Fréttablaðið - 04.05.2018, Side 1

Fréttablaðið - 04.05.2018, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 0 4 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 4 . M a Í 2 0 1 8 Fréttablaðið í dag skoðun Þórlindur Kjartansson fjallar um dýran djús. 15 sport Frá Garðabænum til Kænugarðs á mettíma. 16 lÍFið Gunni Þórðar segir að þetta sé ekkert annað en klikkun. 30 plús 2 sérblöð l Fólk l  Ferðablaðið *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 K R I N G L U K A S T 20–50% AFSLÁTTUR AF NÝJUM VÖRUM 3.–7. MAÍ Gunnar Gunnarsson, Sigurjón Kjartansson og Baltasar Kormákur ræða málin á tökustað annarrar þáttaraðar af Ófærð. Tökur fóru fram við Alþingi í gær. Líkfundur gegnir lykilhlutverki í þáttunum. Veðrið setti strik í reikninginn. Ítrekað þurfti að sópa frá snjó svo að allt gengi upp. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR viðskipti Rekstrarskilyrði hótela eru allt önnur og miklu verri en þau hafa verið síðustu ár. Þetta segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela. „Þau eru svolítið óvenjuleg og allt öðruvísi en þau voru á sama tíma fyrir ári og síðustu ár,“ segir Páll og bætir við að sérstaklega eigi þetta við um rekstur hótela á lands- byggðinni. „Við erum að horfa upp á eitt lak- asta vor síðustu fimm ára eða svo,“ segir hann. Það vanti fleiri hópa sem ferðaþjónustufyrirtæki hafi verið að koma með um landið. „Hópferðir um landið frá Mið- Evrópu. Þær eru ekki svipur hjá sjón og þær hafa verið uppistaðan í rekstri landsbyggðarhótelanna,“ Ástæðan sé staða krónunnar. „Eins og gengið er núna þá er það ferða- þjónustunni sérlega óhagstætt. Það er ekki nokkur spurning.“ Tilkynnt var í gær að samkomu- lagi hefði náðst um að Keahótelin leigi rekstur Sandhótels í Reykjavík frá og með 1. ágúst næstkomandi. Keahótelkeðjan hefur um nokk- urra mánaða skeið haft augastað á rekstri Sandhótels, enda falli rekstur þess vel að öðrum hótelum keðjunnar. Fyrir rekur hótelkeðjan níu hótel. Þar af eru sex í Reykjavík, tvö á Akureyri og eitt við Mývatn. Talsverður áhugi virðist vera á sam- einingum fyrirtækja í greininni. Í skýrslu Íslandsbanka um ferða- þjónustuna, sem kom út í síðasta mánuði, kemur fram að framlegð hagnaðar stórra fyrirtækja sé rúm- lega tvisvar sinnum meiri en þeirra sem lítil eru. „Bendir það til þess að fjármögn- unar- og annar kostnaður sé hærri sem hlutfall af rekstrartekjum hjá litlum fyrirtækjum en hjá þeim sem stærri eru,“ segir í skýrslunni. – jhh / sjá síðu 6 Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum. Við erum að horfa upp á eitt lakasta vor síðustu fimm ára eða svo. Páll L. Sigurjónsson, framkvæmda- stjóri Keahótela Fráveitumálin munu skipta miklu máli í kosningunum. Helgi S. Haraldsson, oddviti á lista Framsóknarmanna og óháðra árborg „Við viljum ekki dæla skólpi í Ölfusá. Við þurfum að ganga alla leið, hreinsa skólp og dæla því svo út í sjó. Fráveitumálin munu skipta miklu máli í komandi kosningum,“ segir Helgi S. Haraldsson, oddviti á lista Framsóknar og óháðra í kom- andi sveitarstjórnarkosningum í Árborg. Frambjóðendur eru sam- mála um að fráveitumálin og mið- bæjarskipulagið séu á meðal brýn- ustu kosningamálanna í bænum. Sjálfstæðismenn hafa setið í meirihluta í sveitarstjórn Árborgar tvö kjörtímabil í röð. Í nýrri skoð- anakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu í gær mælist flokkurinn með tæplega 30 prósent. Hann er með mest fylgi allra flokka. Næstur honum kemur Miðflokkur- inn með tæplega fjórtán prósenta fylgi og VG með þrettán prósent. – sa, jhh / sjá síðu 10 Stærstu málin eru skólpið og miðbærinn Keahótel eru þriðja stærsta hótelkeðjan Íslandi. Velta félagsins var 3,1 milljarður í fyrra. 0 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F A F -9 9 5 0 1 F A F -9 8 1 4 1 F A F -9 6 D 8 1 F A F -9 5 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.