Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 26
Umönnun pottaplantna verð-ur tekin fyrir á Bókasafni Kópavogs á morgun, milli klukkan 17 og 18. Viðburðurinn er liður í erindaröð um vorverkin á safninu í apríl og byrjun maí. „Eru pottaplöntur heima hjá þér? Veistu hvað þarf að gera til að þær þrífist og að þeim líði vel? Pottaplöntur í híbýlum skipta máli fyrir heimilisbrag og vellíðan þeirra sem nálægt þeim eru, en að fást við pottaplöntur er líka skapandi og skemmtilegt tóm- stundagaman.“ Hafsteinn Hafliðason, garð- yrkjufræðingur flytur erindi um pottablóm og svarar fyrirspurnum gesta en Hafsteinn heldur úti hópnum Stofublóm, inniblóm, pottablóm á Facebook þar sem hann ráðleggur fólki um val og umönnun plantna. Pottaplöngur: Umpottun og umhirða  Pottaplöntufyrirlestur verður á Bókasafni Kópavogs í dag. 1 bolli steinlausar döðlur 1 bolli kasjúhnetur eða aðrar hnetur ½ bolli þurrkaðar apríkósur ½ bolli þurrkuð kirsuber ½ bolli ósætar kókosflögur 2 msk. chia-fræ Skellið öllu hráefninu í mat- vinnsluvél og púlsið nokkrum sinnum þar til allt er orðið fínmöl- uðum massa. Deigið ætti að tolla vel saman. Leggið plastfilmu á bretti og hellið massanum á filmuna. Mótið í ferning í heppilegri þykkt, leggið aðra plastfilmu yfir og frystið eða kælið þar til deigið er orðið nógu stíft til að skera það í stykki. Þá mætti pakka hverju stykki fyrir sig inn í plast og frysta. Döðlustykki með chia  Orkurík og bragðgóð milli mála. Grillsósur eru mismunandi. Ef maður gerir sósuna sjálfur er hún auðvitað best. Nú er grilltíminn að hefjast fyrir alvöru. Þá er auðvitað frábært að nota BBQ-sósu sem maður hefur búið til sjálfur. Hér er ein svaka góð sem hentar fyrir allar gerðir af kjöti. Uppskriftin ætti að gefa um 5 dl af sósu. 6 tómatar 1 laukur 2 hvítlauksrif ½ dl rauðvínsedik 1 tsk. Worcestershire-sósa 1 dl hrásykur Smávegis salt 2 msk. chili-sósa eða tómatsósa eftir smekk 1 msk. chipotle-sósa 1 rauður chili-pipar, smátt skorinn 1 dl vatn Skerið tómatana í bita og setjið í pott. Skrælið laukinn og hvítlauk- inn og skerið mjög smátt. Blandið öllu öðru í pottinn og látið suðuna koma upp. Látið malla í 15 mínútur. Takið af hitanum og maukið með töfrasprota. Heimagerð grillsósa Fréttablaðið með þér í sumar. Þú getur nálgast frítt eintak af Fréttablaðinu á eftirfarandi stöðum víðsvegar um landið: mest lesna dagblað landsins. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . m A í 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 0 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F A 4 -5 9 8 4 1 F A 4 -5 8 4 8 1 F A 4 -5 7 0 C 1 F A 4 -5 5 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.