Land & synir - 01.11.2006, Blaðsíða 23

Land & synir - 01.11.2006, Blaðsíða 23
YFIRLIT 2005-2006 Dnnlendar dagskrárútlímr sjónvarpsstöðvaeina Land & synir freistar þess nú í fyrsta sinn að birta tæmandi lista yfir það innlenda dagskrárefni sem sjónvarps- stöðvar landsins sýna. Hugmyndin er að þetta verði árlegt hér eftir; að hægt verði að ganga að upplýsingum um alla innlenda dagskrá hvers árs á einum stað. Flokkun Efninu er skipt gróflega niður í eftirfarandi flokka: Stakir þættir: Hverskonar stakir þættir um hin fjölbreytilegustu efni. Þáttaraðir: Bæði fastir þættir og afmarkað- ar þáttaraðir. I framtíðinni verður hér frek- ari flokkun. Heimildamyndir: Bæði framleiðsla sjálf- stæðra fyrirtækja og innanhúss framleiðsla stöðvanna. Leikið sjónvarpsefni: Hér er allt leikið efni sett undir einn hatt, hvort sem um er að ræða sketsaþætti, barnaefni eða stórar leiknar þáttaraðir. Eðlilegt er þó að í fram- tíðinni verði þetta efni flokkað frekar. Stuttmyndir: íslenskar stuttmyndir á dag- skrá stöðvanna. Bíómyndir: Islenskar bíómyndir á dagskrá stöðvanna. Ekki er að þessu sinni tekið tillit til þess hvort um frumsýningu eða endur- sýningu í sjónvarpi er að ræða. Ýmislegt annað efni er að finna á dagskrá stöðvanna, t.d. frétta- og íþróttaefni, en það er ekki haft með á þessum lista nema í sér- stökum tilvikum þar sem um er að ræða sérstaklega unnið efni. Viðmiðunin er 7. grein útvarpslaga en þar segir m.a.: “Sjón- varpsstöðvar skulu kosta kapps um að meiri hluta útsendingartíma sé varið í íslenskt dagskrárefni og annað dagskrárefni frá Evrópu. Með útsendingartíma er í þessu sambandi átt við heildarútsendingartíma sjónvarpsstöðva að frádregnum þeim tíma sem varið er til frétta, íþróttaviðburða, leikja, auglýsinga, textavarpsþjónustu og fjarsölu.” Ýmsir fyrirvarar Listi yfir einstaka dagskrárþætti er auð- vitað aðeins hluti af myndinni, t.d. segir hann ekkert um heildar tíma dagskrárinn- ar, hlutföll einstakra efnisflokka í dagskrá, né heildar hlutfall innlendrar dagskrár af heildardagskrá stöðvanna. Þá er framleiðsla stöðvanna sjálfra ekki aðgreind frá fram- leiðslu sjálfstæðra fyrirtækja. I framtíðinni verður stefnt að því að bæta þessum upplýsingum við. Sumt efni er erfitt að flokka og kann það að hafa lent á skjön á listanum. Hverskyns athugasemdir við framsetningu þessa lista eru því vel þegnar, enda er markmiðið að hafa hann sem ítarlegastan og skýrastan þannig að hann gefi sem besta mynd af þeirri innlendu dagskrá sem stöðvarnar sýna ár hvert. Efnisinnihald stöðvanna Þegar listinn er skoðaður blasir auðvitað fyrst við að á dagskrá Sjónvarpsins eru mun fleiri einstakir dagskrárliðir en samanlagt hjá hinum stöðvunum. Sjónvarpið hefur því mikla yfirburði hvað varðar fjölbreytt efnis- framboð. Þetta verður þó að skoða í sam- hengi við þær ólíku efnisáherslur sem Stöð 2 og aðrar stöðvar 365 Dagskráráherslur innlends efnis Stöðvar 2 hafa skerpst mikið á undanförnum árum og leggur stöðin nú mest uppúr stærri skemmtidagskrám á borð við Idol-stjörnu- leit, X-factor, Meistarann, Það var lagið og skemmtiþátt Hemma Gunn. Þá er nokkuð um lífsstílsefni og viðtalsþætti. Leiknir sketsaþættir hafa einnig verið á dagskrá Stöðvar 2 um árabil. Stakir þættir eru sjald- séðir, áherslur liggja á þáttaröðum með sterk einkenni. Aðrar stöðvar 365 samsteypunnar eru enn sérhæfðari. Sirkus leggur áherslu á sprell og ungæðislegt skemmtiefni, NFS Sylvía Nótt: kom, sá og sigraði stöðvarnar hafa og til hvaða hópa þær eru að höfða. Sjónvarpinu er samkvæmt lögum uppálagt að leggja áherslu á fjölbreytnina, að gera eitthvað fyrir sem flesta. Hinar stöðvarnar hafa þrengri markmið. Sjónvarpið Samkvæmt þessu eru stóru áherslurnar í dagskrá Sjónvarpsins menningarefni hvers- konar (tónlist fyrirferðarmest), samfélags- legt efni, barnaefni og skemmtiefni. Má segja að stofnunin sinni þessum þáttum ágætlega í heildina tekið. Skortur á heimildamyndum og leiknu efni er hinsvegar áberandi. Á þessum tæpu tveimur árum sýndi Sjónvarpið á fjórða tug heimildamynda, eða heimildamynd á nær þriggja vikna fresti að meðaltali. Hvað leikið efni varðar er auðvitað mikið land ónumið, en margt bendir til þess að framboð slíks efnis verði mun meira á næstu árum. lagði áherslur á fréttir og samfélagslegt efni (stöðin hætti útsendingum í október) og Sýn býður uppá íþróttaefni fýrst og fremst. Skjár einn Innlendar dagskráráherslur Skjás eins að undanförnu hafa fyrst og fremst verið íslenskar aðlaganir að raunveruleikaform- ötum og annað létt skemmtiefni. Auk þess er nokkuð um lífsstílsefni og einnig má finna efni samfélagslegs eðlis. Skjár einn hefur jafnframt byrjað að þreifa sig áfram með leikið efni. Skóinn kreppir í leiknu efni og heimildamyndum Það er efni í aðra grein og stærri að fjalla um það sem uppá vantar hjá stöðvunum. Það verður þó að segjast að allar stöðvarnar leggja áherslu á innlent efni í dagskrá sinni að einhverju leyti. Betur má þó ef duga skal og þá sérstaklega hvað leikna sjónvarpsefn- ið varðar. LAND&SYNIR 23

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.