Fréttablaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 20
Valur - Selfoss 8-0 1-0 Ásdís Karen Halldórsdóttir 25, 2-0 Elín Metta Jensen (36.), 3-0 Ásdís Karen Halldórsdóttir (39.).,4-0 Ásdís Karen Halldórsdóttir (65.), 5-0 Crystal Thomas (68.) 6-0 Stefenía Ragnarsdóttir (69.), Ste- fenía Ragnarsdóttir (85.), Guðrún Karítas Sigurðardóttir (87.). HK/Víkingur - FH 2-1 1-0 Maggý Lárentínusdóttir (25.), 2-0 Stefanía Ásta Tryggvadóttir (49.), 2-1 Birta Georgsdóttir (65.). Leik ÍBV og KR sem fram átti að fara í Vest- mannaeyjum í gær var frestað, en hann hefur verið settur á fimmtudaginn 19. máí. Nýjast Pepsi-deild kvenna KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdóttir, körfuboltakona úr Haukum, var í gær valin besti leikmaður tíma- bilsins í Domino’s-deild kvenna í fimmta sinn á ferlinum, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa verið valin best í úrslitakeppninni. Er þetta í fimmta sinn á ferlinum sem Helena er valin best en aðeins Anna María Sveinsdóttir hefur hlotið þessa nafnbót oftar. Haukar unnu Íslandsmeistara- titilinn í fjórða sinn í kvennaflokki á dögunum eftir sigur í oddaleik gegn Val en þetta er þriðji meistaratitill Helenu. Var hún hreint út sagt stór- kostleg í einvíginu gegn Val en hún var með þrefalda tvennu að meðal- tali í leikjunum fimm, 20,2 stig, 12,2 fráköst og 10,8 stoðsendingar. Fimmti gullboltinn Helenu tókst, ólíkt því sem var fyrir tveimur árum, að ljúka tímabilinu með sigri í úrslitaeinvígi Domino’s- deildarinnar. Hún var skiljanlega í skýjunum með að klára tímabilið af krafti og að taka á móti verðlaun- unum sem Íslandsmeistari í ár. „Það er alltaf frábært að fá svona viðurkenningar á spilamennskunni hjá manni, þetta er búin að vera frá- bær vika og endar vel,“ segir Helena sem viðurkennir þó að það hafi verið sérstakt að fagna Íslandsmeistara- titlinum í ljósi þess að systir hennar, Guðbjörg, var í liði andstæðinganna. „Það var auðvitað erfitt og ég fann til með henni því ég vil að hún nái alltaf sem bestum árangri en það var víst ekki hægt þegar við kepptum hvor á móti annarri svo vonandi kemur að henni seinna.“ Helena skrapp í atvinnumennsku í stuttan tíma en sneri aftur í Hauka- liðið og leiddi liðið til sigurs. „Þetta var svolítið skrýtið, að fara og spila með öðru liði inn á milli var nýtt en þegar ég lít til baka hjálpaði það mér þegar ég kom til baka til Haukanna. Þá kem ég aftur í frá- bæran hóp, ég hef þekkt margar af þessum stelpum síðan þær voru litlar og það var frábært að vinna þann stóra með þeim.“ Skoðum það ef tilboðið er rétt Helena segir að það sé erfitt að segja til um hvort hún verði áfram á Íslandi á næsta tímabili. Hún sé komin með fjölskyldu og þau þurfi að taka sameiginlega ákvörðun. „Þegar þú ert komin með lítið barn eru breyttar forsendur, ég get ekki leyft mér að stökkva á hvað sem er. Ég er ekki búin að loka á neitt og ef eitthvað spennandi kemur upp munum við skoða það,“ segir Helena sem hefur heyrt af áhuga hjá umboðsmanni sínum. „Ég heyrði af áhuga, bæði fyrir og á meðan á úrslitakeppninni stóð. Tímabilin eru að klárast í Evrópu og liðin eru farin að skoða málin fyrir næsta tímabil en umboðsmaðurinn minn þekkir mig vel og er ekkert að segja mér frá einhverju sem upp- fyllir ekki það sem ég þarf,“ segir Helena og bætir við: „Hann veit alveg hvar við stönd- um en ég fer ekki ein út. Við fjöl- skyldan erum einn pakki og förum þá út saman en eins og staðan er í dag finnst mér líklegast að við verðum áfram í Haukum,“ segir Helena en maður hennar, Finnur Atli Magnússon, leikur fyrir Hauka í Domino’s-deild karla. „Gott dæmi er þegar ég fór til Good Angels í janúar, ég þekkti klúbbinn og að hverju ég gengi, ég er ekki að segja að ég sé bara að horfa á Slóvakíu en ég vil vita að ég sé að fara í gott og öruggt umhverfi,“ segir Helena. kristinnpall@frettabladid.is Veit af áhuga erlendis en mun ekki stökkva hvert sem er Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir var valin besti leikmaður Domino’s-deildar kvenna í fimmta sinn í gær. Helena hefur heyrt af áhuga erlendra liða en segir að það þurfi að henta henni og fjölskyldunni vel ef hún eigi að skoða það nánar. Aðstæður hafa breyst hjá Helenu eftir að fjölskyldan stækkaði á síðasta ári. Fimmta árið í röð. Helena Sverrisdóttir sem varð bæði deildarmeistari og Íslandsmeistari með Haukum í vetur heldur hér á Gullboltanum sem hún fékk fyrir að vera valin besti leikmaður deildarinnar. HANDBOLTI Stjarnan kynnti form- lega nýtt þjálfarateymi sitt fyrir kvennalið félagsins í handbolta á blaðamannafundi síðdegis í gær. Rakel Dögg Bragadóttir og Sebasti- an Alexandersson voru kynnt til leiks sem þjálfarar liðsins. Við sama tilefni var tilkynnt um vænan liðsstyrk, en Guðrún Ósk Marías- dóttir skrifaði undir samning við Stjörnuna. Guðrún Ósk varði mark ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Fram í vetur, en hún hefur auk þess leikið með Gróttu, Fylki og FH hér á landi. Þá voru samningar framlengdir við Sólveigu Láru K j æ r n e s t e d , Þórhildi Gunn- arsdóttur og Þór- eyju Önnu Ásgeirs- dóttur. Guðrún Ósk sagði erfitt að yfirgefa Fram á þessum tíma- punkti, en hún hefði verið að gæla við það að leggja skóna á hilluna þegar Stjarnan hringdi. „Ég var að gæla við að hætta, eða allavega taka mér pásu. Síðasta ár tók mikið á hjá mér og mér fannst ég þurfa á hvíld að halda. Aðal- ástæða þess að ég sem við Stjörnuna er Basti [Sebastian Alexand- ersson], hann hefur hjálpað mér mikið áður og veitt mér afar góða markmannsþjálfun. Svo er meiri samkeppni um markmanns- stöðuna hjá St j ö r n u n n i , sem ég held að sé hollt fyrir mig. Það er meiri s v e i g j a n - leiki hér að geta fengið hvíld inn á milli án þess að það komi niður á gæðum æfinganna,“ sagði Guðrún Ósk í samtali við Fréttablaðið í gær. Guðrún Ósk í Stjörnuna Guðrún Ósk Marías- dóttir er gengin til liðs við Stjörnuna. FÓTBOLTI Skoski framherjinn Steven Lennon hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við knattspyrnudeild FH. Lennon kom til  FH frá  norska liðinu Sandnes Ulf  um mitt sumar  árið  2014 og hefur hann  leikið með Fimleika- félaginu síðan þá. Breiðablik hafði gert hosur sínar grænar fyrir Lennon undanfarið, en fyrri samn- ingur hans við FH gilti út yfirstand- andi leiktíð. Nú er hins vegar ljóst að Lennon hefur fest sig til fram- tíðar hjá hjá FH. Lennon, sem er þrítugur, kom fyrst hingað til lands sum- arið 2011 þegar hann gekk í raðir Fram. Lennon lék með Fram fram á mitt sumar 2013, en þá fór hann til Noregs og gekk til liðs við Sandnes Ulf. Lennon var næstmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar á síð- ustu leiktíð, en hann skoraði þá 15 mörk fyrir FH sem hafnaði í þriðja sæti deildarinnar. Lennon byrjaði þetta tímabil af krafti í Pepsi-deildinni, en hann skoraði eina mark leiksins þegar FH sótti Grindavík heim  í fyrstu umferð deildarinnar um síðustu helgi. Lennon hefur alls leikið 108 leiki í Pepsi-deildinni og skorað 50 mörk. Lennon verður áfram hjá FH 5 . M A Í 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 0 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B 2 -5 3 F 8 1 F B 2 -5 2 B C 1 F B 2 -5 1 8 0 1 F B 2 -5 0 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.