Fréttablaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 10
Kristrún Heimisdóttir stýrir fundinum ALDREI AFTUR! - FUNDARÖÐ SAMTAKA SPARIFJÁREIGENDA Vilhjálmur Bjarnason fv. alþingismaður Stefán Svavarsson endurskoðandi 7 . M A Í 2 0 1 8 M Á N U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT KR náði í sín fyrstu stig í Pepsi-deildinni í sumar í Garðabænum í gær Frábært skot sem fór beint í mark Pálmi Rafn Pálmason hitti boltann frábærlega þegar hann skoraði annað mark KR-inga gegn Stjörnunni í gær. Pálmi Rafn skoraði þá með glæsilegu viðstöðulausu skoti þegar hann kom KR yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR KÖRFUBOLTI Elvar Már Friðriksson, bakvörðurinn knái úr Njarðvík, útskrifaðist um helgina með gráðu í viðskiptastjórnun eftir fjögurra ár nám við Barry-háskóla í Banda- ríkjunum. Elvar sem hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið átti góðu gengi að fagna með liði skólans í D2-deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum. Var hann tvívegis valinn leikmaður ársins í SSC-deildinni, en í henni spila lið frá Flórídaskaganum, en hann skipti yfir í Barry eftir aðeins eitt ár hjá LIU Brooklyn. Hann lítur feginn til baka á ákvörðunina. „Það voru ýmsar ástæður fyrir þessari ákvörðun og ég sé ekki eftir því að hafa skipt. Mér leið ekki vel þar og þegar horft er á körfubolta- hliðina þá hentaði leikstíllinn mér ekki, hér eru fleiri evrópskir leik- menn og meiri evrópsk menning sem hentar mér,“ segir Elvar. „Strax þegar ég kem hingað þá kynnist ég liðsfélögum alls staðar að og ég náði strax mjög góðu sam- bandi við þá,“ segir Elvar en hann efast um að hann hefði enst árin fjögur í Brooklyn. „Við byrjuðum sjö saman fyrsta árið, ég, Martin og fimm aðrir, og ég var fyrstur til að fara. Ári seinna fór Martin og þá fóru hinir fimm leikmennirnir sem byrjuðu á sama tíma. Ég er viss um að ef að ég hefði ekki farið frá Brooklyn hefði ég ekki enst í þessi fjögur ár og klárað námið mitt.“ Þrátt fyrir að Barry sé í deild fyrir neðan LIU fannst Elvari hann læra mun meira og spila betri körfubolta. „Hiklaust, við unnum mjög sterk- an skóla sem kemur úr efstu deild og vorum að spila góðan körfubolta. Ég hef lært heilmikið af því að vera hér, ég hef breytt leikstíl mínum mikið og bætt mig sem leikstjórnandi. Ég þurfti að læra að stjórna liðinu, vera leiðtogi og axla aukna ábyrgð.“ Elvar kemur heim til Íslands í sumar en ætlar ekki að ræða neitt við íslensk lið, hann stefnir á að komast út í atvinnumennsku. „Ég hef ekkert talað við nein lið heima strax, ég er að horfa til Evr- ópu og ætla ekkert að opna á við- ræður heima í bili. Ég ætla að reyna að nýta meðbyrinn sem ég hef frá Bandaríkjunum til að finna mér lið í Evrópu. Ég er kominn með umboðs- mann og veit af áhuga nokkurra liða,“ segir Elvar en meðal annars kemur áhugi frá Frakklandi. „Ég veit af áhuga úr Pro-B deild- inni í Frakklandi þar sem Martin byrjaði, það var góður stökkpallur fyrir hann og ég hef rætt þetta við hann og Hauk Helga Pálsson sem leika í Frakklandi. Það er gott að geta rætt þetta við stráka sem hafa verið í þessum sporum.“ Komi ekkert spennandi upp segir hann að það sé alltaf eitt lið sem standi næst hjartanu. „Ef ekkert spennandi kemur upp skoða ég möguleikann á að spila á Íslandi og þá er eitt lið ansi lík- legt sem á sinn stað nálægt hjarta- staðnum. Ég ætlaði hins vegar ekki að trúa því þegar ég sá myndir frá veðrinu á Íslandi,“ segir Elvar. „Það hafa verið ágætis forrétt- indi að búa í hita og sól allan ársins hring, ég hef reynt að nýta síðustu dagana í sólinni vel,“ segir Elvar hlæjandi að lokum. – kpt Veit af áhuga í Frakklandi Landsliðsbakvörðurinn Elvar Már Friðriksson lauk háskólanámi í Bandaríkjunum um helgina. Hann kveðst feginn að hafa skipt um skóla eftir fyrsta árið. HANDBOLTI Þrír íslenskir handbolta- menn urðu bikarmeistarar með liðum sínum í gær, en einn íslenskur leikmaður þurfti að gera sér silfur að góðu. Alexander Petersson og Guð- jón Valur Sigurðsson unnu þýska bikarinn með Rhein-Neckar Löwen eftir sigur gegn Rúnari Kárasyni og félögum hans hjá Hannover-Burg- dorf. Alexander skoraði fimm mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen og Guð- jón Valur bætti einu marki við í púkkið. Rhein-Neckar Löwen á góðan möguleika á því að verða tvöfaldur meistari á yfirstandandi leiktíð, en liðið trónir á toppi þýsku efstu deildarinnar með 48 stig, með jafn mörg stig og Flensburg, en á tvo leiki til góða á Flensburg. Aron Pálmarsson varð svo spænskur bikarmeistari með liði sínu Barcelona. Aron skoraði sex mörk í sigri Barcelona gegn La Rioja í úrslitaleik spænsku bikar- keppninnar. Barcelona hefur auk þess að verða bikar meist ari orðið deild ar bikar- meist ari og deild ar meist ari á þess- ari leiktíð. Fyrsta tímabil Arons hjá Barcelona hefur því verið honum gjöfult hvað titla varðar. Barcelona hefur nú orðið bikarmeistari fimm ár í röð og 22 sinnum alls í sögu félagsins. – hó Tveir íslenskir bikartitlar í gær 0 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B 3 -1 2 1 0 1 F B 3 -1 0 D 4 1 F B 3 -0 F 9 8 1 F B 3 -0 E 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.