Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 133
122 Orð og tunga
Rannsókn þessi1 miðar að því að kanna, í fyrsta lagi, hvort og þá
hvaða bakgrunnsþætt ir Íslendinga hafi áhrif á viðhorf til erlends tals
og, í öðru lagi, hvort rekja megi greinarmun í viðhorfum til erlends
tals til þjóðernislegs bakgrunns málnotendanna.
Til að afh júpa viðhorfi n til erlends hreims var notast við hulins-
prófi ð (e. verbal-guise technique) þar sem átt a konur, sjö með erlendan
hreim og ein með íslensku að móðurmáli, lásu upp sama texta og var
tal þeirra tekið upp. Upptökurnar voru svo spilaðar fyrir hóp þátt -
takenda með íslensku að móðurmáli og lögðu þeir mat á upp tök urnar
sam kvæmt merkingargreiningu (e. semantic diff erential).
Greinin fj allar sem sagt um íslensku talaða með erlendum hreim og
viðhorf til slíkrar málnotkunar. Í 2. kafl a er fj allað um erlendan hreim
og þær félagslegu og mállegu breytingar sem íslenskt málsamfélag
hefur orðið fyrir á síðustu árum. Í því sambandi er sérstök áhersla lögð
á aðstæður tengdar mállegri sjálfsmynd, skynjun og mati á erlendum
hreim, svo og hugsanlegar afl eiðingar þessara nýlegu breytinga. Í 3.
kafl a fylgja útskýringar á þeim aðferðum sem beitt er og aðferðafræði
og síðan eru helstu niðurstöður rannsóknarinnar kynntar í 4. kafl a.
Nið urstöðurnar eru svo ræddar í 5. kafl a og er einkum fj allað um
nið ur stöður í ljósi kyns og aldurs. Niðurstöður gefa til kynna að
nýtt gildismat á tali fólks sé að myndast og kann það að hafa áhrif
á „málloft slag“ hér á landi. 6. kafl i hefur að geyma nokkur lokaorð.
2 Hreimur og samfélag
2.1 Hljóðfræðileg máltilbrigði
Tal er samsett af ýmsum þátt um og eru hljóðfræðileg einkenni þess
sérstaklega áberandi (e. salient) (Moyer 2013:85). Í tali geta vís bend-
ingar sem eru rétt nokkrar millisekúndur sýnt mállegan bakgrunn
ein staklings (Kang og Rubin 2009:2). Þar af leiðandi er skynjun er-
lends hreims óhjákvæmilega samtvinnuð við hugmyndir um þann
sem talar með hreim og ætluð persónueinkenni hans. Hugmyndin
um að greina á milli „innfædds tals“, þ.e. tals þeirra sem hafa eitt -
hvert tungumál að móðurmáli (e. native speech), og erlends tals, þ.e.
tals þeirra sem hafa viðkomandi tungumál sem annað eða erlent
mál (e. non-native speech), er því ekki einungis byggð á mismunandi
1 Rannsóknin ber heitið „Dulin viðhorf: Mat á tali innfl ytjenda“ og er styrkt af
Rannís og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands.
tunga_20.indb 122 12.4.2018 11:50:51