Fréttablaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 2
Veður Í dag verður allhvöss suðvestanátt með þéttum éljagangi, en þurrt og bjart norðaustan til á landinu. Hiti víða 1 til 4 stig, en allt að 9 stig í sólinni á Austurlandi. sjá síðu 20 Stelpur kynntu sér tæknigeirann Um 750 stelpur úr 9. bekk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu heimsóttu í gær fjölmörg tæknifyrirtæki, auk Háskólans í Reykjavík, og kynntu sér tæknistörf og tækninám. Um var að ræða viðburðinn Stelpur og tækni sem haldinn var í fimmta sinn í ár en eitt markmiðum hans er að brjóta niður staðalímyndir. Tuttugu og átta fyrirtæki tóku á móti stelpunum, meðal annars Marel, Valitor, Össur, Advania og Microsoft. Fréttablaðið/anton brink Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 Grillbúðin 76.900 Niðurfellanleg hliðarborð á 3ja brennara • Afl 14,8 KW(4 br) • Afl 10,5 KW(3 br) • 3 - 4 brennarar • Brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð (3 br) • Gashella í hliðarborði (4 br) • Tvöfalt einangrað lok með hitamæli • Postulínsemaleruð efri grind • Grillflötur 65 x 44 cm • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu 10.000 kr afsláttur af vínrauðum grillum Gildir 04. og 5. maí 2018ww w.gril lbudi n.is Opið virka daga 11-18 Laugardaga 11-16 64.900 Verð áður 74.900 3ja brennara 79.90 Verð áður 89.900 4ra brennara Gildir föstudag & laugardag dýrahald Hundur sem réðst á kött í Klukkubergi í Hafnarfirði rétt fyrir jól í fyrra þarf meiri gæslu. Þetta er mat heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogsvæðis sem á síðasta fundi sínum tók fyrir bæði lögregluskýrslu um atvikið og skoðaði „atferlismat sem unnið var í kjölfarið varðandi hundinn“, segir í bókun heilbrigðisnefndar sem leggur fyrir eiganda hundsins að gæta dýrsins betur. – gar Rannsaka hund eftir árás á kött Stundum lyndir hundum og köttum saman. nordicphotoS/Getty akureyri Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir það liggja beinast við að ræða við L- lista um myndun nýs meirihluta að loknum kosningum ef úrslitin verða í líkingu við niðurstöðu könnunar Fréttablaðsins og frettabladid.is á fylgi flokkanna í bænum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er afar ánægður með að Miðflokkurinn mælist með mann inni þrátt fyrir að flokkurinn hafi ekki tilkynnt framboðslista. Könnun Fréttablaðsins mælir Sjálfstæðisflokkinn með fjóra full- trúa og L-lista með tvo. Miðflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylking, Píratar og Vinstri græn fá síðan öll einn fulltrúa hver. „Þetta var afar ánægjulegt að sjá að við mælumst með mann inni á Akur- eyri og höfum ekki enn farið af stað í kosningabaráttu og gefur okkur byr undir báða vængi,“ segir Sigmundur. „Við munum kynna lista með pompi og prakt um helgina og hefja kosn- ingabaráttuna.“ Sigmundur segir Akureyri skipa stóran sess í Miðflokknum og að bærinn sé eitt höfuðvígi flokksins á landsvísu. „Ég bjó þarna í íbúð sem verið er að gera upp og mun líklega flytjast þangað aftur eftir lagfæring- ar. Einnig var eitt af fyrstu félögunum stofnað á Akureyri og mikið starf unnið þar. Því er þetta sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur,“ bætir Sig- mundur Davíð við. Verði þetta niðurstaða kosning- anna geta L-listinn og Sjálfstæðis- flokkurinn myndað meirihluta og er þetta eini möguleikinn á tveggja flokka meirihluta. Gunnari Gíslasyni þykir það ákjósanlegast í stöðunni. „Þetta er jákvæð skoðanakönnun og blæs okkur eldmóð í brjóst. Ég tel ákjósanlegast að reyna að mynda fyrst tveggja flokka meirihluta. Sjálf- stæðisflokkurinn mun leggja það til að ég verði bæjarstjóri í slíkum meirihluta.“ Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans, er afar ánægð með það að flokkur hennar mælist með rúmlega 20 prósenta fylgi. „Þetta er það sem við ætlum okkur í kosningunum. Þetta er auðvitað bara skoðana- könnun en við erum afar ánægð með þetta,“ segir Halla. Hún vill ekki gefa út hvernig myndun meirihluta verður háttað og vill bíða úrslita kosninganna. sveinn@frettabladid.is Hjarta Miðflokksins slær öflugt á Akureyri Formaður Miðflokksins er afar ánægður með að mælast með mann inni á Akur- eyri án þess að hafa tilkynnt um framboð. Hann segir Akureyri eitt höfuðvígi flokksins. Oddviti Sjálfstæðisflokksins vill mynda meirihluta með L-lista. Miðflokkurinn fær fljúgandi start á akureyri í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fréttablaðið/ernir Ég tel ákjósanlegast að reyna að mynda tveggja flokka meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja það til að ég verði bæjarstjóri Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokks á Akureyri dómsmál Hæstiréttur sýknaði í gær Sigmund Erni Rúnarsson á fjölmiðl- inum Hringbraut í meiðyrðamáli sem Guðmundur Spartakus Ómars- son höfðaði á hendur honum. Málið snerist um ummæli sem látin voru falla í frétt Hringbrautar í janúar 2016 þar sem því var haldið fram að Guðmundur væri „íslenskur eiturbarón í S-Ameríku“. Er þar vísað í umfjöllun RÚV um meint tengsl Guðmundar við eiturlyfja- hring í Paragvæ. Sigmundur hafnaði bótakröfunni sem Guðmundur setti fram en hún nam tveimur milljónum króna. Auk þess var farið fram á að níu ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk. Hæsti- réttur hafnaði því og staðfesti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra. Þá tók Héraðsdómur Reykjaness í gær fyrir mál þar sem Guðmundur stefnir Atla Má Gylfasyni og útgáfu- félaginu Stundinni fyrir ærumeið- ingar. Krefst Guðmundur þess að skrif Atla og ummæli í tengslum við grein sem hann skrifaði um hvarf Friðriks Kristjánssonar í Paragvæ og meintan fíkniefnaflutning Guð- mundar þar í landi verði dæmd dauð og ómerk. Guðmundur krefur Atla um 2,5 milljónir í miskabætur sem er sama upphæð og RÚV greiddi Guðmundi til að ná sátt. Frétt RÚV er sú sem Hringbraut vísaði í og sýknað var út af í gær.  – dfb Sigmundur Ernir sýknaður Sigmundur ernir rúnarsson ritstjóri. Fréttablaðið/anton brink 4 . m a í 2 0 1 8 F Ö s T u d a G u r2 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð 0 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A F -9 E 4 0 1 F A F -9 D 0 4 1 F A F -9 B C 8 1 F A F -9 A 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.