Orð og tunga - 26.04.2018, Page 14

Orð og tunga - 26.04.2018, Page 14
Helgi Skúli Kjartansson: Sproti. Geta fornar skógarnytjar ... 3 sprota eða sprotafisk: stútungsþorsk, lítinn hákarl, silung ýmist stóran eða lítinn, jafnvel óflakaða lúðu. Slánaleg ungmenni eða hálfvaxin gátu kallast sprotar, sömuleiðis mjóir póstar sem aðskilja rúður í glugga, en það er ung aðlögun á dönskuslettunni sprossi (d. sprosse, þangað komið úr þýsku). Þótt þessar merkingar hafi nú þokað, a.m.k. úr daglegu máli, eru þær ekki merktar sem fornar eða úreltar hjá Blöndal (1920–1924:784). Þannig er hins vegar merkt samsetningin sprotabarn,3 en hún mun upphaflega merkja ‘ósakhæft barn, of ungt til að refsa með öðru en hýðingu’. Þar er komið afbrigði af merkingunni ‘lítill stafur’, þ.e. ‘prik notað til hýðinga, refsivöndur’, en ROH geymir nokkur dæmi hennar allt aftur á 16. öld. Hún liggur t.d. að baki þegar Eiríkur á Brúnum talar um „tvö pólití með reidda sprota“, þ.e. ‘lögreglukylfur’. 2.3 Barefli í fornmáli Í fornmálstextum (hér stuðst við ONP4 með hliðsjón af Fritzner og Lex.Poet.) er tíðast talað um sprota sem refsivendi eða barefli og samsetningar af orðinu lúta flestar að þeirri merkingu; þann ig er hug takið sprotabarn t.d. notað í norskum fornlögum. Í kristi leg- um textum er sprotinn oft tákn fyrir refsivald. Einkum er það Guð sjálf ur sem beitir slíkum sprota, reiðisprota (eins og líka í Passíu- sálm un um), hefndarsprota eða ráðningarsprota en stöku sinnum líka misk unnarsprota. Einnig bregður fyrir bæði heilögum mönnum og ver aldlegum höfðingjum sem handhöfum hegningarsprota eða hegnd- ar sprotans. Sumt af þessu er þýtt eða endursagt úr latínu og liggur þá að baki orðið virga ‘teinungur, prik, stafur’, sérstaklega haft um hýðingarprik, t.d. sem agatæki í skólum. Sproti Guðs og stafur hétu í latnesku biblíunni5 virga og baculus, hið síðara sama og bagall ‘hirðisstafur biskups eða ábóta’, og hætt við að lesendur Biblíunnar 3 Um hana hefur ROH dæmi úr þýðingu eft ir Arngrím lærða sem ugglaust er einnig heimild Blöndals. Ósagt skal látið hvort Arngrímur þekkti orðið úr samtímamáli sínu eða aðeins úr miðaldatextum. 4 Tilvitnanir í fornmálstexta eru, nema annað sé tekið fram, sóttar í dæmasafn á vef ONP þar sem þær finnast undir því leitarorði sem skáletrað er í hverri tilvitnun. Um orðið sproti er á vefnum fullsamin orðabókargrein með skýringum og merk- ingarfl okkuðum dæmum; um önnur orð, t.d. samsetningar af sproti, er notað hrátt dæmasafnið. Allar fornmálstilvitnanir, bæði í ONP og aðrar heimildir, eru færðar til nútímarithátt ar. 5 Hér og framvegis notuð Vulgata (1994) sem fulltrúi fyrir biblíutexta miðalda, þótt vissulega hafi þeir ekki verið allir nákvæmlega samhljóða. tunga_20.indb 3 12.4.2018 11:50:27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.