Fréttablaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 26
München er þriðja stærsta borg Þýskalands með um 1,5 milljónir íbúa. Borgin er jafnframt höfuðstaður Bæjara­ lands. Hátt í þrjátíu prósent íbúa eru af erlendu bergi brotnir og borgaryfirvöld eru þekkt fyrir að taka vel á móti nýbúum. Fyrir vikið er München sérlega alþjóðleg borg með iðandi mannlífi og borgarbúar eru þekkir fyrir gestrisni. Milljónir koma á Oktoberfest München er einna frægust fyrir hina geysivinsælu Oktoberfest, bjór­ hátíð sem haldin er á hverju hausti og dregur að sér milljónir gesta ár hvert. Í fyrra komu um 6,2 milljónir á hátíðina sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Hátíðin á rætur sínar að rekja til ársins 1810 en upphaflega var tilgangurinn með henni sá að tæma bjórgeymslur borgarinnar áður en nýtt bjór­ tímabil hófst. Víða um borgina eru bjórgarðar þar sem ljúft er að sitja og njóta góðra veitinga. Loftslagið á þessum slóðum er þægilegt en meðalhitinn í júlí og ágúst er um 23 gráður að degi til en það er eitthvað svalara á kvöldin. Líflegur miðbær Miðbærinn í München er einkar líflegur en þar ber hæst Marien­ platz, sjálft aðaltorg borgarinnar. Yfir torginu trónir ráðhúsið í fallegri byggingu í gotneskum stíl. Í ráðhús­ kjallaranum er veitingastaðurinn Rathauskeller sem býður upp á ekta þýskan mat. Daglega safnast mikill mannfjöldi saman á torginu til að fylgjast með þegar ævafornt klukkuspil fer í gang með dansandi fígúrum. Þegar líða tekur að jólum breytir Marienplatz um svip því þá er opnaður jólamarkaður á torginu sem stendur yfir í þrjár vikur. Hagstætt verðlag Í miðbænum er fjöldi verslana af öllu tagi og auðvelt að gera góð kaup, enda verðlag hagstætt og úrvalið mikið. Þá eru ótalin kaffihús og veitingastaðir af öllum stærðum og gerðum. Steinsnar frá Marien­ platz er Viktualienmarkt, stærsti útimarkaður borgarinnar sem vert er að skoða. Þar eru fjölmargir sölu­ básar sem bókstaflega svigna undan nýju grænmeti og ávöxtum, ostum, ólífum, kryddi og fleira góðgæti. Við hliðina á markaðnum er Eataly, geysistór matarmarkaður þar sem ítalskar vörur eru í aðal­ hlutverki. Auðvelt er að gleyma sér við að skoða dýrðina og ekki má láta Nutella hornið fram hjá sér fara en þar er einungis boðið upp á veitingar sem innihalda Nutella. Paradís í miðri borg Skammt frá miðbænum er Enski garðurinn, einn stærsti almennings­ garður Evrópu. Hann er hreinasta paradís á góðum sumardegi, enda afar vinsæll meðal borgarbúa. Fjöldi bjórgarða er í Enska garðinum og hvarvetna hægt að tylla sér niður með nesti og bjór. Áin Isar rennur í gegnum garðinn og er vinsælt að fylgjast með fræknu fólki leika sér á brimbrettum á ánni. Bílar og fótbolti Ekki er hægt að heimsækja München nema skoða BMW­safnið, Allianz Arena sem er heimavöllur knatt­ spyrnufélagsins Bayern München og Ólympíuleikvanginn sem var byggður fyrir Ólympíuleikana árið 1972. Hann er nú notaður fyrir tón­ leika, fótboltaleiki og íþróttakeppn­ ir. Ólympíuturninn, sem er hátt í 300 metra hár, er fyrir löngu orðinn eitt af kennileitum borgarinnar. Í 190 m hæð er útsýnispallur þar sem sést yfir alla borgina og um 10 metrum neðar er veitingastaður sem snýst í heilan hring á um klukku­ stund. Þá er gleðigangan orðin mjög vinsæll viðburður í borginni en í ár fer hún fram 14. og 15. júlí. Líkja má stemningunni við karnival á þeim tíma. München er meira en bjór og kringlur München er sannkölluð stórborg sem hefur yfir sér skemmti- legan bæjarbrag með afslöppuðu andrúmslofti. Borgin iðar af mannlífi, þar er gott að versla og margt að skoða. Gaman er að fylgjast með fólki leika listir sínar á brimbrettum á ánni Isar sem rennur í gegnum München. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Marienplatz er stærsta og vinsælasta torg borgarinnar. Miðbærinn er vel skipulagður og stutt í allar áttir. Ástralía 5.-25. október Verð 649.000 á mann miðað við 2 í herbergi Þriggja vikna spennandi ferð um Ástralíu frá 5. - 25. október. - Mikið innifalið - Upplýsingar í símum 845 - 1425 / 899 - 1295 eða á tölvupósti info@iceline.is Kynntu þér ferðina betur á www.icelinetravel.com Aqua Sport sundverslun • Bæjarlind 1-3 • 201 Kópavogur Fjölbreytt úrval af TYR sundfatnaði á konur, karla og börn, úr DURAFAST 300+ efninu, sem er sérlega klórþolið og lithelt. Kíktu inn á heimasíðuna okkar www.aquasport.is – sérverlsun með sundvörur. 6 KYNNINGARBLAÐ 4 . M A í 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RfeRÐABLAÐIÐ 0 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F A F -A 8 2 0 1 F A F -A 6 E 4 1 F A F -A 5 A 8 1 F A F -A 4 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.