Orð og tunga - 26.04.2018, Blaðsíða 19
8 Orð og tunga
Þá er það augljóslega Óðinn, þótt nafnlaus sé, sem birtist í Norna-
Gests þætti í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu (2000:24). Hann
stend ur á sjávarhömrum „í heklu grænni og í bláum brókum, upp-
háva skúa og kneppta að legg, laufsprota í hendi“ og biður um far
þegar floti Sigurðar Fáfnisbana fer hjá.16 Samstofna lýsing er gefin
á Óðins birtingunni Rauðgrana, þeim sem varð á vegi Örvar-Odds
(Örv.O. 1888:125): „Hann var í bláflekkóttri heklu, uppháva skó, og
reyr sprota í hendi … lét síga höttinn fyrir andlitið.“ Hér er reyrsprotinn
hið venju lega Óðinstákn, laufsprotinn á einhvern hátt samsvarandi,
hvort tveggja kannski síður notað sem vopn en óbreyttur sproti. Nán-
ar um það síðar.
Um reyrsprota án Óðins má benda á dæmi úr konungasögum17
þar sem Magnús góði afhendir Haraldi harðráða hálft konungsríki
sitt. Magnús heldur veislu, útdeilir stórum gjöfum, gengur síðast
„fyrir Harald frænda sinn og hafði í hendi sér reyrteina tvo“ og býður
Haraldi að kjósa annan teininn. Hann gerir það og Magnús segir:
„Með þessum reyrsprota gef eg yður hálft Noregsveldi.“ Hér eru það
sam heiti, reyrsproti og reyrteinn, vísbending um að sprotar og teinar
geti verið áþekk fyrirbæri.
2.6 Og alls konar sprotar
Þá er ógetið nokkurra fornmálsdæma sem enn virðast víkka út hug-
takið sproti.
Beltissproti er nefndur, eins og fleiri sprotar, í Karlamagnús sögu.
Reyndar á karlmanni en væntanlega í svipaðri merkingu og á kven-
búningi síðar. Eitthvað ámóta kemur fyrir í Þiðriks sögu (1905:179) þar
sem lýst er undrasverðinu Ekkisaxi. Fetlar þess eru „gulli lagð ir“ –
um það eru handrit samsaga – „og góðum sylgjum búnir og sprot um,
og dýrum steinum settir“. Eða „settir dýrum steinum og gull hnút-
um“ eða „stórum járnsylgjum og gullsprotum“. Þarna fara saman, í
tveim textum af þremur, sylgjur og sprotar, líkast því sem sprotinn
sé endi fetilsins sem nær út úr sylgjunni, eða málmskraut á slíkum
16 Auk sprotans er allur klæðaburður mannsins dæmigerður fyrir birtingarmyndir
Óðins eins og Ólafur Halldórsson (1990/1984:471) hefur rakið. Að kappar, sem
koma aðvífandi á herskipum, eigi orðaskipti við dularfulla persónu á landi er þekkt
efnisatriði í fornaldarsögum og jafnvel eddukvæðum (dæmi: Hrímgerðarmál í
Helgakviðu Hjörvarðssonar).
17 Dæmi eru í Fagurskinnu, Morkinskinnu og síðari samsteypum, víðast með svip-
uðu orðalagi; hér vitnað í texta Heimskringlu (1991:620).
tunga_20.indb 8 12.4.2018 11:50:28