Fréttablaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 6
7 . M A Í 2 0 1 8 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TILBOÐSVERÐ FRÁ 2.459.000 KR. ÁN VSK 3.050.000 KR. M EÐ VSK CITROËN JUMPY MODUWORK - aukið flutningsrými Nálægðarskynjarar að aftan Þrjár lengdir í boði – allt að 4 metra flutningsrými FJÖLHÆFUR & STERKUR LENGDIN SKIPTIR MÁLI BAKKAÐU AF ÖRYGGI KOMDU & MÁTAÐU CITROËN JUMPY Í DAG! citroen.is Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 300.000 KR.AFSLÁTTUR Bjargað úr gúmmíbát Kona grætur með barn sitt í fanginu eftir að þeim var bjargað úr gúmmíbát skammt frá Al-Zawiyah undan ströndum Líbíu. Flóttafólk sækir enn út á opið hafið í leit að betra lífi í Evrópu. Margir kjósa heldur landleið- ina í gegnum Tyrkland og freista þess að fara þaðan eftir ám eftir að gæsla á hafi var aukin. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUR Breyta á reglum um útgerð svokallaðra RIB-báta. Með því er brugðist við athugasemdum rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) vegna slysa í slíkum bátum. Fyrir stuttu skilaði RNSA skýrslum vegna tveggja slíkra slysa. Niðurstaðan var sú sama og undan- farin ár, að bátunum hafi verið siglt of hratt miðað við aðstæður. Í flestum tilfellum sem RNSA hefur skoðað hefur bátunum verið siglt á nokkurri ferð, þeir lyfst upp vegna öldugangs og skollið niður af nokkrum þunga. Minnst ellefu far- þegar, í átta skráðum slysum, hafa hlotið af meiðsli á baki eða hálsi. Í einhverjum tilfellum hefur hryggjar- liður fallið saman eða bein brotnað. Í skýrslu síðasta haust gerði RNSA tillögu í öryggissátt, þess efnis að samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytið myndi setja reglur um slíka báta til að tryggja öryggi farþega. Var meðal annars stungið upp á því að í bátana yrðu sett fjaðrandi sæti sem myndu taka á sig mesta höggið. Ráðuneytið óskaði í kjölfarið umsagnar Samgöngustofu um efnið og barst hún ráðuneytinu í október síðastliðnum. Samgöngustofa tók undir sjónarmið RNSA en taldi ekki fært að gera tillögu um reglu um fjaðrandi sæti þar sem bátarnir sem um ræðir væri flestir CE-merktir skemmtibátar. „Í staðinn lagði Samgöngustofa til að bregðast mætti við skýrslum [RNSA] með því að útfæra kröfur um að útgerðir RIB-báta fram- kvæmdu áhættumöt sem tæki til siglinga í mismunandi aðstæðum, sem þá fæli í sér að við tilteknar aðstæður væri siglt hægar,“ segir í bréfi ráðuneytisins til RNSA fyrir skemmstu. Ráðuneytið fól Sam- göngustofu að útfæra slíkar reglur. „Samgöngustofa hefur gert drög að reglugerðarbreytingu um far- þegabáta og sent hana áfram til ráðuneytisins. Þær tillögur verða innan skamms lagðar fyrir Sigl- ingaráð og fyrir almenning til kynn- ingar,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Í reglugerðardrögunum felst að útgerðir geri ráð fyrir ráðstöfunum til að tryggja öryggi farþega í áætl- unum um starfrækslu bátanna. Þær ráðstafanir koma til með að fela í sér að gera frekari kröfu á að siglinga- leiðir taki mið af aðstæðum auk ýmissa annarra ráðstafana. „Afþreyingariðnaði í siglingum hefur vaxið fiskur um hrygg með auknum straumi ferðafólks hingað til lands og umhverfið hefur verið að laga sig að þeim breytingum. Sú vinna tekur tíma en hefur verið í gangi. Því miður er það oft þannig að eitthvað þarf að koma upp svo að umgjörðin taki breytingum,“ segir Þórhildur. joli@frettabladid.is Bæta öryggi RIB-báta með breyttum reglum Undanfarin ár hefur rannsóknarnefnd sam- gönguslysa skilað átta skýrslum vegna slysa um borð í RIB-bátum. Tillaga hennar um fjaðrandi sæti ekki tekin til greina. 0 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B 3 -2 A C 0 1 F B 3 -2 9 8 4 1 F B 3 -2 8 4 8 1 F B 3 -2 7 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.