Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 31
Nasdaq First North Fundarstjóri er Helga Harðardóttir, partner hjá KPMG á Íslandi. Erindin verða eftirfarandi: Hvað er First North? Páll Harðarson hjá Nasdaq fjallar um First North markaðinn hér á landi og erlendis og hvernig þróunin getur orðið á næstu árum. Hvers vegna First North? Svanbjörn Thoroddsen hjá KPMG fjallar um þau tækifæri sem felast í skráningu á First North og ávinning fyrirtækja af henni. Reynslan af First North? Jón Ágúst Þorsteinsson forstjóri Klappa segir frá reynslu skráningar nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækis á First North. Í kjölfar erindanna verða pallborðsumræður um málefnið þar sem Hekla Arnardóttir hjá Crowberry Capital og Svana Gunnarsdóttir hjá Frumtaki bætast í hóp fyrirlesara í pallborðið. Nýlega hafa tvö ólík félög verið skráð á First North markaðinn hér á landi með góðum árangri. First North er hlutabréfamarkaður sem er sniðinn að þörfum vaxtarfyrirtækja en þó hafa fá fyrirtæki hér á landi nýtt sér þau tækifæri og kosti sem skráningu geta fylgt. Skráning á First North eykur m.a. aðgengi að fjárfestum og fjármagni, s.s. lífeyris- og verðbréfasjóðum sem hafa takmarkaðar heimildir til að fjárfesta í óskráðum hlutabréfum. Vinsamlega skráðu þig til þátttöku á kpmg.is OPNAR SKRÁNING Á FIRST NORTH NÝJAR DYR FYRIR ÞITT FYRIRTÆKI? KPMG og Nasdaq á Íslandi boða til morgunverðarfundar um First North markaðinn og tækifærin sem þar felast. FIMMTUDAG 3. MAÍ | 8:30 - 10:00 BORGARTÚNI 27 | 8. HÆÐ Við erum að meðaltali 23 ára þegar við flytjum að heiman en um 34 ára þegar við kaupum okkar fyrstu íbúð. Að undanförnu hefur mikið verið rætt um hversu erfitt er að eiga fyrir útborgun vegna fyrstu kaupa og það verður langt í frá auðveldara þegar við þurfum að greiða húsaleigu á sama tíma og við spörum. Það er skiljanlegt að við byrjum að spara þegar við erum farin að finna fyrir þörfinni. Ef okkur finnst það ekki vera aðkallandi er auðvelt að ýta því á undan sér. Hið sama má segja um lífeyrisaldurinn, það hafa fáir áhuga á að undirbúa hann fyrr en hann er handan við hornið og þá er það sennileg orðið of seint. Í báðum tilvikum er þó betra að byrja fyrr. Það er auðveldara að spara þegar við búum í foreldrahúsum. Í stað þess að greiða húsaleigu getum við lagt fyrir og við getum sparað enn meira með því að borða heima. En stundum dugar það ekki til. Sá sparnaður, sem ætti að vera til kaupa á húsnæði, er oft nýttur í eitthvað allt annað. Það er mikil- vægt að unga fólkið átti sig á því að með kaupum á bíl eða rándýrri heimsreisu, eru þau að gera sér mun erfiðara fyrir að koma sér þaki yfir höfuðið seinna meir. Getur til dæmis verið að með því að sleppa kaupum á 3 milljóna króna bíl 20 ára gætu þau átt fyrir útborgun í íbúð áratug síðar? Séreignarleiðin hjálpar en það verður samt mjög erfitt. Mikill meirihluti fyrstu kaupenda fá fjár- hagslega aðstoð frá foreldrum en foreldrarnir þyrftu þó að grípa mun fyrr inn í og undirbúa börnin sín betur. Að tæma framtíðarreikn- inginn, kaupa sér bíl eða gleyma skipulögðum sparnaði gerir íbúðakaup erfiðari, en við þurfum að útskýra það fyrir krökkunum. Það margborgar sig því að setjast aðeins niður með þeim og ræða málin. Þau þurfa að spara áður en þau fara Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka Í fjölmiðlum að undanförnu hefur verið fjallað um kaup Brims hf. á 34% hlut í HB Granda hf. Eins og komið hefur fram í fréttum mynda kaup af þess- ari stærðargráðu yfirtökuskyldu á grundvelli laga um verðbréfavið- skipti, sem leiðir til þess að Brim ber nú að gera öllum hluthöfum HB Granda yfirtökutilboð innan fjögurra vikna. Enn er óvíst hversu margir hluthafar munu samþykkja yfirtökutilboð Brims. Greinarstúfur þessi fjallar ekki um viðskipti Brims enda hafa undirritaðir engar upp- lýsingar um efni samninga aðila, fyrirætlanir þeirra eða aðstæður að öðru leyti. Tilgangur greinarinnar er að varpa með almennum hætti ljósi á áhugaverð lögfræðileg álita- efni sem geta skapast við yfirtöku félaga sem skráð eru í kauphöll og um gilda ýmis sérlög. Ef nógu margir hluthafar ganga að tilboði félags sem gerir yfirtöku- tilboð getur það virkjað ákvæði annarra laga sem setja takmörk við því að félagið fari með yfirráð í öðru félagi – jafnvel þótt það hafi ekki verið upphafleg ætlun þess sem kaupir. Þannig getur stofnast skylda fyrir þann sem gerir yfir- tökutilboð að tilkynna kaupin sem samruna til Samkeppniseftirlitsins, til dæmis ef hann eignast yfir 50% hlutafjár í hinu keypta félagi. Sam- runinn er þá ekki valfrjáls heldur þvingaður á grundvelli yfirtöku- skyldu í lögum um verðbréfavið- skipti. Þegar um valfrjálsa samruna er að ræða, til dæmis þegar félag A kaupir félag B með kaupsamningi, er í flestum tilvikum gerður fyrir- vari um samþykki samkeppnis- yfirvalda. Ef samruninn er ógiltur af hálfu samkeppnisyfirvalda fer samruninn ekki fram og kaupin ganga til baka. Þessu kann að vera öðruvísi háttað þegar yfirtöku- skyldur aðili gerir öllum hluthöfum yfirtökutilboð. Hafi upphafleg við- skipti ekki verið skilyrt við sam- þykki samkeppnisyfirvalda hefur yfirtökuskyldur aðili þá ekki tæki- færi til þess að setja slíkan fyrir- vara í yfirtökutilboð til annarra hluthafa. Ef samkeppnisyfirvöld telja sam- runa yfirtökufélagsins og hins yfir- tekna félags skaðlegan samkeppni og ógilda hann af þeim sökum, og yfirtökutilboðið sjálft verður ekki ógilt með vísan til ákvæða laga um verðbréfaviðskipti, getur málið þannig vandast, enda gæti framsal hlutafjár í félaginu þegar hafa átt sér stað. Samkeppniseftir- litið þyrfti þá að mæla fyrir um að hinum yfirtökuskylda væri skylt að selja hlutafé, til dæmis niður fyrir 50%, til þess að vinda ofan af yfirráðum í félaginu. Þetta getur skapað óheppilegar aðstæður sem leiða kunna til þess að sá yfirtöku- skyldi neyðist til að selja hlutafé á lægra verði en ella sökum erfiðrar samningsstöðu. Önnur lagaákvæði geta einn- ig komið til sögunnar. Til dæmis mæla ákvæði laga um stjórn fisk- veiða fyrir um að einstök félög, eða aðilar þeim tengdum, megi ekki eiga meira en sem nemur 12% heildar kvótans. Eignist tengd félög kvóta umfram hið lögbundna hámark gefur Fiskistofa aðilunum sex mánaða frest til þess að gera ráðstafanir til að koma aflahlut- deildinni niður fyrir umrædd 12% mörk. Ef félögin ná ekki að selja niður fyrir mörkin innan þeirra tímamarka fellur umframaflahlut- deild þeirra niður. Þetta skapar hættu á því að viðkomandi félög standi frammi fyrir að þurfa að selja kvóta í sinni eigu á mögulega lægra verði en ella eins og í tilviki eignarhluta umfram 50%. Í ljósi framangreinds er ákveðin hætta á því að sá sem öðlast yfirráð í skráðu félagi í kjölfar yfirtöku- skyldu, hvort sem er í skilningi samkeppnislaga, laga um stjórn fiskveiða eða annarra laga, standi frammi fyrir stöðu sem ekki var stefnt að í upphafi, til dæmis að þurfa leyfi stjórnvalda fyrir við- skiptunum eða því að vera gert að selja hluti eða eignir sínar innan ákveðins tíma. Í slíkum tilvikum kann að vera nauðsynlegt fyrir aðila sem ætlar sér að kaupa yfir 30% hlut í skráðu félagi að setja fyrirvara við kaupin um að þau nái ekki fram að ganga ef þessi staða kemur upp eða skilyrða þau við samþykki til- tekinna stjórnvalda, vilji hann hafa stjórn á aðstæðum eða auka fyrir- sjáanleika. Ef skilyrði um þetta eru sett í samninginn sem leiddi til yfir- tökuskyldu eru allar líkur á því að mögulegt sé að gera þennan sama fyrirvara í yfirtökutilboðum gagn- vart öðrum hluthöfum. Yfirráð og yfirtökur á skráðum félögum Víðir Smári Petersen Stefán Orri Ólafsson Höfundar eru lögmenn og meðeig- endur á LEX lögmannsstofu. Sá sem öðlast yfirráð í skráðu félagi kann að standa frammi fyrir stöðu sem ekki var stefnt að, til dæmis að vera gert að selja eignir innan ákveðins tíma. 7M I Ð V I K U D A G U R 2 . M A í 2 0 1 8 markaðurinn 0 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 4 -8 1 0 4 1 F A 4 -7 F C 8 1 F A 4 -7 E 8 C 1 F A 4 -7 D 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.