Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 38
TónlisT Amadeus ★★★★★ Kvikmyndatónleikar Eldborg í Hörpu Föstudaginn 29. apríl Amadeus eftir Milos Forman og Peter Shaffer. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Ludwig Wicki. Mótettukór Hallgrímskirkju söng (kórstjóri Hörður Áskelsson). Einleikari: Mei Yi Foo. Er ég sé til leikarans F. Murray Abra- ham, meira að segja í þáttaröðinni Homeland, þar sem hann leikur CIA njósnara, þá hugsa ég alltaf: Þetta er maðurinn sem drap Mozart. Leikur hans í kvikmyndinni Amadeus, þar sem hann var í hlutverki hins afbrýðisama tónskálds Salieris var svo kraftmikill að það er manni ógleymanlegt. Í myndinni eru þeir tveir keppinautar. Milos Forman, sem leikstýrði Amadeus, lést á dögunum. Það var því viðeigandi að sýna myndina á stóru tjaldi. Var það einmitt gert núna fyrir helgi. Myndin var sýnd í Eldborginni í Hörpu. Nánast öll tón- listin var í lifandi flutningi Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, Mótettukórs Hallgrímskirkju og píanóleikarans Mei Yi Foo. Ýmis vandamál eru við bíó- sýningu þegar tónlistin er leikin á staðnum. Hljóðblöndun tals og tón- listar er ekki fyrir hendi, tónlistin er gjarnan of sterk. Þetta kom þó ekki að sök hér, því myndin var textuð, auk þess sem tónlistin er í gríðarlega stóru hlutverki í myndinni. Hún á ekki bara að styðja við framvindu og stemningu eins og venjuleg kvik- myndatónlist. Flutningurinn var í hvítvetna stórkostlegur. Helst mátti finna að eilítið óstöðugum karlaröddum í lok myndarinnar, þegar Salieri var að skrifa sálumessu eftir fyrirmæl- um Mozarts, sem liggur á banabeði sínum. Í það heila var kórsöngur- inn þó þéttur og voldugur og með allt á hreinu. Hljómsveitin var líka í banastuði undir pottþéttri stjórn Ludwig Wicki. Leikurinn var ætíð tær, nákvæmur og fjörlegur. Tón- listin var ávallt leikin á hárréttum tíma. Stjórnandinn var með ipad fyrir framan sig sem var tengdur við myndina og ýmsar bendingar þar sem hjálpuðu við hljómsveitar- stjórnina. Píanóleikur Mei Yi Foo var sömuleiðis afar fallegur, mjúkur og ljóðrænn. Er Amadeus var sýnd fyrst fór hún fyrir brjóstið á mörgum tónlistar- spekúlantinum. Það er í sjálfu sér skiljanlegt. Salieri og Mozart voru ekki svona miklir óvinir í raun- veruleikanum. Sá síðarnefndi var þó vissulega grallari og átti það til að vera klámfenginn í bréfaskrift- um, en að hann hafi verið einhver hálfviti sem hló skrækum rómi er ósennilegt. Þessar miklu andstæður per- sónuleika tónskáldsins og tón- listarinnar sjálfrar, eins og þeim er teflt fram í myndinni, eru samt sér- lega áhrifamiklar. Þær undirstrika hversu tónlistin var mikið undur. Hún streymdi niður fullmótuð í huga Mozarts, líkt og hún kæmi frá himnaríki. Persónuleiki tón- skáldsins skipti þar engu máli. Það er þetta sem gerir myndina svona góða. Tónlistin er miðpunkturinn, ekki Mozart sjálfur, Salieri eða neinn annar. Án efa voru þetta með betri tónleikum vetrarins. Jónas Sen niðursTAðA: Stórfenglegir tónleikar með tónlist Mozarts í dásamlegum búningi. Þegar Mozart var drepinn leiKhús svartalogn ★★★★★ Þjóðleikhúsið Eftir: Kristínu Marju Baldursdóttur Leikgerð: Melkorka Tekla Ólafs- dóttir Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason Leikarar: Elva Ósk Ólafsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Ragnheiður Stein- dórsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir, Esther Talía Casey, Hallgrímur Ólafs- son, Pálmi Gestsson, Baldur Trausti Hreinsson, Birgitta Birgisdóttir og Snorri Engilbertsson Leikmynd: Gretar Reynisson Búningar: María Th. Ólafsdóttir Tónlist: Markéta Irglová og Sturla Mio Þórisson Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson og Aron Þór Arnarsson Flóra stendur uppi rúmlega fimmtug atvinnulaus, fráskilin og hundsuð af samfélaginu. Henni býðst að mála gamalt timburhús í litlu þorpi á Vestfjörðum og slær til, leigir út litlu íbúðina sína í Reykjavík og heldur út í óvissuna. Þannig er upphafsstefið í Svartalogni sem frumsýnd var síðast- liðinn föstudag á stóra sviði Þjóð- leikhússins. Leikgerðina skrifar Melkorka Tekla leiklistaráðunautur hússins en henni hefur heppnast betur. Enn og aftur er gerð sú krafa að áhorf- endur fylli upp í eyðurnar með upplýsingum úr bókinni, þannig er gefin afsláttur á persónusköpun og framvindu. Ef einhverju er sleppt, svo sem bakgrunni og persónu- tengslum, þá verður eitthvað að koma í staðinn í handriti en lítið er um slíkar lausnir. Ein af stóru breyt- ingunum er að innri rödd Flóru, sem hefur margar efasemdir um sitt líf, er leikin af þeim Birgittu og Snorra í hlutverkum fyrrverandi samstarfs- fólks hennar. Áhyggjur Flóru um sinn stað í heiminum og eigið ágæti koma ekki fram með hennar rödd, heldur í gegnum aðra. Þessi fjarlægð er truflandi og önnur leið hefði verið ákjósanlegri. Þessi galli sýnir samt sem áður styrk Elvu Ósk á leiksviðinu því fátt er erfiðara að leika en góða hlustun og hún heldur sýningunni saman. Hún er nánast á sviðinu allan tímann og leiðir orkuna á sviðinu í gegnum sig þannig að aðrir leik- arar blómstra. Slíkt er aðeins á færi þeirra allra hæfileikaríkustu, sem og að leika án orða. Flóra er hvati breytinga þrátt fyrir að gera og segja sem minnst, alla- vega fyrir hlé. Óljóst er hvort þetta hlé standi í komandi sýningum því í leikskrá er gefið til kynna að sýn- ingin sé án þess. Frænkurnar Petra og Guðrún eru leiknar af Eddu og Ragnheiði sem njóta sín best í létt- ari atriðunum þar sem kímnigáfa þeirra fær að njóta sín. Erlendu söngfuglana leika þær Snæfríður og Esther Talía af nokkru öryggi. Hina ákveðnu Ewu leikur Esther Talía með dillandi húmor og Snæfríður er að finna fótfestu sína eftir frekar brösótt leikár, síðan syngja þær sér- lega fallega. Birgitta og Snorri komast þokka- lega frá hlutverkum sínum en líða fyrir það að vera einungis málpípur aðalpersónunnar. Karlkynspersón- urnar eru byggðar á þekktum stað- alímyndum um kynið: sá fyndni, sá mjúki, sá ofbeldisfulli. Pálmi á þó eft- irminnilegt augnablik þar sem hann finnur einlæga leið til að opna upp reynsluheim karlmanna, þeirra sem var kennt að loka inni tilfinningar sínar. Baldur Trausti og Halldór fá ekki mikið til að vinna með og verða þannig flatir í persónusköpuninni. Hilmir Snær er óhræddur við að hrista upp í efninu en því miður er hér er sleginn vitlaus tónn. Saga Flóru nýtur sín ekki nægilega vel í þessu þungbúna umhverfi. Jú, tilvist mannverunnar er svo sannarlega harmræn en þessi aftengda drama- tíska nálgun hentar ekki sögunni sem segja skal. Að sama skapi má finna grunnvandamál í tónlistinni, sem á að vera sál sýningarinnar. Hún á að þjóna sem leið fyrir þessar konur að finna fullkomnun í ófull- komnu lífi. Markéta og Sturla finna ekki hápunktinn sem til þarf þrátt fyrir ljúflega úrvinnslu á ljóðum íslenskra kvenna. Leikmyndin er hugarfóstur eins reyndasta leikmyndahönnuðar landsins en Gretar er þekktur fyrir að skapa afgerandi myndheim. Hér birtist heimurinn sem grá göng í iðjum fjarðaheiðanna, ágætis mynd- líking fyrir innri baráttu karakt- eranna en styður illa við sýninguna í heild þar sem hún verður fljótlega köld og tóm. María hefur margoft sýnt að hún hefur fjölmarga hæfi- leika en þeir fá ekki að njóta sín hér. Fyrir utan fagurrauðan draumakjól Flóru þá eru búningarnir óspenn- andi, þá sérstaklega hjá skrifstofu- blókunum Irpu og Hrannari sem blæða inn í gráma ganganna. Hljóðmyndin er vönduð og vel unninn af þeim Elvari Geir og Aron Þór, ein sú besta á leikárinu. Þeir smíða hljóðmynd í takt kjarna verksins þar sem dropinn holar steininn, mikilvæg augnablik eru kannski ekki þekkjanleg þegar þau gerast en áhrifin geta verið varanleg. Halldór Örn á heiðurinn að fæða líf inn í þennan kalda heim með ein- staklega áhrifaríkri lýsingu. Í Svartalogni sækja konur í styrk og stuðning annarra kvenna. Þraut- reyndar leikkonur á besta aldri fara með helstu hlutverkin sem er bæði þakklátt og hressandi. En veikt handrit og óskýr leikstjórn eru hér helstu gallarnir. Elva Ósk er miklu betri en efni standa til og von er nú til að hún fái fleiri verkefni á næsta leikári enda hefur hún verið algjör- lega frábær á því sem er að líða. Sigríður Jónsdóttir niðursTAðA: Grátbrosleg saga sem slær því miður rangan tón þrátt fyrir magnaðan leik hjá Elvu Ósk. Sálarinnar svörtu göng Úr sýningunni Svartalogn sem var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn föstudag. Mynd/Hörður SvEinSSon Frá æfingu hjá SÍ fyrir kvikmyndatónleikana í síðustu viku. 2 . m A í 2 0 1 8 m i ð V i K u D A G u r20 m e n n i n G ∙ F r É T T A B l A ð i ð menning 0 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F A 4 -4 F A 4 1 F A 4 -4 E 6 8 1 F A 4 -4 D 2 C 1 F A 4 -4 B F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.