Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 42
Framtíðin er núna! Hefðbundin verslun og þjónusta heyrir liðinni tíð. Stafræna byltingin hefur breytt því hvernig viðskiptavinir eiga í samskiptum við fyrirtæki. Viðskiptavinir í dag versla í gegnum mörg mismunandi tæki og velja sér ólíkar samskiptaleiðir. Til að vera samkeppnishæf þurfa verslunar- og þjónustufyrirtæki að geta selt,þjónustað viðskiptavini og haldið utan um þá í gegnum öll þessi tæki og leiðir. Til þess þurfa öll kerfi að tengjast saman á auðveldan hátt. Sérstakur gestur Svar á morgunverðarfundinum er Edda Blumenstein sem vinnur að doktorsrannsóknum í Omni Channel Retail Strategy við viðskiptaháskólann í Leeds. Skráning og upplýsingar á Svar.is/fundur Ókeypis aðgangur SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS MORG UN- VERÐ AR- FUND UR HOTELNATURA3. MAÍ Lífið Ímynduð sjónvarpsdagskrá næsta hausts Það eru svo margir góðir sjónvarpsþættir í heiminum. Marga íslenska sjónvarpsþætti sem áttu sínar vinsældir fyrir nokkrum árum mætti alveg koma með aftur og vel mætti heimfæra suma vinsæla erlenda þætti. Pimp my ride Margir muna eftir þáttunum Pimp my Ride þar sem rappar- inn Xzibit tók hús á fólki sem var svo óheppið að eiga ljóta bíla og „pimpaði“ þá upp fyrir þá. Þeir heppnu enduðu með fiskabúr í mælaborðinu og sjónvarp í gólfinu og máttu vel við una. Það er alveg kominn tími á íslenska útgáfu af þessum stórskemmtilega þætti þar sem veitinga- og útvarpsmaðurinn Robbi Kronik gæti tekið að sér hlutverk Xzibit, farið heim til fólks og öskrað á það „BRRA- AAP“ áður en hann myndi setja iPad í hanskahólfið á Dacia Dusternum þeirra. Djúpa laugin Djúpa laugin var stemmingshlaðinn stefnumótaþáttur sem var eins- konar Tinder þess tíma. Stjórnendur þáttarins voru ýmsir, til að mynda Dóra Takefusa, Mariko Margrét, Tobba Marínós og fleiri. Þátturinn hefur verið endurvakin oftar en einu sinni og er alveg ástæða fyrir því. Þar sem öpp og samfélags- miðlar og þetta drasl allt saman er á bullandi niðurleið í dag er um að gera að draga fram Djúpu laugina og halda hana á B5 og fá mögulega þær vinkonur Þórunni Antoníu og Dóru Júlíu til að stjórna. Afi Örn Árnason er í hugum heilu kynslóðanna Afi – gamalmenni með gítar sem var alltaf til í að skella á eins og einni (eða fleiri) teiknimynd. Hugmyndin bak við þáttinn var að fá ungan leikara til að leika gamlan mann sem svo kynnti til sögunnar teiknimyndir. Steindi væri auðvitað fullkominn sem hinn nýi afi enda einstaklega lunkinn við að leika gamalmenni. Sönn íslensk sakamál Hver kannast ekki við að hafa sagt „þetta yrði geggjaður Sönn íslensk sakamál þáttur“ um einhver sakamál samtímans? Það er líklega alveg komið nóg af efni í heila nýja seríu af þessum klassísku þáttum. Það væri til að mynda ótrúlega skemmtilegt að sjá Skáksambandsmálið tekið fyrir, Bjössi í Mínus myndi leika smyglarann og Jörundur Ragnarsson væri grun- laus formaður Skáksambandsins. Íslensk kjötsúpa Erpur Eyvindarson tók hugmynd- ina bak við Ali G Show og færði hana í íslenskan búning. Viðmæl- endur hans skildu ekki neitt hvað var í gangi þegar rapphundurinn frá Kópavogi fór að ausa yfir þá blaðsíðum úr slangurorðabókinni sinni. Ef Kjötsúpan færi aftur á dagskrá væri ekki vitlaust að fá Herra Hnetusmjör, arftaka Erps í beinan karllegg, til að taka við. The Simple life Paris Hilton og Nicole Richie voru áhrifavaldar síns tíma – höfðu enga hæfileika nema að vera góðar í að fara í mörg partý og eiga ríkar fjölskyldur. Í The Simple Life fengu þær að kynnast heimi fólks sem þarf í alvörunni að vinna fyrir sér og prófuðu að mjólka kýr og alls konar í þeim dúr. Hvernig væri nú að skella í einn svona þátt í dag í miðju góðærinu þegar unglingar halda að það sé vinna að borða Corny fyrir framan snjallsíma? Það væri hægt að fá einhverja áhrifavalda eins og Sunnevu Einarsdóttur og Manuelu Ósk til að prófa að logsjóða eða eitt- hvað. Íslenskur survivor Okkur á Lífinu hefur mjög lengi dreymt um íslenska útgáfu af Survivor. Það væri hægt að láta keppendur lifa af í einhverju hrauni þar sem þeir þurfa að sjóða sjálf- dauðar kindur í hveravatni og keppa í þrautum eins og að spranga yfir sinubruna og bera út börn á sem bestum tíma. Það væri erfitt að fylla upp í risastór og sympatísk fótspor Jeff Probst sem kynni – en við höfum fulla trú á að hinn ofur sympatíski Felix Bergsson gæti vel höndlað starfið. Steindi er næsti afi. Sunneva gæti í einum þætti hent upp gifsplötum eða flotað gólf. Herra Hnetusmjör að ferðast um landið væri geggjað sjónvarp. 2 . m a í 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U R24 l í f I Ð ∙ f R É T T a B l a Ð I Ð 0 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F A 4 -7 7 2 4 1 F A 4 -7 5 E 8 1 F A 4 -7 4 A C 1 F A 4 -7 3 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.