Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 8
Á fundinum verður samband ESB við nánustu nágrannaríki skoðað; hvað er sameiginlegt, hvað er ólíkt og litið verður til áskorana og framtíðarþróunar í þessum efnum. PALLBORÐSUMRÆÐUR: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, Dóra Sif Tynes, lögmaður og Smári McCarthy, þingmaður Pírata Fundarstjóri: Davíð Þór Björgvinsson, rannsóknaprófessor við lagadeild Háskóla Íslands Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum. Angelina Eichhorst, varaframkvæmda stjóri innan utanríkisþjónustu ESB, og forstöðu- maður fyrir málefni Vestur-Evrópu (þ.m.t. EFTA), Vestur-Balkanskaga og Tyrkland Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun Fimmtudaginn 3. maí kl. 12:00-13:30 í Norræna húsinu Sendinefnd ESB á Íslandi Angelina Eichhorst EES-samningurinn og samskipti ESB við nánustu nágrannaríkin Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og sendinefndar ESB á Íslandi FUNDARBOÐ Aðalfundur MS-félags Íslands Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 16. maí kl. 17:00 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Húsið opnar kl. 16:30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Vinsamlegast athugið að framboð til stjórnar og nefnda skal tilkynna til skrifstofu eigi síðar en viku fyrir aðalfund og jafnframt að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis þeir sem eru skráðir í félagið eigi síðar en viku fyrir fundinn. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins www.msfelag.is Veitingar í boði félagsins. Hvetjum félagsmenn að mæta! Virðingarfyllst, Stjórn MS-félags Íslands Kúbverjar fagna 1. maí Baráttudegi verkalýðsins var fagnað víða um heim í gær, ekki bara hér á Íslandi. Kommúnistarnir Miguel Diaz-Canel og Raúl Castro, nýr forseti og fyrrverandi forseti Kúbu, tóku þátt í hátíðarhöldunum á Byltingar- torginu í höfuðborginni Havana. Sá fyrrnefndi varð forseti í síðasta mánuði og lauk því áratugalangri valda- tíð Castro-bræðra. Raúl og Fidel bróðir hans höfðu haldið um valdataumana frá 1959. Nordicphotos/AFp Kjaramál Stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf. hækkaði laun forstjórans, Svanhildar Konráðs- dóttur, um rúm 20 prósent á síðasta ári skömmu eftir að ákvörðunarvald launa forstjórans var fært frá kjara- ráði. Var þetta önnur launaákvörð- unin sem forstjóri Hörpu fékk á síðasta ári því í febrúar í fyrra hafði kjararáð ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir króna í mánaðarlaun. Stjórnin hækkaði hins vegar launin í 1.567 þúsund krónur á mánuði. Í nýbirtum ársreikningi Hörpu má sjá að laun og launatengd gjöld til forstjóra Hörpu höfðu hækkað nokkuð milli áranna 2016 og 2017 og umfram það sem nemur þeim launum sem kjararáð ákvarðaði þáverandi forstjóra þann 13. febrúar 2017. Forstjóraskipti urðu hjá Hörpu þann 1. maí í fyrra þegar Svanhildur Konráðsdóttir tók við af Halldóri Guðmundssyni sem verið hafði forstjóri í fimm ár. Launakjör Svan- hildar voru þá þau sömu og kjararáð hafði ákvarðað Halldóri. Ný lög um kjararáð tóku hins vegar gildi 1. júlí 2017 sem höfðu þann tilgang að fækka verulega þeim sem kjararáð ákvarðar laun og færa ákvörðunarvaldið í mörgum tilfellum aftur til stjórna viðkom- andi fyrirtækja og félaga í opinberri eigu. Eitt þessara félaga var Harpa ohf. Fréttablaðið leitaði skýringa á þessum launahækkunum sem birtust í ársreikningi Hörpu. Þórð- ur Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, staðfestir að stjórnin hafi hækkað laun Svanhildar í fyrra, eftir að hún tók við starfinu, en það hafi verið fyrir hans tíð í stjórn. „Ákvörðun fyrri stjórnar um laun forstjóra var 1.567 þúsund í heildarlaun á mán- uði og engar aukagreiðslur fyrir setu í öðrum stjórnum,“ segir Þórður Aðspurður hvenær hækk- unin hafi komið til fram- kvæmda segir Þórður telja að það hafi verið annað hvort 1. júlí eða 1. ágúst. Stjórnarákvörðunin í fyrra gerði það að verk- um að laun forstjórans hækkuðu um ríflega 260 þúsund krónur á mánuði, eða 20,5 pró- sent. Eftir því sem næst verður komist leiddi ákvörðun kjararáðs í febrúar 2017  ekki til teljandi launahækkunar hjá forstjóra Hörpu. Fréttir hafa borist af launaskriði æðstu stjórnenda ríkisfyrirtækja og stofnana undanfarnar vikur, en fjallað hefur verið um að Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar fékk 32 prósenta launahækkun í fyrra og að Magnús Geir Þórðar- son útvarpsstjóri fékk 16 prósenta launahækkun hjá RÚV, svo dæmi séu tekin. Hækkanir sem fallið hafa í grýttan jarðveg hjá verkalýðsforystunni. Þessar umtalsverðu launa- hækkanir til handa for- stjórum og stjórnendum o p i n b e r ra f y r i r t æ k j a og félaga, nýfrjálsum undan ákvörðunar- valdi kjararáðs, ganga í berhögg við tilmæli fjármála- og efna- hagsráðuneytisins til stjórna fyrirtækja í ríkiseigu í fyrra. Þar var þeim ráðlagt að stilla öllum launahækkunum forstjóra í hóf eftir að ákvarðanir um laun þeirra færðust undan kjararáði af ótta við hugsanleg áhrif launa- ákvarðana á stöðug- leika á vinnumarkaði. mikael@frettabladid.is Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjór- anum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017. svanhildur Konráðsdóttir. TæKni Apple sér í fyrsta sinn fram á samdrátt í sölu iPhone-snjallsíma í Bandaríkjunum. Þetta sögðu grein- endur sem tæknifréttasíðan Cnet ræddi við í gær og töldu þeir jafn- framt að nýjasta símanum í vöru- línunni, iPhone X, væri um að kenna. Þetta er þveröfugt við þær spár sem settar voru fram þegar síminn var fyrst kynntur. Þótti greinendum þá líklegt að ný hönnun iPhone X „væri framtíðin“. Vonast var til  þess  að iPhone X myndi drífa staðnandi snjallsímamark- að áfram en markaðurinn minnkaði í fyrsta sinn á síðasta ársfjórðungi 2017. „Það verður augljósara með hverjum deginum að Apple á við vaxtarverki að stríða. Fyrirtækið er fórnarlamb eigin velgengni,“ sagði Andrew Uerkwitz, greinandi hjá fjárfestingarbankanum Oppenheimer. Sagði jafnframt að sala á Apple Watch, AirPods og Apple Music hafi valdið vonbrigðum. Undanfarna daga hafa birgjar Apple, til að mynda Samsung, TSMC, AMS  og SK Hynix, er sjá fyrirtæk- inu fyrir íhlutum í iPhone- símana, talað um minnk- andi eftirspurn. Þykir greinendum það benda til þess að Apple sé að draga úr framleiðslu iPhone X. – þea Spá minnkandi iPhone-sölu iphone X er einkar laglegur sími, en Apple virðist vera í vandræðum með að koma honum í hendur neytenda. FréttAblAðið/EpA 2 . m a í 2 0 1 8 m i Ð V i K U D a G U r6 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a Ð i Ð 0 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 4 -7 2 3 4 1 F A 4 -7 0 F 8 1 F A 4 -6 F B C 1 F A 4 -6 E 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.