Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 24
Margrét Ósk Árnadóttir er formaður Íslenska búta- saumsfélagsins. MYND/SIG- TRYGGUR ARI Dagbjört Guðmunds- dóttir kenndi listasaum á nýafstöðnum aðalfundi Búta- saumsfélagsins á Blönduósi. Þetta var út- koman með að- komu allra sem prófuðu. Verkið fékk nafnið Blanda. Ekki spill- ir að eiga forsetafrú sem er af kanadísk- um ættum. Markmið okkar er að allar konur sem gangast undir brjósta- uppskurð fái Hjartapúða. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Hér á landi varð bútasaumur ekki almennilega þekktur fyrr en um og eftir 1990,“ segir Margrét Ósk Árnadóttir, for- maður Íslenska bútasaumsfélags- ins. Hún segir handverk hafa fylgt manninum frá örófi alda, bæði til nytja og skrauts. „Ein tegund hand- verks er bútasaumur, sem lengi var nær eingöngu notaður í nytjahluti en hefur smátt og smátt færst úr því að vera nytjalist yfir í eitthvað miklu meira því þörfin fyrir að skapa fallega hluti er sterk.“ Sitja ekki aðgerðalausar Íslenska bútasaumsfélagið var stofnað um síðustu aldamót og voru félagar þá um 140. Nú eru þeir rúmlega 400 um land allt. Yfir veturinn eru haldnir mánaðarlegir félagsfundir og kennir þar ýmissa grasa; kynningar og fyrirlestrar, meðal annars um endurvinnslu á gallabuxum, endurnýtingu leður- klæða og ferðasögur af erlendum sýningum. „Við héldum fyrsta aðalfund Bútasaumsfélagsins utan Reykja- víkur nú í apríl, á Blönduósi. Það tókst afar vel til og mættu á þriðja tug hressra kvenna til að taka þátt í þéttri og afar skemmtilegri dag- skrá. Flestar voru komnar norður seinni hluta föstudags og fljótlega voru komnar saumavélar á öll borð í salnum, skurðarborð, strauborð og straujárn, en líka prjóna- og hekluverkefni fyrir þær sem ætluðu sér ekki að sitja aðgerðarlausar eitt andartak,“ segir Margrét kát. Nokkur örnámskeið voru haldin þessa helgi. Margrét Óskarsdóttir kenndi að sauma laufblöð á efni sem leysist upp í vatni og Dagbjört Guðmundsdóttir kenndi aðferð við að búa til myndir úr bútum og öðru efni. Þá kenndi Kolbrún Símonar- dóttir aðferðir við pappírssaum, Ásdís Finnsdóttir fríhendis útsaum í vél og höndum og trévatnslitun, og Anna Margrét Valgeirsdóttir sýndi hvernig hægt er að sauma innkaupa- og grænmetispoka úr gömlum fötum. Hetjuteppi og Hjartapúðar Bútasaumsfélagið hefur árum saman saumað Hetjuteppi sem gefin eru langveikum börnum. Bútasaumsævintýri í Kanada Íslenska bútasaumsfélagið fer nú í maí til Kanada með yfir hundrað bútasaumsverk. Það er þekkt fyrir handsaumuð Hetjuteppi sín og saumar nú Hjartapúða fyrir konur eftir brjóstauppskurð. Hér má sjá verk úr endurunnum gallabuxum og úrval Hjartapúða sem eru nýtt verkefni Bútasaumsfélagsins. Teppin koma alls staðar að og eru jafnfjölbreytt og þau eru mörg. „Í vetur settum við á laggirnar nýtt verkefni sem er að sauma svokallaða hjartapúða handa konum sem gang- ast undir brjóstauppskurð. Púðarnir eru hjartalaga að einhverju leyti og notaðir til að hlífa skurðsvæðinu og halda handleggjum frá því að nuddast við það,“ útskýrir Margrét. „Markmið okkar er að allar konur sem gangast þurfa undir brjóstaupp- skurð geti fengið slíkan púða.“ Bútasaumsfélagið gengst reglulega fyrir sýningum af ýmsu tagi, bæði hér á landi og í útlöndum. Félag- ið er aðili að samtökunum EQA (European Quilt Association) sem heldur árlega sýningu á bútasaumi í Birmingham. „Í ár er þemað „Boundaries“ eða „Mörk“ og sendum við átta verk auk þess að taka þátt í þemaverkefnum. Einnig sendir hvert land frá sér verk sem í heild sýna fjölbreytileika Evr- ópu,“ útskýrir Margrét. Fyrir nokkru barst Bútasaums- félaginu boð um að halda sýningu á íslenskum bútasaumsteppum í Kanada. „Forsaga málsins er að lítill bær í Kanada, Ailsa Craig, fær árlega styrk til að bjóða heim félögum úr bútasaumsfélagi annars lands, með sýningu og kynningu á landinu,“ segir Margrét um hátíðina sem nefnist „Ailsa Craig Quilt & Fibre Arts Festival“ og fer fram dagana 21. til 25. maí. „Í ár varð Ísland fyrir valinu og þeir félagar okkar sem fara kenna sitthvað sem snertir bútasaum eða handverk sem einkennir landið okkar. Við ætlum að sýna Kanada- búum yfir hundrað teppi og búta- saumsverk og halda fyrirlestra um Ísland. Þetta er frábært tækifæri til að kynna land og þjóð fyrir Kanada- búum, en eins og kunnugt er búa þar fjölmargir afkomendur Íslendinga sem fluttu vestur um haf fyrir margt löngu. Ekki spillir svo að eiga forseta- frú sem er af kanadískum ættum,“ segir Margrét, full tilhlökkunar. Sjá nánar á butasaumur.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Fimmtudaginn 10. maí gefur Fréttablaðið út aukablaðið ÚT AÐ HJÓLA Í þessu skemmtilega blaði er fjallað um allt sem viðkemur hjólreiðum á Íslandi. Allir sem stunda hjólreiðar að einhverju marki munu finna áhugavert efni í blaðinu. Á meðal þess sem fi na má í blaðinu er umfjö lun um ýmis hjólamót í sumar, spjallað við hjólafjölskyldu sem nýtir samverustundir til að hjóla saman, forvitnast er um starfsemi hjólaklúbba, farið yfir forvarnir og öryggismál hjólreiðafólks og spjallað við nokkra hressa þátttakendur í átakinu Hjólað í vin una. Þetta og margt fleira áhugavert er að finna í þessu áhugaverða blaði sem er ómissandi fyrir allt hjólafólk. Nán ri upplýsi ar um auglýsingar og kynningarumfjallanir veitir Ólafur H. Hákonarson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 512 5433 / olafurh@frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . M A Í 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 0 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 4 -5 4 9 4 1 F A 4 -5 3 5 8 1 F A 4 -5 2 1 C 1 F A 4 -5 0 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.