Orð og tunga - 26.04.2018, Page 127
116 Orð og tunga
tvennt, ‘lögreglumaður’ og ‘lögreglustofnun’, var orðið lögregla fyrst
notað í stað pólití ‘lögreglumaður’, þ.e.:
pólitímaður : pólití ‘lögreglumaður’ = lögreglumaður : x → lögregla ‘lögreglumaður’
Síðan fékk orðið lögregla einnig merkinguna ‘lögreglustofnun’ sem
var hin merkingin sem danska tökuorðið pólití hafði.15
Að lokum ber að nefna að lögregla er oft stytt í daglegu tali í lögga
sem felur í sér báðar merkingarnar ‘lögreglumaður’ og ‘lögreglustofn-
un’. Einnig er til karlkennd mynd af styttingunni, þ.e. löggi, en þá
hefur orðið einungis merkinguna ‘lögreglumaður’. Báðar myndirnar,
lögga og löggi, koma fyrst fyrir á fimmta áratug 20. aldar, samkvæmt
Tímarit.is, og ber að skilgreina sem stuttnefni.
3 Samantekt
Í greininni var fengist við sögu orðsins lögregla. Leitað var að uppruna
og sögð deili á orðmyndun þessa embættisnafns sem með réttu má
skilgreina sem 19. aldar nýyrði. Samkvæmt heimildum birtist umrætt
orð fyrst árið 1836 í samsetningunni lögreglumaður en árið 1844 kemst
samheitið lögregluþjónn fyrst á prent. Bæði orðin, lögreglumaður og
lög regluþjónn, ber að skilgreina sem tökuþýðingar, annað orðið á d.
politi mand en hitt á d. politibetjent. Í 19. aldar íslensku voru einnig
not uð dönsku tökuorðin pólitímaður, pólitíþjónn og pólití og gat það
síðasta merkt tvennt: ‘lögreglumaður/-þjónn’ annars vegar og ‘lög-
reglustofnun’ hins vegar.
Um uppruna orðsins lögregla hafa verið settar fram tvær tilgátur: 1)
að orðatiltækið að halda uppi lögum og reglu búi að baki orðinu lögregla;
2) að Konráð Gíslason, frekar en Jónas Hallgrímsson, sé höfundur
þessa orðs en báðir þessir Fjölnismenn skrifuðu textann þar sem orðið
lög reglumaður birtist í fyrsta sinn, þ.e. Skírnisfréttirnar 1836.
Um 1. lið ber að segja að merkingarviðmið orðsins lögregla liggur
ekki inni í orðinu heldur utan þess. Þessi esósentríska samsetning af
gerðinni dvandva skýrist þannig að orðapar, sem hún er sett saman af,
15 Það að lögregla eigi uppruna sinn í samsettum orðum á borð við lögreglumaður en
ekki öfugt fær einnig óbeina staðfestingu í orðabók Blöndals. Í henni eru talin orð
með lögregla að fyrra lið en ekki sjálft orðið lögregla (sbr. Blönd., undir lögreglubók og
Blönd.viðbætir, undir lögreglu-). Merkingarnar ‘lögreglustofnun’ og ‘lögreglumaður’
eru skráðar undir „?pólití“ (um spurnarmerkt orð í Blöndalsorðabókinni sjá Vetur-
liða Óskarsson 1997:26).
tunga_20.indb 116 12.4.2018 11:50:50