Fréttablaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 82
Frakkland varð síðast heimsmeistari árið 1998, en þá var Didier Desc- hamps, núverandi þjálfari liðsins, fyrirliði. Antoine Griezmann, sem varð markahæsti leikmaður EM árið 2016, hélt uppteknum hætti í undankeppni HM 2018, en hann og Olivier Giroud skoruðu mest fyrir Frakka í undankeppninni, fjögur mörk hvor. Frakkland með Paul Pogba sem prímusmótor inni á miðsvæðinu er til alls líklegt á HM í sumar. Danmörk tryggði sér sæti á HM 2018 með því að leggja Íra að velli í baráttu lið- anna um sæti í loka- keppninni í umspili. Christian Eriksen sem er heilinn í sóknarleik danska liðsins skoraði þrennu þegar Danmörk hafði betur, 5-1, í seinni leiknum gegn Írlandi. Danir spiluðu fyrst í lokakeppni heimsmeistaramóts í Mexíkó árið 1986 og besti árangur liðsins er að komast í átta liða úrslit á HM í Frakklandi árið 1998. 1 sinni hefur Frakkland orðið heims- meistari, árið 1998. 16 liða úrslit keppninnar er besti árang- ur Ástralíu á HM. 40 pró-sent marka Dan- merkur í undan- riðli HM 2018 voru skoruð af Christian Eriksen. 2 sinnum hefur Perú komist í átta liða úrslit heimsmeistara- mótsins, en það var árin 1970 og 1978. Perú komst áfram á HM 2018 eftir sigur gegn Nýja-Sjálandi í umspili um laust sæti á mótinu. Paolo Guerrero sem verður nýsloppinn úr banni sínu vegna lyfjamisnotkunar þegar HM hefst í sumar og Edison Flor- es voru markahæstu leikmenn Perú í undankeppni HM 2018 með fimm mörk hvor. Þá skoraði Christian Cueva fjögur mörk í undankeppninni og vandræða- gemsinn Jefferson Farfán þrjú mörk. HM í Rússlandi C-RIÐILL Áhugaverður riðill Eftir rúma tvo mánuði verða 20 ár síðan Didier Deschamps lyfti heims-meistarabikarnum á loft sem fyrirliði franska karla landsliðsins í knatt- spyrnu eftir sannfærandi 3-0 sigur franska liðsins gegn Brasilíu í úrslita- leik heimsmeistaramótsins á heima- velli sínum. Deschamps myndaði öflugt miðvallarþríeyki hjá franska liðinu með Christian Karembeu og Emmanuel Petit sem rak síðasta naglann í líkkistu brasilíska liðsins í leiknum. Deschamps kom raunar inn í franska liðið á svörtum kafla hjá liðinu. Deschamps lék sinn fyrsta landsleik undir stjórn Michel Plat- ini árið 1989, en Frakkland komst hvorki í lokakeppni heimsmeistara- mótsins sem haldið var á Ítalíu árið 1990 né á heimsmeistaramótið sem fram fór í Bandaríkjunum árið 1994. Þá fór franska liðið heim eftir riðla- keppnina á Evrópumótinu í Svíþjóð árið 1992. Aimé Jacquet var fenginn til þess að byggja upp nýtt lið fyrir Evrópu- mótið sem haldið var í Englandi árið 1996. Í ársbyrjun árið 1995 var Eric Cantona, sem verið hafði fyrirliði franska liðsins, settur í ársbann frá knattspyrnuiðkun fyrir karatespark sitt í stuðningsmann Crystal Palace í leik með Manchester United. Fyrirliðabandið var í kjölfarið tekið af Cantona og sett á handlegg- inn á Deschamps sem var einn fárra reynslumikilla leikmanna franska liðsins sem sluppu í gegnum nálar- augað í umbyltingu á leikmannahópi Frakklands undir stjórn Jacquet. Frakkar, með Deschamps sem fyrir- liða, voru slegnir út í undanúrslitum af Tékklandi sem var besti árangur franska liðsins frá því á heimsmeist- aramótinu í Mexíkó árið 1986. Deschamps var akkerið inni á miðsvæði Frakka á blómatíma franska liðsins í kringum síðustu aldamót, en dugnaður hans í varnar- vinnunni varð til þess að leikmenn á borð við Zinedine Zidane og Youri Djorkaeff þurftu litlar áhyggjur af varnarleiknum að hafa og gátu þess í stað látið ljós sitt skína í sóknarleikn- um. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem Frakkland hefur orðið heims- meistari, en Deschamps var einnig á sínum stað inni á miðsvæðinu þegar Frakkar urðu Evrópumeistarar árið 2000. Deschamps var mikill leiðtogi inni á vellinum, en hann var ungur gerður að fyrirliða Marseille og hann varð yngsti fyrirliðinn til þess að leiða lið sitt til sigurs í Meistara- deild Evrópu þegar liðið varð fyrsta og eina franska liðið sem bar sigur úr býtum í Meistaradeild Evrópu árið 1993. Deschamps var þá orðinn 24 ára gamall, en hann átti síðar eftir að vinna keppnina sem leikmaður Juventus. Knattspyrnustjóraferill Des champs hófst hjá Monaco, en hann byrjaði vel á þeim vettvangi. Des champs varð franskur meistari á sínu fyrsta tíma- bili við stjórnvölinn hjá Monaco og á næstu leiktíð fór liðið alla leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem það laut í lægra haldi fyrir Porto. Deschamps var svo fenginn til þess að koma fyrrverandi liði sínu, Juv entus, á þann stall sem liðið á heima árið 2006. Juventus hafði verið dæmt niður í B-deild vegna þátttöku sinnar í því að hagræða úrslitum og Des champs kom liðinu strax upp í A-deild þar sem liðið varð svo ítalskur meistari undir hans stjórn árið eftir. Aftur ákvað lið sem Deschamps hafði spilað fyrir á ferli sínum að leita til hans, en að þessu sinni var það Marseille. Það reyndist Marseille einnig happadrjúgt að fá Des champs til þess að stýra skútunni, en liðið varð franskur meistari undir hans stjórn vorið 2010 og franskur bikar- meistari þrjú ár í röð árin 2010 til 2012. Deschamps tók við sem þjálfari franska liðsins af fyrrverandi liðs- félaga sínum hjá liðinu, Laurent Blanc, eftir Evrópumótið árið 2012. Frakkar féllu úr leik fyrir Spáni í átta liða úrslitum keppninnar og ákveðið var að skipta um mann í brúnni. Fyrsta verkefni Deschamps var að koma Frakklandi í lokakeppni heims- meistaramótsins sem haldið var í Brasilíu árið 2014. Deschamps tókst ekki að koma Frakklandi beint inn í lokakeppnina, en liðið varð í öðru sæti þremur stigum á eftir ríkjandi heimsmeisturum, Spánverjum. Við blasti viðureign við Úkraínu í umspili um laust sæti á heimsmeist- aramótinu sem haldið var í Brasilíu. Ekki blés nú byrlega eftir fyrri viður- eign liðanna í Kiev, en Úkraínumenn fóru með 2-0 sigur í farteskinu í seinni leikinn í París. Lærisveinar Deschamps gerðu sér hins vegar lítið fyrir og sneru taflinu við með 3-0 sigri í borg ástarinnar. Mamadou Sakho, sem hefur mátt muna sinn fífil sinn fegri undanfarin misseri, skoraði tvö marka franska liðsins í þessum leik og Karim Benzema bætti þriðja markinu við. Frakkar tryggðu sig þar af leiðandi inn á níunda stór- mótið í röð. Þjóðverjar komu hins vegar í veg fyrir að för Frakka til Brasilíu yrði frægðarför, en Þýskaland hafði betur gegn Frakklandi í átta liða úrslitum keppninnar með einu marki gegn engu. Frammistaða Frakka á fyrsta stórmóti Deschamps sem landsliðs- þjálfari var þó nógu góð til þess að honum var treyst til þess að stýra franska liðinu á heimavelli á Evr- ópumótinu árið 2016. Deschamps sýndi að hann var traustsins verður með því að fara með Frakka alla leið í úrslitaleikinn þar sem Portúgalar komu hins vegar í veg fyrir sigur Frakklands á mótinu með því að leggja liðið að velli í úrslitaleiknum. Nú fer Deschamps á sitt annað heimsmeistaramót sem þjálfari franska liðsins og vonast til þess að fagna því að 20 ár eru síðan hann varð heimsmeistari sem fyrirliði liðsins með því að fara með heims- meistarabikarinn heim frá Rúss- landi. hjorvaro@frettabladid.is Fæddur leiðtogi og gamall miðjujálkur við stjórnvölinn á frönsku skútunni Didier Deschamps er á leið á sitt annað heimsmeistaramót sem þjálfari franska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Deschamps hefur lyft heimsmeistarabikarnum en þá var hann fyrirliði franska liðsins og stefnir nú að því að gera það sem þjálfari liðsins. Deschamps var nálægt því að vinna stórmót á Evrópumótinu árið 2016 en Frakkland tapaði fyrir Portúgal eftir framlengdan úrslitaleik mótsins. Didier Deschamps lyftir hér heimsmeistaramótsbikarnum á Stade de France í París árið 1998, en við hliðina á honum er Laurent Blanc liðsfélagi hans. Deschamps átti síðar eftir að taka við þjálfun franska landsliðsins af Blanc. Didier Deschamps tæklar hér boltann frá Rivaldo í úrslitaleik Frakklands og Brasilíu á HM árið 1998. Tæklingar sem þessar voru sérgrein Deschamps. Ástralía er þriðja liðið í þessum riðli sem þurfti umspil til þess að komast í loka- keppnina. Ástralía ruddi Hondúras úr vegi í umspili um sæti í lokakeppninni, en það var Mile Jedinak, liðs- félagi Birkis Bjarnasonar hjá Aston Villa, sem skoraði þrennu í 3-1 sigri Ástralíu í seinni leik liðanna. Skærasta stjarna liðsins er líklega Tim Cahill sem lék meðal annars með Everton í ensku úrvalsdeild- inni á árum áður. Didier Deschamps var fyrirliði Frakklands í fyrsta og eina skipti sem liðið hefur orðið heimsmeistari, en það var á heimavelli Frakka árið 1998. Frakkar unnu þá Brasilíu örugglega í úrslita- leik. 5 . M A Í 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R42 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B 2 -7 6 8 8 1 F B 2 -7 5 4 C 1 F B 2 -7 4 1 0 1 F B 2 -7 2 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 0 4 s _ 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.