Fréttablaðið - 07.05.2018, Page 1

Fréttablaðið - 07.05.2018, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 0 6 . T Ö L U B L A Ð 1 8 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 7 . M A Í 2 0 1 8 K R I N G L U K A S T 20–50% AFSLÁTTUR AF NÝJUM VÖRUM 3.–7. MAÍ öflugur liðstyrkur Fréttablaðið í dag SKOÐUN Lausnir á loftslags- vandanum felast í því að draga úr neyslu og draga úr losun, segir Kristín Linda Árnadóttir. 8 SPORT Ólafía Þórunn spilaði vel í Texas um helgina. 13 TÍMAMÓT Friðrik Jósefsson náði svarta beltinu í karate 69 ára. 26 MENNING Guðni Th. Jóhannes- son er í Seattle. 17 PLÚS 2 SÉRBLÖÐ l FÓLK l  FASTEIGNIR *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 DÓMSTÓLAR Málaskrárkerfi dóm- stólanna er opið öllum starfsmönn- um dómstóla. Þar eru persónu- greinanleg gögn um afar viðkvæm málefni, þar með talið upplýsingar um áverka brotaþola í kynferðis- brotamálum. Ekki er hægt í málaskrárkerfinu að rekja leit starfsmanna eða sjá hvort starfsmaður afriti gögn og leki þeim. Dæmi eru um að gögn sem eru lokuð í LÖKE, málaskrár- kerfi lögreglunnar, séu opin öllum starfsmönnum dómstólasýslunnar. Ólöf Finnsdóttir, framkvæmda- stjóri dómstólasýslunnar, segir málaskrárkerfi dómstólanna ófull- nægjandi. Í byrjun næsta árs verði nýtt rekjanlegt kerfi komið í gagnið. „Það er rétt að það er ekki hægt að rekja leitir starfsmanna í kerfinu og gögn eru opin öllum starfsmönn- um,“ segir Ólöf. Gögn sem þessi eru úrskurðir um gæsluvarðhald, hús- leitarheimildir og hleranir. Þann 30. apríl féll dómur í máli Hreiðars Más Guðmundssonar gegn íslenska ríkinu þar sem tekist var á um heimild til hlerunar sérstaks saksóknara á símtölum Hreiðars Más. Þar ákvað sérstakur saksóknari að leita til Héraðsdóms Vesturlands um heimild til hlerunar því hann treysti því ekki að úrskurðurinn færi leynt ef leitað yrði til Héraðs- dóms Reykjavíkur. Kristrún Krist- insdóttir, dómari við réttinn, segir í niðurstöðum dómsins eðlilegt að sérstakur saksóknari hafi ekki treyst dómstólnum fyrir úrskurðinum. „Við þessar aðstæður var það eðli- leg varúðarráðstöfun, sem horfði til hagræðis, að sérstakur saksókn- ari leitaði til dómstóls í nágrenni borgarinnar þar sem aðeins störf- uðu þrír starfsmenn, fremur en til Héraðsdóms Reykjavíkur sem er fjölmennur vinnustaður þar sem allir starfsmenn hafa aðgang að málaskrárkerfi dómstólsins,“ segir í niðurstöðu Kristrúnar. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að í málaskrárkerfinu séu til dæmis gæsluvarðhaldsúrskurðir þar sem ítarlegar lýsingar séu á áverkum á kynfærum kvenna með nöfnum þeirra og kennitölum. – sa Starfsmenn dómstóla leka trúnaðargögnum Málaskrárkerfi dómstólasýslunnar er ófullnægjandi. Dæmi eru um að lýsingar á áverkum á kynfærum kvenna séu opnar öllum starfsmönnum dómstóla. Ekki er hægt að rekja leit starfsmanna sem geta afritað gögn án þess að nokkur viti. Það er rétt að það er ekki hægt að rekja leitir starfsmanna í kerfinu. Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Danssýningin Pond var flutt í gær í sundlaug Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra á Háaleitisbraut. Sýningin er unnin af finnska danshópnum Kaaos Company þar sem fatlaðir og ófatlaðir dansa saman. „Hópurinn telur að fjölbreytileiki sé skapandi afl í listrænni vinnu sem brjóti niður staðalímyndir í dansheiminum,“ segir í kynningu vegna sýningarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR ÖRYGGISMÁL  Breyta á reglum um útgerð svokallaðra RIB-báta til að bregðast við athugasemdum rann- sóknarnefndar samgönguslysa vegna slysa í slíkum bátum. Niðurstaða tveggja nýjustu rann- sókna nefndarinnar er sama og áður, að bátunum hafi verið siglt of hratt miðað við aðstæður. Minnst ellefu farþegar, í átta skráðum slysum, hafa hlotið af meiðsli á baki eða hálsi. Í fyrrahaust  stakk rannsóknar- nefndin upp á því að í bátana yrðu sett fjaðrandi sæti sem myndu taka á sig mesta höggið. Samgönguráðu- neytið fékk umsögn frá Samgöngu- stofu sem taldi ekki fært að setja um reglur um fjaðrandi sæti. – jóe / sjá síðu 6 Nýjar reglur auki öryggi RIB-báta LÍFIÐ Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Max Petrov unnu í gærkvöldi í Allir geta dansað, dans- þætti Stöðvar 2. Jóhanna og Max fengu fullt hús stiga frá dómnefndinni í úrslita- þættinum og hrósuðu sigri í síma- kosningu. – bb / sjá síðu 22 Jóhanna og Max hrósuðu sigri 0 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B 2 -F E 5 0 1 F B 2 -F D 1 4 1 F B 2 -F B D 8 1 F B 2 -F A 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.