Fréttablaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 39
Söngfjelagið á sér marga aðdáendur. Söngfjelagið flytur Misa Criolla, hina þekktu Kreóla­messu eftir argentínska tónskáldið Ariel Ramírez ásamt hljómsveitinni INTI fusion í dag kl. 17 á Korpúlfsstöðum. Verkið var samið á fyrri hluta sjöunda áratugarins, skömmu eftir að yfirvöld í Páfagarði gáfu leyfi til þess að kaþólskar messur væru sungnar á þjóðtungum. Kreóla­ messan er því ein fyrsta kaþólska messan í heiminum sem samin er í þjóðlegum stíl. Misa Criolla hefur verið lýst sem listrænu meistara­ verki þar sem hljóðfæri og taktar suðuramerískra frumbyggja fléttast saman við spænskan messutexta Félix Luna. Með Söngfjelaginu í Misa Criolla koma fram tónlistarmennirnir: Guðmundur Steingrímsson „Papa jazz“, ásláttur, Hjörleifur Valsson, fiðla, og hljómsveitin INTI Fusion: Carlos Jeldes, bassi, Edgar Albitres, söngur og flautur, Héctor Meriles, gítar, Héctor Novas, trommur, Salvador Machaca, charango og panflautur. Listrænn stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Sö̈ngfjelagið er um sextíu manna blandaður kór sem stofnaður var haustið 2011 og er löngu orðinn kunnur í tónlistarlífi höfuðborgar­ innar. Listrænt meistaraverk Hin fræga Pulteney-brú í Bath á Englandi. Rithöfundinum Jane Austen er gert hátt undir höfði í Bath á Englandi. Hún kom þangað ásamt móður sinni og systrum árið 1797 eftir að faðir hennar féll frá. Hún heillaðist af borginni og kom þangað aftur síðar og fékk inn­ blástur af umhverfinu í skrifum sínum. Íbúar í Bath halda minningu Jane Austen á lofti með alls kyns fagnaðarfundum þar sem fólk dressar sig upp eins og gert var í tíð rithöfundarins. Jane Austen festival fer fram í borginni dagana 14. til 23. september ár hvert. Alls kyns er í gangi í borginni sem snertir rithöfundinn á einn eða annan hátt. Fólk hópast til borgarinnar, fer á dansleiki, tónleika, skoðar handverk og annan varn­ ing í anda tímans sem bækur Jane gerast á. Þá er sömuleiðis hægt að kaupa leiðsögn um svæði sem kennd eru við Jane Austen. Leiðsögumaður er að sjálfsögðu klæddur eins og fólk var klætt í kringum 1800. Hægt er að hala niður appi í símann sinn þar sem fólk fetar í fótspor Jane Austen í borginni og á upptökustöðum kvikmynda sem byggðar eru á bókum hennar. Hvort hinn frægi Darcy verði á vegi fólks skal ósagt látið. Í fótspor Jane Austen Túrmerik hefur í aldaraðir verið notað sem krydd í matargerð. Fjöldi landa í Asíu þekkja einnig vel heilsubætandi áhrif kryddsins, en túrmerik hefur þar verið notað sem lækningajurt í þúsundir ára. Guli miðinn býður nú upp á nýja og endurbætta bæti- efnablöndu: 100% lífrænt túrmerik með svörtum pipar, eða curcuma longa og piper nigrum. Upptaka og nýting líkamans á heilsubætandi eiginleikum túrmeriks eykst sé það tekið með svörtum pipar. Blandan inniheldur engin auka- eða fylliefni. Túrmerik, eða curcumin, er þekkt fyrir öfluga bólgueyðandi eiginleika sína og rannsóknir á áhrifum þess hafa sýnt að það vinnur gegn bólgum í líkamanum, liðagigt, uppþembu og iðraólgu. Vítamín og bætiefni Gula miðans eru sérstaklega valin og þróuð fyrir íslenskar aðstæður. Þess vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu lífi Íslend- inga í 25 ár. Þú færð lífrænt túrmerik með svörtum pipar á öllum helstu sölustöðum Gula miðans. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is Fyrir líkama og sál Aðalstræti 10 er eitt elsta og sögu- frægasta hús Reykjavíkur. Hið sögufræga hús að Aðal­stræti 10 verður í dag opnað almenningi sem safn og sýningahús á vegum Borgarsögu­ safns Reykjavíkur. Um er að ræða elsta og eitt merkasta hús borgarinnar, í hjarta gamla miðbæjarins, en það var reist árið 1762 fyrir starfsemi verk­ smiðja Innréttinganna. Saga húss­ ins í Aðalstræti 10 er samfléttuð sögu Reykjavíkurbæjar. Nú er þetta fallega og merka hús orðið hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur og þar verður hægt að kynnast sögu borgarinnar og íbúa hennar. Í Aðalstræti 10 hefur fjölskrúðugur hópur karla og kvenna af hærri og lægri stéttum átt heimili sitt, notið veitinga og skemmtunar, keypt í matinn – eða bara átt leið um. Opnaðar verða tvær sýningar, ljósmyndasýningin Reykjavík 1918 og sýningin Torfhúsabærinn Reykjavík og í húsinu verður starf­ rækt vönduð safnbúð Borgarsögu­ safns Reykjavíkur er býður upp á úrval sérhannaðra minjagripa og gjafavöru. Formleg opnun er klukkan þrjú og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Eitt elsta húsið opnað KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 5 . m a í 2 0 1 8 FóLK 0 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B 2 -A C D 8 1 F B 2 -A B 9 C 1 F B 2 -A A 6 0 1 F B 2 -A 9 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.