17. sæti yfir mest sóttu myndir síðasta árs þar í landi. íslenskur almenningur er semsagt miklu áhugasamari um íslenskar myndir en bandarískir þegnar um bandarískar myndir! Hollywood er víða... HEIMILDIR: Hagstofa íslands, SMÁIS, Danska kvikmyndastofnunin, The European Audio Visual Observatory, *Motion Picture Association of America, Boxofficemojo.com, IMDB.com. b) Meðalaðsókn á íslenskar kvikmyndir 1996-2005 ÁR FJÖLDI PR.MYND 1996 2 43386 1997 4 9.605 1998 2 22.892 1999 2 112229 2000 6 35.455 2001 4 7.023 2002 9 14852 2003 4 10.911 2004 4 12.704 2005 6 8.907 MEÐALAÐSÓKN PR. MYND 17.696 MEÐALAÐSÓKNPR.ÁR 67369 LAND&SYNIR 21

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.