Orð og tunga - 26.04.2018, Blaðsíða 14
Helgi Skúli Kjartansson: Sproti. Geta fornar skógarnytjar ... 3
sprota eða sprotafisk: stútungsþorsk, lítinn hákarl, silung ýmist stóran
eða lítinn, jafnvel óflakaða lúðu. Slánaleg ungmenni eða hálfvaxin
gátu kallast sprotar, sömuleiðis mjóir póstar sem aðskilja rúður í
glugga, en það er ung aðlögun á dönskuslettunni sprossi (d. sprosse,
þangað komið úr þýsku).
Þótt þessar merkingar hafi nú þokað, a.m.k. úr daglegu máli, eru
þær ekki merktar sem fornar eða úreltar hjá Blöndal (1920–1924:784).
Þannig er hins vegar merkt samsetningin sprotabarn,3 en hún mun
upphaflega merkja ‘ósakhæft barn, of ungt til að refsa með öðru en
hýðingu’. Þar er komið afbrigði af merkingunni ‘lítill stafur’, þ.e. ‘prik
notað til hýðinga, refsivöndur’, en ROH geymir nokkur dæmi hennar
allt aftur á 16. öld. Hún liggur t.d. að baki þegar Eiríkur á Brúnum
talar um „tvö pólití með reidda sprota“, þ.e. ‘lögreglukylfur’.
2.3 Barefli í fornmáli
Í fornmálstextum (hér stuðst við ONP4 með hliðsjón af Fritzner
og Lex.Poet.) er tíðast talað um sprota sem refsivendi eða barefli og
samsetningar af orðinu lúta flestar að þeirri merkingu; þann ig er
hug takið sprotabarn t.d. notað í norskum fornlögum. Í kristi leg-
um textum er sprotinn oft tákn fyrir refsivald. Einkum er það Guð
sjálf ur sem beitir slíkum sprota, reiðisprota (eins og líka í Passíu-
sálm un um), hefndarsprota eða ráðningarsprota en stöku sinnum líka
misk unnarsprota. Einnig bregður fyrir bæði heilögum mönnum og
ver aldlegum höfðingjum sem handhöfum hegningarsprota eða hegnd-
ar sprotans. Sumt af þessu er þýtt eða endursagt úr latínu og liggur
þá að baki orðið virga ‘teinungur, prik, stafur’, sérstaklega haft um
hýðingarprik, t.d. sem agatæki í skólum. Sproti Guðs og stafur
hétu í latnesku biblíunni5 virga og baculus, hið síðara sama og bagall
‘hirðisstafur biskups eða ábóta’, og hætt við að lesendur Biblíunnar
3 Um hana hefur ROH dæmi úr þýðingu eft ir Arngrím lærða sem ugglaust er einnig
heimild Blöndals. Ósagt skal látið hvort Arngrímur þekkti orðið úr samtímamáli
sínu eða aðeins úr miðaldatextum.
4 Tilvitnanir í fornmálstexta eru, nema annað sé tekið fram, sóttar í dæmasafn á vef
ONP þar sem þær finnast undir því leitarorði sem skáletrað er í hverri tilvitnun.
Um orðið sproti er á vefnum fullsamin orðabókargrein með skýringum og merk-
ingarfl okkuðum dæmum; um önnur orð, t.d. samsetningar af sproti, er notað hrátt
dæmasafnið. Allar fornmálstilvitnanir, bæði í ONP og aðrar heimildir, eru færðar
til nútímarithátt ar.
5 Hér og framvegis notuð Vulgata (1994) sem fulltrúi fyrir biblíutexta miðalda, þótt
vissulega hafi þeir ekki verið allir nákvæmlega samhljóða.
tunga_20.indb 3 12.4.2018 11:50:27