Fréttablaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 34
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þorbjörg Sveinsdóttir áður til heimilis að Stóragerði 36, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þann 2. maí. Útför fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 8. maí nk. kl. 11. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhannes Kristófersson Berglind Björk Ásgeirsdóttir Guðrún Kristófersdóttir Javier Casanova Kristín Kristófersdóttir Jónas Jónasson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra móðir, amma og tengdamóðir, Arnheiður Magnúsdóttir Frumskógum 7, Hveragerði, lést þann 21. apríl 2018. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til allra starfsmanna á Ási sem önnuðust hana af mikilli alúð í veikindum hennar. Ragnheiður María Björgvinsdóttir Friðrik Björgvin Guðbjörnsson Björg Anna Björgvinsdóttir Einar Guðmundsson Okkar elskulegi sonur, bróðir, barnabarn og frændi, Valdimar Snær Stefánsson lést miðvikudaginn 2. maí. Stefán Örn Valdimarsson Guðlaug Ósk Gísladóttir Gísli Freyr Stefánsson Brynhildur Daisy Eggertsdóttir Gísli Kristófer Jónsson Þórfríður Guðmundsdóttir Guðbjörg Brá Gísladóttir Oddur Sigurðsson Karen Rut Gísladóttir Arinbjörn Ólafsson Lorna Jakobson og frændsystkin. Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku Eyþórs Karlssonar Seljahlíð 5b, Akureyri. Hlýjar kveðjur til starfsfólks lyflækningadeildar SAk, Heimahlynningar Akureyrar og Heimahjúkrunar HSN. Ragnheiður Antonsdóttir Karl Jóhannsson Ragnheiður A. Kristinsdóttir Anton Kr. Stefánsson Bryndís Björk Reynisdóttir Eva Birgitta Eyþórsdóttir Matti Ósvald Stefánsson Adam Þór Eyþórsson Reynir H. Karlsson Anna Sigríður Halldórsdóttir Heimir H. Karlsson Elfa Hauksdóttir og barnabörn. Wings of Life góðgerðar-hlaupið hefur verið haldið fimm sinnum á heimsvísu en á sunnu-daginn verður það ræst í gang í fyrsta sinn hér á landi. „Við erum að fara að halda þetta í fyrsta sinn á Íslandi. Allir ágóði hlaupsins renn- ur til rannsókna á mænuskaða – í fyrra söfnuðust yfir 800 milljónir íslenskra króna á heimsvísu. Það verður hlaupið í kringum Rauðavatn klukkan 14 á sunnu- daginn – það skemmtilega við það er að rástíminn er sá sami um allan heim þannig að til dæmis í Ástralíu í fyrra fór hlaupið fram um miðja nótt og það var hlaupið með höfuðljós, þannig að við Íslendingar eru bara þokkalega heppin með tímasetningu,“ segir Birta Aradóttir hjá Red Bull á Íslandi sem heldur hlaupið. Wings for Life samtökin voru stofnuð af Heinz Kinigadner, fyrrverandi heims- meistara í mótorkross og Dietrich Mateschitz, stofnanda Red Bull. Hlaupið var sett í fyrsta sinn árið 2014 og það er nú komið hingað til lands. Umgjörð hlaupsins er nokkuð sérstök, því ekki er hlaupin ákveðin vegalengd heldur eltir bíll keppendur og „klukkar“ þá. „Í stóru löndunum er alvöru bíll sem leggur af stað hálftíma eftir að hlaupið hefst og keyrir á eftir hlaupurunum á 15 kílómetra hraða. En á minni stöðum eins og Íslandi erum við með app þar sem bíll í sýndarveruleika í appinu eltir mann og svo fær maður meldingu í símann þegar bíllinn er búinn að ná manni. Sá sem er síðast klukkaður af bílnum stendur svo uppi sem sigurvegari í hlaupinu – þann- ig að það er ekkert fyrir fram ákveðið endamark.“ Veðurspáin fyrir sunnudaginn er fín, smá rigning og sól, sem er bara ágætis hlaupaveður. Það kostar 20 evrur, eða sem samsvarar um 2.500 krónum, að skrá sig í hlaupið og rennur ágóðinn allur til góðgerðarmála. Red Bull verður svo á svæðinu með alls konar pepp. stefanthor@frettabladid.is Hlaupið fyrir þá sem geta ekki hlaupið Góðgerðarhlaupið Wings for Life verður haldið í fyrsta sinn hér á landi á sunnudaginn og er það til styrktar rannsóknum á mænuskaða. Hlaupið fer fram um allan heim og er rástími sá sami alls staðar þannig að sums staðar er hlaupið að nóttu til. Í Ástralíu var í fyrra hlaupið með höfuðljós, enda fór hlaupið fram um miðja nótt. Rögnvaldur Þorleifsson læknir, ásamt fleira starfsfólki á Borgarspítalanum, græddi hönd á stúlku þennan dag árið 1981. Slíkt var einsdæmi hér á landi. Stúlkan hafði lent í vinnuslysi í hausingarvél í söltunarstöð Miðness hf. í Sandgerði. Hægri hönd hennar fór nær alveg af rétt ofan við úlnlið. Svo heppilega vildi til að héraðs- læknir var staddur í Sandgerði og bjó hann um sár stúlkunnar til bráðabirgða. Hún var síðan flutt í snarhasti á Slysa- deild Borgarspítalans og var þar í aðgerð á skurðarborðinu langt fram á nótt eða samtals í fjórtán klukkustundir. Strax eftir að hún vaknaði gat stúlkan hreyft fingur hægri handar og var hin hressasta. Þ ETTA G E R Ð I ST : 4 . M A Í 1 9 8 1 Hönd var grædd á stúlku á Íslandi Höndin var grædd á stúlkuna á Borgarspítalanum. fréttaBlaðið/gva Allir ágóði hlaupsins rennur til rannsókna á mænuskaða – í fyrra söfnuðust yfir 800 millj- ónir íslenskra króna á heims- vísu. 1256 Alexander 4. páfi gefur út páfabréf og stofnar Ágústínusarregluna formlega. 1471 Rósastríðin: Orrustan við Tewkesbury er háð þar sem Lancaster-ætt bíður ósigur fyrir York-ætt. 1803 Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveinsdóttir frá Sjöundá á Rauðasandi eru bæði dæmd til lífláts fyrir að myrða maka sína árinu áður. Steinunn dó í fangelsi í Reykjavík 1805, en Bjarni var fluttur til Noregs og hálshöggvinn þar síðar sama ár. 1880 Jón Sigurðsson forseti og Ingibjörg Einarsdóttir kona hans eru jarðsett í Reykjavík við hátíðlega athöfn. Þau höfðu bæði látist í Kaupmannahöfn í desember 1879. 1948 Hvalstöðin í Hvalfirði hefur starfsemi. 1979 Margaret Thatcher verður fyrsta konan til að taka við embætti forsætisráðherra Bretlands. 2007 Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er stofnuð við Keflavíkurflugvöll. Merkisatburðir 4 . m a í 2 0 1 8 F Ö S T U D a G U R18 T í m a m ó T ∙ F R É T T a B L a ð i ð tímAmót 0 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F A F -B 6 F 0 1 F A F -B 5 B 4 1 F A F -B 4 7 8 1 F A F -B 3 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.