Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 13
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Við látum framtíðina rætast. Komdu við hjá sérfræðingum okkar að Laugavegi 174 og kynntu þér úrval Volkswagen atvinnubíla í einni fjölhæfustu fjölskyldu landsins. FJÖLHÆFASTA FJÖLSKYLDA LANDSINS? Glæsilegur og vel út búinn pallbíll með 3.0 lítra, 225 hestafla, V6 dísilvél, 550 Nm togi, læst afturdrif, dráttarbeisli, heithúðun á palli, stigbretti, vetrardekk og nú á einstöku tilboðsverði. Volkswagen Amarok verð frá 7.890.000 kr. Hannaður með þarfir iðnaðar- manna að leiðarljósi og með átta þrepa sjálfskiptingu fyrir allar útgáfur. Fjöldi útfærslna á hleðslurými, farþegarými og aðstoðarkerfi. Volkswagen Crafter verð frá 5.610.000 kr. Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi undanfarin ár. Áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum, fjórhjóladrifinn og í fjölda útfærslna. Volkswagen Caddy verð frá 2.590.000 kr. Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðan- legum vinnuþjarki. Fulkomin stöðugleikastýring, spólvörn og sjö þrepa sjálfskipting. Volkswagen Transporter verð frá 4.180.000 kr. Stefnuleysi í heilbrigðismálum Sinnuleysi stjórnvalda í skipulagi heilbrigðiskerfisins á Íslandi veldur síauknum vanda á landsbyggðinni. Alþjóðlegar stofn- anir kalla eftir áherslubreytingum. Allt of fáir sérfræðingar í heimilis- lækningum útskrifast hér á landi til að anna brýnni þörf. Íslensk heil- brigðisþjónusta fylgir ekki þróun- inni á Norðurlöndum. Afar brýnt er að efla heilsugæsl- una til að mögulegt sé fyrir Evrópu- ríki að annast þjónustu og tryggja velferð sístækkandi hópa aldraðra og fjölveikra. Þetta er samhljóða álit Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar (WHO) og Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem telja að skilvirkasta leiðin til að tryggja bætt aðgengi og aukna samfellu í heilbrigðisþjónustu sé öflug heilsugæsla. Jafnframt telja stofnanirnar að nútímaheilbrigðis- þjónustu eigi að veita í nærumhverfi en í minna mæli á dýrum sérhæfð- um stofnunum. Þrátt fyrir að Ísland sé aðili að báðum stofnununum virðast skýr skilaboð þeirra ekki hafa skilað sér til íslenskra stjórnvalda. Í Svíþjóð var gerð ýtarleg greining á heilbrigðiskerfinu og gefin var út umfangsmikil skýrsla árið 2016 um framtíðarstefnu í heilbrigðismál- um. Meginniðurstaðan var að efla heilsugæslu og nærþjónustu. Síðast- liðið sumar var hrint af stað áætlun til þess að breyta heilbrigðiskerfinu með þessum áherslum úr skýrsl- unni. Á Íslandi eru engar raunhæfar áætlanir til um uppbyggingu heilsu- gæslunnar eða um mönnun hennar. Heildstæða stefnu skortir tilfinnan- lega í heilbrigðismálum samanber nýlega skýrslu Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands. Á málþingi sem Félag íslenskra heimilislækna hélt 3. mars síðast- liðinn kom fram hve læknamönnun heilsugæslu á landsvísu er orðin gríðarlega brothætt og engin raun- hæf áætlun til staðar um hvernig fylla eigi í það skarð sem myndast hefur í læknamönnun undanfarna tvo áratugi. Jafnframt hefur mönn- unarmódel ekki verið endurskoðað í áratugi þrátt fyrir mikla búferla- flutninga og verulega fjölgun ferða- manna um land allt. Samkvæmt þeim tölum sem fram komu á fund- inum er ástandið þannig sumstaðar að það vantar fasta lækna í meira en helming þeirra stöðugilda sem eru í heilsugæslu á stofnununum á lands- byggðinni. Á Íslandi eru heimilis- læknar um 15% af starfandi læknum en í OECD-löndunum er meðaltalið nálægt 30%. Þrátt fyrir öflugt sérnám í heim- ilislækningum útskrifast einungis um 6-8 nýir sérfræðingar í heim- ilislækningum á ári. Aðeins er greitt fyrir allt að 22 stöður af vel- ferðarráðuneytinu, en sérnámið er fimm ár þannig að þeir fjármunir duga einungis fyrir um 4,4 stöðum á ári. Til samanburðar má nefna að í Uppsölum í Svíþjóð þar sem um 370 þúsund manns búa og mönnun heimilislækna er mun betri en hér á landi, er áætlað að þörf sé á að útskrifa 26-28 nýja heimilislækna á ári næstu 10 árin til að fylla í skörðin þar. Um þriðjungur núverandi sér- námslækna í heimilislækningum á Íslandi getur hugsað sér að starfa á landsbyggðinni, þannig að ástand- ið á eftir að hríðversna næsta ára- tuginn ef ekkert verður að gert. Þá er enginn sérnámslæknir á þeim fjórum heilsugæslum sem starfa sjálfstætt á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að þær séu vel mannaðar sérfræðingum. Hvað varðar kennslu í Háskóla Íslands þar sem meirihluti íslenskra lækna nemur, eru ein- göngu 1,32 stöður kennara í heim- ilislækningum. Það er í hróplegu ósamræmi miðað við þann fjölda lækna sem starfar við greinina og við hvað umfang heilsugæslunnar ætti að vera á landsvísu. Enn er of lítið horft á lækningar manneskjunnar sem heildar og of mikið litið til einstaka hluta eða á afmörkuð vandamál mann- eskjunnar sem þjónar ekki á full- nægjandi hátt þörfum fjöldans. Í kennslu læknanema við HÍ er nær eingöngu lögð áhersla á sjúkrahús- hluta lækninga. Læknadeild á að mennta lækna til að mæta þörfum samfélagsins. Löngu er tímabært að breyta þessu gamla og úrelta við- horfi og hvetjum við til að farið sé að fordæmi Norðurlanda í menntun og skipulagi heilbrigðiskerfsins í heild. Oddur Steinarsson Jón Torfi Halldórsson sérfræðingar í heimilislækn- ingum og stjórnarmenn í Félagi íslenskra heimilislækna Á Íslandi eru heimilislæknar um 15% af starfandi læknum en í OECD-löndunum er meðaltalið nálægt 30%. S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11M i ð V i k u D A G u R 2 . M A í 2 0 1 8 0 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F A 4 -5 4 9 4 1 F A 4 -5 3 5 8 1 F A 4 -5 2 1 C 1 F A 4 -5 0 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.