Fréttablaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 22
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 Stefán Ásgeir Guðmundsson, fararstjóri hjá Vita, þekkir Kúbu vel enda hefur hann farið margoft þangað. „Farþegar hafa val um að skipta vikunni upp, vera fyrst í Havana og síðan við ströndina í Varadero eða allan tímann á öðrum hvorum staðn- um. Flestir kjósa að brjóta vikuna upp, það eru fjórar nætur í borg og þrjár nætur úti við ströndina. Það er dásamlegt fyrirkomulag því þá er hægt að njóta afslöppunar í sólinni áður en haldið er aftur heim,“ segir hann. Gamli tíminn í nútímanum Ævintýraeyjan Kúba hefur lengi heillað enda sagan margslungin. „Í Havana fær fólk að upplifa stemmingu gamla tímans. Kúba hefur lengi verið einangruð þrátt fyrir að vera stutt frá Bandaríkj- unum. Það er ótrúlegt að upplifa þennan gamla tíma og róman- tíkina sem liggur í loftinu. Við fáum líka að kynnast því fyrir hverju byltingin stóð. Sömuleiðis er hægt að fá innsýn inn í gamla tímann fyrir byltinguna árið 1959 þegar Havana var helsta skemmtana- og næturlífsborg Bandaríkjamanna. Áður en Las Vegas byggðist upp fór fræga fólkið til Havana til að njóta lífsins. Þarna blómstruðu spilavíti og næturklúbbar. Fólk þekkir þessa sögu, til dæmis í gegnum bókmenntir, bíómyndir og heimildarþætti. Við bjóðum meðal annars upp á gistingu á einu frægasta hóteli á Kúbu, Nacional, sem er gamalt mafíósahótel. Þar gisti margt frægt fólk og skemmti sér, má þar nefna Frank Sinatra auk margra annarra. Sjá má heilmargar minningar og myndir um þennan tíma á hótelinu,“ segir Stefán. Margt að sjá Í Havana er fetað í fótspor bylting- armanna, þeirra Fidels Castro, Che Guevara og Raúls Castro. „Boðið er upp á margar skoðunarferðir þar sem sagan er skoðuð. Má þar nefna byltingartorgið og byltingarsafnið þar sem sjá má ýmsar minjar. Ég hef tekið eftir því að margir Íslendingar hafa gríðarlega mikinn áhuga á þessari sögu. Mörgum finnst merkilegt hvernig Fidel Castro komst upp með að standa gegn Bandaríkjamönnum.“ Stefán segir auðvelt að upplifa gamla tímann í Havana enda hafi lítið breyst í borginni. „Það gerist allt mjög rólega þarna. Það sáust ákveðnar breytingar í forseta- tíð Obama líkt og þegar sendiráð beggja ríkja voru opnuð aftur í Havana og Washing- ton. Obama lagði áherslu á að afnema viðskiptabannið en það er enn við lýði. Hins vegar hafa þessi skref í átt að bættum samskiptum landanna gengið til baka eftir að Trump tók við. Ferða- menn fara almennt ekki til Kúbu til að versla. Fólk kaupir helst gott romm og bestu vindla í heimi. Það er líka orðið meira úrval af handverki og myndlist. Þjónusta í kringum ferðamenn hefur verið að batna og aukast undanfarið,“ segir Stefán. Rúntur með gömlum kagga Gömlu bílarnir setja svip á Havana. Þeir eru allir frá því fyrir byltinguna og það er mjög gaman að fara í bíltúr með þeim. „Það er hægt að leigja slíkan bíl og aka um borgina sem er mjög skemmtilegt,“ segir Stefán og bendir á að fólk ætti ekki að fara til Kúbu með væntingar um góðan mat. „Maður fer ekki til Kúbu til að borða gourmet-mat. Kúba er ekki þekkt fyrir sælkera- mat enda hefur þetta verið lokað land og ríkisrekið. Ferðamenn fara þangað til að upplifa söguna, tónlistina, götumenninguna og skoða glæsilegan arkitektúr frá nýlendutímanum. Það er hvergi annars staðar hægt að sjá svo vel varðveittan byggingarstíl nýlendutímans og maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt. Mannlífið er frábært í Havana,“ segir Stefán. Tónlistarparadís Það er alls staðar tónlist í borginni. Toppmúsík- antar syngja og spila á götum úti. Kúbverjar eru frábært tónlistarfólk og flestir þekkja Buena Vista Social Club. Margir íslenskir tónlistar- menn hafa farið til Havana og tekið upp plötur, má þar nefna Tómas R. Einarsson og Bubba Morthens. Borgin er sveipuð sannkölluðum tónlistarþokka og þarna má finna suðupott ólíkra menningarheima þar sem gætir áhrifa bæði frá Afríku og frá Spáni. Kúba hefur verið mikið í fréttum undanfarið, sérstaklega eftir að nýr forseti tók við, Miguel Díaz- Canel. „Nýi forsetinn starfar undir styrkri stjórn Raúls sem er enn for- maður flokksins. Ég sé ekki fram á breytingar á næstu árum sem er að ákveðnu leyti gott fyrir ferðamenn en slæmt fyrir íbúa. Uppbygging er hæg á Kúbu og það breytist senni- lega ekki í bráð,“ segir Stefán. Þeir sem ætla til Kúbu ættu að taka með sér evrur eða kanadíska Það hefur ekkert breyst í Havana í áratugi. Byggingarstíllinn er afar sjarmerandi. Kúba er mekka tónlistarinnar. Alls staðar er syngjandi og dansandi fólk, hvort sem er inni á veitingastöðum eða á götum úti. Í Varadero getur fólk flatmagað á strönd og synt í hlýju Karíbahafinu. Fararstjórar Vita á Kúbu, Sigfús Ólafsson, Kristinn R. Ólafsson og Stefán. Framhald af forsíðu ➛ dollara. Kortanotkun er nær óþekkt á þessum slóðum nema á betri hót- elum. Auðvelt er að skipta evrum á hótelum en minni þóknun er tekin af henni en til dæmis bandarískum dollurum. Sól og sjór í Varadero Í Varadero eru stór og góð hótel þar sem farþegar Vita gista. Allt er innifalið í þeim pakka, matur og drykkir. „Þarna er sólskinsp- aradís þar sem fólk getur slappað af. Boðið er upp á siglingu og safaríferð um sveitina ef fólk vill. Annars er gaman að stinga tánum í Karíbahafið og njóta fagurs umhverfis.“ Ferðin til Kúbu er sjö nætur, farið er 10. nóvember og flogið í beinu flugi með Icelandair. KOSTIR Í BOÐI: 7 nætur í Havana 7 nætur í Varadero eða 4+3, sem eru 4 nætur í Havana og 3 nætur í Varadero. 2 KYNNINGARBLAÐ 4 . M A Í 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RFeRÐABLAÐIÐ 0 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A F -B 6 F 0 1 F A F -B 5 B 4 1 F A F -B 4 7 8 1 F A F -B 3 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.