Fréttablaðið - 01.05.2018, Side 10

Fréttablaðið - 01.05.2018, Side 10
Baráttutónleikar verða haldnir í Bæjarbíó, Strandgötu 6. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og húsið opnar kl. 16:30 Fram koma þekkt tónlistarfólk sem syngja í okkur baráttuandann Karl Rúnar Þórsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, mun flytja 1. maí ávarp verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði og síðan mun tónlistarfólkið taka sviðið Fram koma At-Breakpoint Bubbi Morthens Matti Matt Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson Allir velkomnir í Bæjarbíó á meðan húsrúm leyfir. 1. maí hátíðarhöldin í Hafnarfirði 2018 VERKALÝÐSFÉLAGIÐ HÍF STARFSMANNAFÉLAG HAFNARFJARÐAR Suður-Kórea Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. Suðurkóreski miðillinn Yonhap greindi frá og sagði að með því ákalli vildi Moon tryggja að yfir- lýsingin fengi að standa burtséð frá því hvernig næstu kosningar færu. Kosið er um átta þingsæti í júní og gæti þá Frjáls Kórea (LKP), stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, bætt við sig fylgi. Nokkur ágreiningur er um ágæti yfirlýsingarinnar á þinginu. Demó- kratar, flokkur Moon, sitja einir í minnihlutastjórn, og hafa því ekki nógu marga þingmenn til að full- gilda yfirlýsinguna einir síns liðs. LKP hefur aftur á móti lofað því að gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir fullgildingu yfir- lýsingarinnar. Forsprakkar LKP hafa talað um fundinn með Kim sem leikrit. Sagt það sviðsett til að hjálpa Demó- krötum í þing-, borgarstjóra og ríkis stjórakosningum júnímánaðar. Moon sagði hins vegar að fullgilding þingsins á yfirlýsingunni væri nauð- synleg, ekki ætti að gera svo mikil- vægt mál að pólitísku deilumáli. Á meðal þeirra mála sem Kim og Moon komust að samkomulagi um var að vinna að kjarnorkulausum Kóreuskaga, að semja loksins um frið í Kóreustríðinu og að gera hin vígbúnu landamæri að friðarstað. Í takt við síðastnefnda markmiðið tilkynnti suðurkóreski herinn að allir hátalarar hans á landamær- unum, sem hafa varpað út áróðri yfir landamærin, verði fjarlægðir á næstunni. Slökkt var á hátölurunum í aðdraganda fundar Kim og Moon í Panmunjom. – þea Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál Kim og Moon við matarborðið á föstudaginn. Nordicphotos/AFp Moon hvatti þingmenn til þess að fullgilda yfirlýsing- una sem fyrst en hana undirrituðu Moon og Kim Jong-un á föstudaginn. Sýrland Eldflaugaárásir voru gerðar á bækistöðvar sýrlenska hersins í norðurhluta Sýrlands í fyrrinótt. Enginn lýsti yfir ábyrgð á árásunum. Samkvæmt eftirlitssamtökunum Syrian Observatory for Human Rights fórust 26. Fjórir hinna látnu voru sýr- lenskir en meirihlutinn var íranskur. Íranski herinn hefur haft aðsetur í umræddum bækistöðvum. Samkvæmt Syrian Observatory var eldflaugum skotið á herstöð suður af borginni Hama. Þá sagði blaðamaðurinn og aktívistinn Mohammed Rasheed að árásin hefði verið svo hörð að hús í borginni sjálfri stórsködduðust. Einnig hefur verið greint frá því að eldflaugum hafi verið skotið á Salhab-svæðið, vestur af Hama, og á Nairab-herflug- völlinn nærri Aleppo. Þúsundir íranskra hermanna og enn fleiri hermenn í hersveitum fjár- mögnuðum af Írönum, einna helst Hezbollah, hafa barist við hlið her- manna ríkisstjórnar Bashars al-Assad í sýrlensku borgarastyrjöldinni. Samkvæmt talsmanni þess banda- lags fórust sextán, þar af ellefu Íranir, í árásinni á herstöðina suður af Hama. 200 eldflaugar sem geymdar voru í herstöðinni eyðilögðust jafnframt. Bretar, Frakkar og Bandaríkja- menn réðust með álíka hætti á þrjú skotmörk, sem talin voru tengjast efnavopnaframleiðslu, í apríl. Þá voru Ísraelar sakaðir um að hafa skotið á herflugvöll sem Íranar hafa notað undir dróna og til loftvarna í sama mánuði. Yisrael Katz, utanríkisráðherra Ísra- els, sagðist í gærmorgun ekki vita af neinum árásum. Ísraelar hafa haldið sig fast við þá stefnu sína að tilkynna hvorki um né staðfesta að þeir hafi gert árásir á Sýrland. Þrátt fyrir að Katz viti ekki um neinar árásir horfa Íranar því ásökunaraugum til Ísraels. Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, sagði í gær að óvinir ríkisins gætu ekki lengur hlaupist undan ábyrgð. „Þeir vita það vel að ef þeir ráðast á Íran munum við svara því margfalt,“ sagði Khamenei í gær en setti ummæli sín ekki í sérstakt samhengi við fyrr- nefnda árás. Umfjöllun íranskra miðla um árásina var misvísandi. Tasmin- fréttastofan sagði enga íranska her- menn hafa farist og neitaði því að her- stöðvar undir stjórn íranska hersins hefðu orðið fyrir árás. Aftur á móti sagði ISNA-fréttastofan að átján Íran- ar, þar af einn herforingi, hefðu farist. ISNA eyddi frétt sinni af veraldar- vefnum stuttu síðar. Héldu íranskir embættismenn því fram sömuleiðis að enginn Írani hefði farist í árásinni. Amos Yadlin, fyrrverandi stjórn- andi leyniþjónustu ísraelska hersins, sagði Írana neita að mannfall hefði orðið svo þeir þyrftu ekki að skjóta til baka. „Ef engir Íranar deyja þarftu ekki að ná fram hefndum,“ sagði Yadlin við blaðamenn í gær. Sagði hann þó að hann ætti von á því að Íranar myndu svara fyrir sig með ein- hverjum hætti. thorgnyr@frettabladid.is Íranar horfa ásökunaraugum á Ísraela Eldflaugum skotið á bækistöðvar íranskra hermanna í norðurhluta Sýrlands. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Íranar telja Ísraela hins vegar líklegasta. Írönsk yfirvöld hafna því að íranskir hermenn hafi fallið í árásunum en eftirlitssamtök hafa aðra sögu að segja. Stirt samband Andað hefur köldu á milli Írana og Ísraela undanfarna áratugi. Vopnahlé var komið á eftir að Ísraelar endurheimtu Gólanhæðir að mestu í Jom kippúr-stríðinu árið 1973. Sambandið versnaði til muna eftir að Mahmad Ahmad- inejad náði forsetakjöri í Íran árið 2005. Síðan þá hafa ríkin háð leppstríð, meðal annars í Sýrlandi þar sem fyrrnefnt vopnahlé hefur verið brotið. Samkvæmt blaðamanni The New York Times gæti árásin nú leitt til þess að togstreitan fari stigvaxandi. Óttast er að Íransher skjóti til baka, þá svari Ísraelar fyrir sig og ríkin muni þannig skiptast á árásum þar til stríð brýst út. Ísraelar hafa margoft sakað Írana um að reyna að koma sér upp varanlegum herstöðvum í Sýrlandi. Sé það gert í því skyni að standa betur ef svo færi að stríð brytist út milli Írans og Ísraels. Ísraelar hafa gert árásir á skotmörk sem þeir segja tengjast þessu markmiði Írana. Þá sagði Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísraels, í grein sem hann birti fyrir helgi að Ísraelar myndu hiklaust skjóta á Teheran, höfuðborg Írans, ef Íranir gerðu árás á Ísrael. samband Írana og Ísraela hefur ekki verið gott undanfarna áratugi. Það hefur versnað ár frá ári. Nordicphotos/AFp 1 . m a í 2 0 1 8 Þ r I ð J u d a G u r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð 0 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 3 -8 3 F 8 1 F A 3 -8 2 B C 1 F A 3 -8 1 8 0 1 F A 3 -8 0 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.